Mjölnir 7. nóvember 1951
Bæjarpósturinn
Kvikmyndasýningarnar á
vegum MÍR.
Eins og flestir hafa veitt
athygli, hafa oft á föstudögum verið sýndar í Nýja Bíó, rússneskar eða
Austurþýskar myndir.
Hefur aðsókn að myndum þessum
oftast verið heldur lítil, þótt oftast hafi verið um afbragðsgóðar myndir
að ræða. Ég held, að skortur á auglýsingum um myndir þessar sé aðalorsökin
í því, hve lítil aðsókn hefur oft verið, því sannast að segja, er
alvarlega hugsandi fólk hætt að fylgjast með því, sem .bíóin hafa upp á
að bjóða.
Amerískar kvikmyndir eru
fallnar í metum þjá vandlátu fólki, og takist bíóunum að ná í verulegar
góðar myndir, þá er eins og þær fari fram hjá fólki, aðsóknin verður
lítil.
Hinsvegar er stór hluti
bíógesta sem er orðinn samdauna hinni hollívúddisku ómenningu, og hefur
aðeins nautn af að horfa á þeysandi og skjótandi bófa og villtwestkar
hetjur eða æsandi og hrellandi morð- og sakamála myndir.
Fagrar og yndislegar söng- og
músíkmyndir eða sögulegar og fræðandi myndir eiga ekki hylli þessa fólks.
Ég var að tala um myndirnar á
vegum MÍR. Mest af þeim eru skemmtilegar og fræðandi myndir byggðar
á sögulegum efnum, flestar eru þær með ein kennum hins nýja sósíalistiska
heims, þar sem maðurinn og manngildið er sett ofar öllu, Í þeim er ekki
hægt að læra aðferðir við morð og rán, svik og spillingu, heldur þvert á
móti varðveislu lífs og eigna, heiðarleika og góðvild.
En það er eitt, sem skortir á
frá hendi þeirra, sem sýna. Það vantar með flestum eða öllum myndunum
efnisskrá eða "program". Þótt enskur texti fylgi eða enskur. þulur skýri
efnið, þá eru fáir það vel að sér í enskri tungu, að þeir hafi not af þessu
til fulls. Það er því tvennt, sem stjórnendur MÍR, þurfa að athuga
rækilega í sambandi við sýningar þessar- og það er að auglýsa myndirnar
betur, og að reyna að útvega eða sjá um, að "program" sé fyrirliggjandi
við hverja sýningu.
Félagar í MÍR ættu svo
framvegis að athuga vel á föstudögum hvaða mynd er sýnd í Nýja Bíó þá um
kvöldið og fjölmenna, ef MÍR sýnir. Það er eiginlega sjálfsögð og félagsleg
skylda auk, ánægjunnar af að sjá góða mynd. |