Kvikmyndahús
eiga
að
vera
rekin
af
bæjar-
og
sveitarfélögum.
Þegar
fyrstu
ófullkomnu
kvikmyndirnar
voru
sýndar,
hefur
fáa
órað
fyrir
því,
hvert
stórveldi
var
þar
í
fæðingu.
Nú
eru
kvikmyndirnar
orðnar
sjálfsagður
þáttur
í
daglegu
lífi
fjölda
fólks
í
öllum
menningarlöndum.
Þær
eru
orðnar
eitt
af
mikilvirkustu
áróðurstækjum
nútímans.
Á
ég
þar
ekki
aðeins
við
það,
þegar
þeim
er
beitt
í
pólitískum
tilgangi,
heldur
hafa
kvikmyndirnar
áhrif
á
hugi
áhorfendanna
og
móta
viðhorf
þeirra
til
hlutanna.
Það
segir
sig
sjálft
að
slíkt
tæki,
sem
kvikmyndirnar
eru,
getur
verið
tvíeggjað
vopn.
Þær
geta
verið
menningartæki,
sem
gefa
möguleika
til
að
útskýra
torveld
viðfangsefni
og
auðskilin.
Þær
geta
glætt
fegurðartilfinningu
manna,
aukið
skilning
þeirra
á
lífi
annarra.
þroskað
siðferðisvitund
þeirra.
En
þær
geta
líka
verið
menningarfjandsamlegar,
ruglað
heilbrigða
skynsemi,
spillt
smekk
fólksins
og
haft
niðurdrepandi
áhrif
á
siðgæði
hugmyndir
þess.
Alls
þessa
þekkjum
við
dæmi.
Eins
og
við
er
að
búast
hefur
kvikmyndaframleiðslu
í
auðvaldslöndunum
lotið
því
sama
lögmáli
og
önnur
framleiðsla,
að
tilgangurinn
er
sá
fyrst
og
fremst
að
græða
peninga.
Á
þetta
í
fyllstum
mæli
við
amerísku
kvikmyndaframleiðsluna,
en
af
henni
höfum
við
íslendingar
nú
nær
eingöngu
að
segja.
En
þetta
útilokar
þó
ekki
það,
að
myndirnar
geti
verið
misjafnar.
Það
eru
til
snillingar
á
meðal
kvikmyndaframleiðendanna
og
það
eru
til
myndir,
sem
eru
listaverk.
Það
er
því
ekki
alveg
sama,
af
hvaða
endanum
er
tekið.
Það
sem
sagt
var
um
framleiðslu
kvikmyndanna
á
líka
við
um
sýningu
þeirra.
Kvikmyndahúsin
eru
flest
rekin
af
einstaklingum
eða
auðfélögum
og
þá
auðvitað
sem
gróðafyrirtæki
en
ekki
sem
menningarstofnanir.
Þessum
eigendum
þeirra
er
yfirleitt
sama
hvað
sýnt
er,
aðeins
að
það
gefi
peninga
í
kassann.
Mest
er
sóst
eftir
ódýrustu
myndunum,
en
þær
eru
að
jafnaði
óvandaðastar
og
lélegastar.
Eðlilegast
væri
að
hið
opinbera
og
þá
fyrst
og
fremst
viðkomandi
bæjar-
og
sveitarfélög
eigi
kvikmyndahúsin
og
reki
þau.
Ætti
það
að
tryggja
betur
að
menningarsjónarmiðið
sé
ekki
sniðgengið
og
á
hinn
bóginn
á
gróðinn
af
sýning
unum
heima
í
sameiginlegum
sjóði
bæjarbúa,
en
ekki
í
vösum
einstakra
manna.
Vil
ég
þó
leggja
meiri
áherslu
á
fyrra
atriðið.
Hér
í
bæ
er
kvikmyndahús,
sem
hr.
Hinrik
Thorarensen
á
og
rekur.
Verður
ekki
annað
sagt,
en
að
rekstur
þess
ber
mjög
hin
sömu
einkenni
og
annar
atvinnurekstur
þessa
manns
hér
í
bæ.
Samanburður
við
kvikmyndahús
í
öðrum
kaupstöðum
hér
á
landi,
býst
ég
við
að
yrði
húsinu
hérna
mjög
óhagstæður
og
er
þó
ekki
til
mikils
jafnað
sumstaðar.
Á
þetta
bæði
við
um
myndaval
og
um
húsið
sjálft
og
hvernig
búið
er
að
áhorfendum.
Hvað
myndavalið
snertir,
býst
ég
þó
við
að
bilið
sé
nú
orðið
ekki
svo
mjög
mikið,
því
að
aðrir
bíóeigendur
hafa
nú
í
seinni
tíð
lagst
það
lágt
að
ekki
er
með
góðu
móti
hægt
að
vera
miklu
neðar.
