Rann á hjarni | Siglfirðingur vann | Gífurlegur snjór | Íslandsmót (1) | Íslandsmót (2) | Vélsleði skáta | Þotukeppni | Þyrla sótti slasaðan | Snjóþungi í mars | Halla Haraldsdóttir | Afreksmaður ... | Dakoda flugvél á Sigló | Haförninn og .. | Hvað heitir paddan | Með Haferninum | Heimasætur | Tilraun með síld | Saltað í flestum.. | ASN þingfulltrúar | Strákagöng senn | Einangrun rofin | Fréttir og prestar

>>>>>>>>>>> Tilraun með síld

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Föstudagur 25. ágúst 1967.

Ljósmynd: Hafliði Guðmundsson (sennilega)

Tilraun til að setja síld í saltpækil á miðunum

Siglufirði, 24. ágúst,

TVEIR, Siglfirðingar, Hafliði Guðmundsson, kennari og Pétur  Baldvinsson, verkstjóri, gerðu nýlega tilraun með að láta ferska síld í saltpækil og hefur  hún að  sögn þeirra tekist mjög vel. Mun það ætlun Síldarverksmiðja ríkisins að gera nú tilraun þessa í  stærri mæli, en þeir félagar og hefur verksmiðjan í þeim tilgangi látið smíða um það bil 5 lesta  geymi, sem settur hefur verið um borð í Haförninn.

Aðferð þeirra félaga er í því fólgin að þeir fá skipverja á Haferninum til þess að setja ferska  síld í tunnur með pækli úti á miðum.  Síldinni er steypt beint í tunnurnar, án þess að nokkuð sé  gert að henni, fyrr en í land kemur, þá er hún hausuð og slógdregin.

Tilraun þessi hefur að sögn  þeirra félaga tekst svo vel að í fyrradag ætluðu þeir með tvær síldar á silfurfat.i til  forráðamanna SR hér til þess að sýna þeim vöruna. Telja þeir félagar að þeir hafi sannað að þessi aðferð sé algjörlega örugg.

Um borð í Haferninum er nú 5 lesta tankur með pækli og  ætlar SR að reyna þessa aðferð i stærri mæli. Sá er þó hængur á enn, að ekki hefur fengist nógu  fersk síld til þess að setja í pækilinn.  

 

 

Þannig leit síldin út,  er tunnurnar voru opnaðar eftir 4-5 sólarhringa stím - og í útliti  eins og ný.

                            - Steingrímur.

Síldin til Síldarútvegsnefndar en ekki til SR

MISHERMI, var í frétt blaðsins í gær (frétt hér fyrir ofan) varðandi tilraunina að setja síld í saltpækil, þar sem sagt var að færa ætti SR tvær  síldar á silfurfati. Þar átti að vera, að þeir félagar Hafliði og Pétur ætluðu að fara með tvær síldar á silfurfati á skrifstofu  Síldarútvegsnefndar, þegar síldin væri. fullverkuð. Leiðréttist þetta hér með.

Mbl.