Mjölnir 16. mars 1949
Kvikmyndir
(umfjöllun)
Nýja Bíó: Söngur frelsisins Ensk
kvikmynd með hinn heims fræga söngvara, Paul Robertson í aðalhlutverkinu.
Kvikmyndin er gerð eftir sögu sem hefst
kringum 1700 á eynni Casanga, skammt undan vesturströnd Afríku.
Segir hún frá flótta drottningarniðja eins, sem
ekki gat þolað harðýðgi móður sinnar.
Lenti hann síðan í höndum þrælasala..
Afkomendur hans höfðu um tvær aldir verið í
Englandi, fyrst sem þrælar en síðan frjálsir en fátækir verkamenn.
Myndin sýnir John Zinga, hafnarverkamann, einn
af niðjunum.
Hann er fátækur, en hefur dásamlega söngrödd.
Myndin sýnir hvernig rödd hans verður til þess
að vekja athygli á honum, gera hann frægan.
En þráin til átthaganna í Casanga; þráin til
frelsisins knýr hann til að afneita glæsilegu tilboði, en í þess stað að
fara til eyjarinnar og kynnast lífskjörum ættstofns síns
Söguefnið snertir frelsisbaráttu svertingjans -
og Paul Robertson syngur söng frelsisins inn í hversmans eyra. |