Bíó auglýsingar | Grein um bíórekstur | Nýja Bíó,útib.Ólafsfirði | Frumvarp um bíórekstur | Bíómynda fréttir | Kuldi í Nýja Bíó | Nýtt kvikmyndahús | Siglufjarðarbíó | Kvikmyndakynning | Börnin og bíó | Kvöld í bíó ! | Bæjarpósturinn og bíó | Bíó umfjöllun | Til skammar | Bæjarpósturinn | Kjartan Ó Bjarnason | Björgunarafrekið | Slæm umsögn | M.Í.R. ofl. | Nýja Bíó lagfært | MÍR og bíó | Bíó-fréttir

>>>>>>>>>>> Kuldi í Nýja Bíó

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bíó-Saga Siglufjarðar: Kuldi í Nýja Bíó

Úr Vikublaðinu

1944

2. febrúar 1944

Bæjarpósturinn:

KULDI OG KVIKMYNDIR

Hr. ritstjóri!

Viltu gera svo vel og birta eftirfarandi greinarkorn í blaði þínu.  Öllum ber saman um það, að kvikmyndir séu skemmtilegar og  geti líka verið menntandi.  þess vegna eru kvikmyndahús vel sótt, hvar sem þau eru, fólki  finnst það geta eytt tómstundum  sínum á rólegan og friðsaman hátt  í það að horfa á kvikmyndir, og  haft gaman af að sjá spegilmynd  ýmissa atburða í skáldskap og  raunveruleika birtast á hinu hvíta  tjaldi. Ánægja áhorfenda verður  því meiri, sem þægindi kvikmyndahúsanna eru meiri.

Sumir eigendur þeirra sjá líka  og skilja nauðsynina á því að  veita áhorfendum þægindi, - mjúk  þægileg sæti og hlý hús eru talin  fyrstu skilyrðin fyrir því, að kvikmyndahús geti talist þægindum  búið.

Aðgöngueyrir miðast við það,  sem í té er látið. Hér á Siglufirði er kvikmyndahús, eina húsið í bænum af slíku  tagi. það er í eign einstaks manns,  og það væri synd að segja, að  hann láti sér mjög annt um að  búa þetta hús þægindum til ánægjuauka fyrir sýningargesti sína.

Fyrir sama aðgöngugjald og  önnur kvikmyndahús bjóða þægileg sæti og auðvitað hita, býður  þetta hús hörð sæti, sem áhorfendur eru dauðþreyttir að sitja í og kulda, svo þeir sitja hríðskjálfandi allan tímann, sem sýningin  tekur, eða fara heim þegar sýning er hálfnuð.

Ég ætlaði að eyða einu kvöldi  fyrir nokkru á skemmtilegan  hátt og fara í bíó til að sjá mynd,  sem ég vissi að var sæmilega góð.  Kuldi var úti og mátti því búast  við því, að húsið yrði upphitað á  fullnægjandi hátt. Þegar inn kom  var þar litlu hlýrra en úti. Kuldi  sá, sem ávalt er i tómum ó upphituðum sölum ríkti þar í alveldi.  Miðstöðvarofnarnir voru ekki ylvolgir og því engan hita frá þeim  að fá.

Sýning hófst og sat fólk skjálfandi af kulda og hafði litla ánægju  af myndinni. Ég vissi að sumt fólk  sem ekki vildi leggja heilsu sína í  hættu með því að sitja allan tímann, fór af sýningu þegar hún  var hálfnuð. Miðstöðvarofnarnir voru ekki ylvolgir og því engan hita frá þeim  að fá. Það hljóta allir að sjá, hversu  heilsuspillandi það getur verið að  sitja hreyfingarlaus á þriðja  klukkutíma í ísköldum sal.

Ég er hissa á því, að leyfilegt  skuli vera að bjóða fólki upp á  slíkt, - og efast um að það sé  leyfilegt þegar aðgangur er seldur  fullu verði. það þarf mikinn nirfils  hátt og ósvífni til slíks og þvílíks

Ég óskaði þess þetta föstudagskvöld, að þeir menn sem harðast börðust sigursælli baráttu fyrir áframhaldandi einkarekstri kvikmyndahúsa, bæru komnir í þennan ágæta!! bíósal til að skjálfa þar  okkur hinum til samlætis. En  máski hefði sigurhitinn yljað þeim  og ánægjan yfir því að hafa eyðilagt gott málefni.

Einkarekstur slíkra fyrirtækja  sem kvikmyndahúsa, hlýtur ávallt  að miðast mest við gróðalöngun  eigandans. Sé hann algerlega skilningslaus á það að vanda þurfi aðbúnað sýningargesta, svo og val  þeirra mynda, sem sýna á, kemur það auðvitað mest niður á sýningargestunum. Með bæjarrekstri kvikmynda húsa, væru strax skapaðir möguleikar fyrir þá til áhrifa á að bæta  úr göllum þeim, sem fyrirfinnast.

Gróði sá, sem fyrirtækið gefur  af sér rynni þá í sameiginlegan  sjóð en ekki í einn vasa.

Það má ekki gleyma því að kvikmynda hús getur og á að vera  skemmti og menningartæki til  ánægju og góðs fyrir fjöldann.  Honum ber því að vinna að því að  gera það að slíku.

Bíógestur.

Mjölnir 23. febrúar 1944

Bæjarpósturinn:

Bíódyrnar

Um daginn var blaðinu skrifað greinarkorn um kuldann í Bíó.

Nú hefur þar verið bætt úr,  svo að telja má sæmilegt. En  eitt er þarna, sem margir hafa  furðað sig á og telja verður  mjög ámælisvert. Nú um alllangt skeið hafa aðaldyr hússins verið lokaðar, sömuleiðis  hliðar dyrnar á salnum.

Eini út og inngangurinn eru þröngar  dyr, sem liggja inn í mjóan gang  Er engu líkara en að bíóeigandinn hafi tekið bókstaflega, það  sem sagt er í biblíunni um hinn  mjóa og hinn breiða veg og að  hann vilji á þennan hátt bjarga  sálarheill bíógestanna.

Vera má  líka, að ekki veitti af því að  hugsa fyrir sáluhjálp þeirra, ef  t.d. snögglega kviknaði í húsinu, því að ekki er líklegt að  margir fengju borgið líkömum  sínum.

Er annars furðulegt að  slíkt sem þetta skuli vera leyft  á opinberum stað.