Bíó auglýsingar | Grein um bíórekstur | Nýja Bíó,útib.Ólafsfirði | Frumvarp um bíórekstur | Bíómynda fréttir | Kuldi í Nýja Bíó | Nýtt kvikmyndahús | Siglufjarðarbíó | Kvikmyndakynning | Börnin og bíó | Kvöld í bíó ! | Bæjarpósturinn og bíó | Bíó umfjöllun | Til skammar | Bæjarpósturinn | Kjartan Ó Bjarnason | Björgunarafrekið | Slæm umsögn | M.Í.R. ofl. | Nýja Bíó lagfært | MÍR og bíó | Bíó-fréttir

>>>>>>>>>>> Bæjarpósturinn og bíó

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bíó-Saga Siglufjarðar: Bæjarpósturinn

Úr Vikublaðinu

1948

Mjölnir 11. febrúar 1948

Bæjarpósturinn

Bíóið, eða hesthúsið eins og  það er kallað.

Umgengni og  þrifnaður, hér í eina bíóinu á  staðnum, er nú með þeim hæti, að mest svipar til hesthúss. Varla komandi inn í forstofuna  nema á stígvélum og sæti og  salur svo ótrúlega óhreint, að  enginn, sem ekki sér, getur trúað.

Væri nú ekki verkefni fyrir  hina svokölluðu heilbrigðisnefnd  að fá úr þessu bætt, eða láta  loka þessu óþrifabæli, sem  hvergi á sinn líka.

Mjölnir  14. apríl 1948

Bæjarpósturinn

Ánægjuleg kvöldstund. Oft verður okkur Íslendingum það á að  skapa í hugum okkar kalda og  hrjóstruga mynd af landinu okkar. 

Að minnsta kosti hættir okkur til þess, sem  búum með ströndum fram, umlukt  háum, hrikalegum fjöllum og búum  við erfiðar samgöngur. Fegurð  landsins meitlast í hug okkar sem  hin kalda, hrjúfa en tignarlega fegurð, mikilúðleg og óhlífin.

Samt vitum við, að Ísland á ótal  staði, sem sýna gagnstæðar myndir.  þar sem hin blíða, ljúfa og tignarlega náttúra birtist í sínu yndislega  skrúði, sinni óendanlegu fegurð.

 

Síðastliðið. föstudagskvöld fór ég í bíó  til að sjá kvikmyndir Kjartans Ó  Bjarnasonar, frá Heklugosi, skíðalandsmóti ofl.

Það verð ég að segja, að sjaldan  hef ég orðið jafn gagntekinn af að  sjá fegurð og hrikaleik Íslenskrar náttúru  eins og þetta kvöld.

Ég hefi ekki átt  þess kost að ferðast um landið mitt,  en þarna fékk ég að sjá nokkra  fegurstu staði landsins, ásamt þeim  stórkostlegasta leik, sem Íslensk.náttúruöfl leika, - Heklugosið.

Kjartan Ó. Bjarnason á þakkir  skildar fyrir komuna og þá góðu  landkynningu, sem hann flytur  okkur-fáförulum mönnum - sem  bundnir erum við störf og skyldur  þann tíma ársins er náttúran skrýðist sínu fegursta.

Yfirleitt eru myndirnar ljómandi vel gerðar og teknar við hin  ólíklegustu tækifæri og oft erfið  skilyrði.

Það var vissulega ánægjuleg  kvöldstund.

Áhorfandi 

Mjölnir  19. maí 1948

Bæjarpósturinn

Siglufjarðarbíó byrjaði sýningar síðastliðinn sunnudag.

Eins og kunnugt er, hafa verkalýðsfélögin, Þróttur og Brynja,  rekið bíósýningar í Alþýðuhúsinu undanfarin sumur.

Þessi  rekstur hefur þó aðeins verið  að hálfu, af hendi félaganna en  að hálfu af nokkrum mönnum,  sem áttu sýningarvélarnar.

Nú  hefur Alþýðuhúsið keypt vélarnar, svo þróttur og Brynja  reka bíósýningarnar hér eftir að  öllu leyti ein.

Hefur blaðið fregnað, að vélarnar hafi fengist fyrir  mjög hagstætt verð.

Mjölnir  4. ágúst 1948

Bæjarpósturinn

Noregur í litum. Frú Guðrún  Brunborg hefur sýnt hér nokkrum sinnum kvikmyndina "Noregur í litum." Rennur allur  ágóði af sýningum hennar í  Stúdentasjóðina svokölluðu, en  þá stofnaði hún bæði hér og í  Noregi til minningar um stúdenta, sem féllu fyrir böðulshendi nasistanna.

Frú Guðrún  þykir jafnan góður gestur hér  og ætti fólk að launa henni  dugnaðinn og þakka henni fyrir  komuna með því að sækja sýningar hennar.

Mjölnir  11. ágúst 1948

Bæjarpósturinn

Nýja Bíó sýnir nk. sunnudag kl. 7 hina frægu dönsku  mynd "Þess bera menn sár.  Þetta er allt önnur mynd en sú.  sem sýnd var hér fyrir nokkrum  árum með sama nafni. Mynd  þessi fjallar um hjúskaparlífið,  hin ýmsu tilbrigði þess og vandamál.

Mjölnir 29. september 1948

Bæjarpósturinn

Góð kvikmynd. - Á morgun  verður byrjað að sýna myndina,  Góður gestur (The Tunnel) í  Siglufjarðarbíói. Leikur hinn  heimsfrægi negrasöngvari Paul  Robinson aðalhlutverkið í myndinni, sem gerist meðal kolanámumanna í Bretlandi. Er þessi  mynd með betri kvikmyndum,  sem sést hafa að undanförnu,  og á skilið að verða fjölsótt.