Þessi klausa hér fyrir neðan, bitist í Dagblaðinu Tíminn, í "plássi" Landfara, seinnihluta janúar 1968 og var tilefnið fréttin hér fyrir ofan.
Undirskriftasöfnun
á
Siglufirði
"Siglfirðingur"
sendir
Landfara
eftirfarandi
athugasemd
við
frétt
í
Morgunblaðinu
og
er
hún
skrifuð
8.
janúar.
"Fyrir
skemmstu
birtist Mbl. mjög villandi frétt frá fréttaritara sínum á Siglufirði, Steingrími Kristinssyni, varðandi undirskriftasöfnun til áskorunar á Íslenskan prest í Vesturheimi, um að sæki hér um prestsembætti.
Var gefið í skyn, að hér væri um mjög almennan áhuga og, þátttöku að ræða og bersýnilega í þeim tilgangi, að freista þess að tryggja fyrirfram, að aðrir sæktu ekki um embættið og taka þannig valfrelsið af bæjarbúum sjálfum.
Undirskriftasöfnun þessi mæltist síður en svo vel fyrir, enda flestir þannig gerðir, að vilja vita um hvað er að velja áður en valið er, og aðeins lítill minnihluti kjósenda hér léðu nafn sitt á áskorunarskjalið og að sögn ýmsir undir lögaldri .kjósenda.
Það væri því illa farið, ef þessi furðulegi fréttaflutningur yrði til þess, að koma í veg fyrir umsóknir ungra og efnilegra presta, sem áhuga kunna að hafa á þessu, á margan hátt eftirsóknarverða brauði. Þessar línur, sem ég vona að þér: ljáið rúm nú þegar í blaði yðar hafa þann tvíþætta tilgang, að mótmæla endareknum "prestsfréttum" frá Siglufirði í Morgunblaðinu, sem eru því vægast sagt til lítils sóma, og hvetja unga presta og prestsefni, sem áhuga hafa á embætti þessu, að hika hvergi í umsóknum Siglfirðingar kunna því áreiðanlega betur að verja sínum atkvæðum sjálfir, að athuguðu máli, en láta lítinn hóp - sjálfkjörinna manna ráðstafa sér eins og ómerkingum í þessu máli eða öðrum.
E.S.
Vonandi
verð
ég,
(S.K.) ekki kærður fyrir ritstuld, þar sem ég birti þetta í óleyfi. Málsbót mín er þó sú að þetta var í raun opið bréf til mín !
Undirritaður,
svaraði
þessu
í
Velvakanda,
Morgunblaðsins
stuttu
síðar.
Þeir
þekkja
það
sem
þeir
biðja
um.
Steingrímur
Kristinsson
á
Siglufirði
skrifar:
Siglufirði
29/1
'68.
Í
Landvara
(Tímanum)
27,
janúar
sl.
beinir
"Siglfirðingur",
nokkrum
orðum
til
mín.
Ekki
veit
ég
hver
maðurinn
er, því
hann
virðist
ekki
hafa
kjark
til
að
láta
nafns
síns
getið.
Bréfritari
setur
út
á
fréttaflutning
minn
varðandi
"presta fréttir", eins og hann nefnir það.
Og er hann reiður yfir að ég skyldi telja undirskrimtasöfnun varðandi séra Kristján Róbertsson ganga vel. Ég vil endurtaka að ég álit umrædda undirskriftasöfnun hafa gengið mjög vel.
Alls
söfnuðust
um
400
undirskriftir,
en
um
40
voru
síðar
strikaðir
út,
þar
sem
þeir
annaðhvort
voru
ekki
í
Siglufjarðarsókn,
eða
of
ungir,
en
skýringin
á
því
fyrirbrigði
er
það,
að
einn
listinn
lá
frammi
í
verslun
og
var
þar
ekki
fylgst
nægjanlega
með
hverjir
skrifuðu
þar
undir.
Á
aðeins
tveim
dögum
skrifuðu
360
lögmætir
kjósendur
undir
umrætt
skjal.
En
vegna
misskilnings
var
aðeins
safnað
í
tvo
daga,
og
fyrir
vikið
gátu
færri
en
vildu
skrifað
undir.
Bréfritari
mótmælir
einnig
harðlega
endurteknum
"prestfréttum"
sem
hann
nefnir,
frá
Siglufirði
í
Morgunblaðinu.
Er
mér
spurn.
Vill
hann
ekki
láta
Mbl.
birta
fréttina,
þegar
séra
Kristján
Róbertssyni
verður
veitt
Siglufjarðarprestakall?
Vill
hann
láta
eitthvert
annað
blað
sitja
að
fréttinni?
Eða
meinar
hann
að
prestar,
séu
svo
guðdómlegir
að
ekki
megi
segja
frá
gerðum
þeirra?
Og
að
lokum
þetta:
Þótt
þú,
sem
ekki
þorir
að
sýna
framan
í
þig,
sért
mér
ekki
sammála
þá
finnst
mér
ekkert
athugavert
við
það
þótt
(a.m.k.)
360
Siglfirðingar
óski
eftir
ákveðnum
presti.
Þeir
þekkja
að
minnsta
kosti
það
sem
þeir
eru
að
biðja
um.
Þessir
360
kaupa
engan
kött
í
sekknum.
--
Steingrímur
Kristinsson
Siglufirði
|