Eiga
flest
kvikmyndahúsin
skilið
harða
gagnrýni.
Þó
mætti
benda
á
margar
góðar
og
sæmilegar
myndir,
sem
sýndar
hafa
verið
annarsstaðar
en
ekki
komið
hingað.
Einnig
má
benda
á,
að
annarsstaðar
eru
að
staðaldri
sýndar
aukamyndir,
aðallega
nýjar
stríðsfréttamyndir,
en
hér
má
það
heita
viðburður
ef
sýnd
er
aukamynd.
En
hvað
húsið
sjálft
snertir
þá
er
það
langt
neðan
við
það,
sem
annarsstaðar
er,
má
heita
að
það
sé
fullkomin
ósvinna,
að
bjóða
fólki
upp
á
slíkt.
Sæti
eru
óþægileg
og
ótölusett.
Verða
þeir
sem
ætla
að
vera
vissir
um
sæti
að
koma
og
setjast
inn
20
mín.
eða
jafnvel
hálftíma
fyrir
sýningu,
því
að
engin
trygging
er
fyrir
því
að
fá
sæti,
þótt
búið
sé
að
kaupa
miða
ef
ekki
er
strax
sest.
Sumir
bekkirnir
eru
þannig
að
ósjaldan
hefur
það
komið
fyrir
að
þeir
hafa
liðast
sundur
á
miðri
sýningu
og
áhorfendur
setið
í
spýtnahrúgunni
á
gólfinu.
Nú
í
seinni
tíð
hefur
rottugangur
ágerst
svo
mjög,
að
áhorfendur
eru
alls
ekki
óhultir
fyrir
því
að
þessar
mjúku
og
fóthvötu
skepnur
smjúgi
ekki
á
milli
fóta
þeirra.
Það
er
nú
er
ef
til
vill
illa
gert
að
amast
við
þeim,
því
að
þær
hafa
sjálfsagt
gaman
af
að
fara
á
bíó
líka,
en
það
kunna
margir
illa
við
þetta.
Mætti
bæta
úr
þessu
með
sérstökum
sýningum
fyrir
þessa
bíógesti.
Sú
leið
hefur
þó
ekki
verið
farin,
heldur
rottunum
sagt
stríð
á
hendur.
Hafa
í
þeim
bardaga
verið
notuð
einhver
vopn,
sem
leiða
af
sér
slíkan
ódaun
að
miklum
óþægindum
veldur.
Hvort
hér
er
um
að
ræða
gashernað
eða
eitthvað
annað
er
ekki
kunnugt.
Vera
má
að
hér
verði
á
breyting
þegar
eitrunin
er
farin
að
verka.
Ýmislegt
fleira
mætti
upp
telja
af
séreinkennum
þessa
kvikmyndahúss,
en
hér
skal
þó
staðar
numið.
Þó
verður
ekki
hjá
því
komist
að
geta
þess,
að
mikið
vantar
á
að
taltækin
séu
sambærileg
við
það
sem
er
annarsstaðar.
Áki
Jakobsson
hefur
nú
flutt
frumvarp
um
það
á
Alþingi,
eftir
ósk
bæjarstjórnar,
að
bærinn
fái
einkaleyfi
til
bíóreksturs.
Fram
hafa
komið
breytingartillögur
um
að
öllum
bæjum
og
kauptúnum
verði
veittur
þessi
réttur.
Óvíst
er
hvað
ofan
á
verður
í
þessu,
en
þetta
er
nauðsynjamál,
sem
þarf
að
fá
afgreiðslu
sem
fyrst.
Reykjavíkurbær
hefur
nú
samþykkt,
að
taka
rekstur
Gamla
Bíó
og
Nýja
Bíó
í
sínar
hendur
ef
frumvarp
þetta
með
breytingartillögu.
verður
að
lögum.
Eigendur
kvikmyndahúsanna
syðra
eru
alveg
æfir
út
af
þessu,
sem
og
líka
von
er,
því
að
þá
missa
þeir
þær
gífurlegu
tekjur,
sem
þeir
hafa
haft
af
þessum
rekstri.
Er
vonandi
að
Alþingi
sýni
þann
þroska
að
samþykkja
svona
lög.
Þetta
er
stórkostlegt
menningar-
og
fjárhagsatriði
og
það
ætti
fyrir
löngu
að
vera
búið
að
veita
bæjum
og
sveitarfélögum
þennan
rétt.
Bíóhúsið
hérna
er
til
vansæmdar
fyrir
bæinn
og
því
er
alveg
sérstök
nauðsyn
að
hér
breytist
til
batnaðar.
Þá
vitum
við
hvernig
kommúnistarnir
hugsuðu
árið
1943.
SK |