|
Mjölnir 10. janúar 1945
Tvær afbragðs
kvikmyndir.
Siglufjarðarbíó er nú að sýna tvær myndir, sem flestum
kemur saman um að séu afbragðsgóðar. Heita þær "Hetjur á heljarslóð" og "Kóngsgata".
Sú fyrrnefnda lýsir atburðum í litlu þorpi í Rússlandi, þegar Þjóðverjar
réðust á landið 1941. Atburðirnir í þessu litla þorpi eru táknræn mynd af
því, sem þá gerðist um allt vestanvert landið þegar friðurinn var rofinn
og ógnirnar dundu yfir. Mynd þessi er tekin í Ameríku ,og leikin af
amerískum leikurum, en er þó sönn og hrífandi.
Hin myndin, "Kóngsarnar", er með allt öðrum blæ. Hún er
tekin eftir frægri skáldsögu og lýsir mannlegum tilfinningum í sorg og
gleði. Hún fjallar um alvörumál, sem engan láta ósnortin. Myndin er
ágætlega leikin og tekin.
Þessar myndir verða sýndar nú á fimmtudagskvöld og
föstudagskvöld og ættu þeir, sem sjá .vilja góðar myndir, ekki að sleppa
þessum tækifærum. |