Föstudagur
7.
apríl
1967.
Texti:
Steingrímur
Þyrla
sótti
slasaðan
mann
til
Siglufjarðar
SIGLUFIRÐI
6.
apríl.
-
Rétt fyrir hádegi í dag varð það slys hér, að búnt af
þilplötum féll á mann með þeim afleiðingum, að hann mjaðmargrindarbrotnaði og
lærbeinsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli. Voru meiðsli það mikil, að læknir
taldi ráðlegt að flytja manninn í sjúkrahús, helst í Reykjavik og var
þegar farið að huga að því að flytja hann suður til Reykjavíkur.
Sjúkraflugvöllurinn
hér
er
ófær
þar
sem
tveggja
til
þriggja
metra
snjólag
er
á
honum,
Voru
fengnar
til
tvær
jarðýtur,
sem
ruddu
flugvöllinn,
en
áður
en
því
verki
var
lokið,
þar
sem
það
var
seinunnið,
var
fengin
þyrilvængja,
sem
kom
og
sótti
hinn
slasaða
mann.
Kom
hún
frá
Reykjavík
og
var
rétt
um
tvo
tíma
á
leiðinni.
Lent
þyrilvængja
á
íþróttavellinum,
sem
er
í
hjarta
bæjarins,
og
flutti
manninn
til
Akureyrar,
en
þaðan
flutti
Tryggvi
Helgason
hann
til
Reykjavíkur.Maðurinn,
sem
slasaðist
heitir
Jóhann
Kristjánsson,
starfsmaður
hjá
Rafveitu
Siglufjarðar.
Vildi
slysið
til
í
húsnæði
Rafveitunnar,
er
starfsmenn
voru
að
hagræða
búnti
af
þilplötumun,
sem
reistar
voru
upp
við
vegg.
Voru
þetta
um
40
til
50
Plötur
og
féll
allur
bunkinn
ofan
á
Jóhann.
Lokið
var
við
að
ryðja
flugvöllinn
svo
að
nú
er
hann.fær
smærri
flugvélum.
Hér
hefur
verið
gott
veður
Í
dag
er
sólskin
og
14
stiga
hiti.
Snjó
tekur
ört
upp.
SK
|