Mjölnir 8. júní 1944
Siglufjarðarbíó
Síðastliðin föstudagskvöld
var fyrsta sýningin í hinu nýja Siglufjarðarbíó. Var þangað boðið ýmsum
trúnaðarmönnum verkalýðsfélaganna, bæjarstjórn, fréttamönnum útvarps og
blaða og ýmsum fleiri.
Áður en sýning hófst
ávarpaði Þóroddur Guðmundsson gestina og skýrði þeim frá tildrögunum að
þessum kvikmyndahúsrekstri.
Það var á síðastliðnum vetri,
sem húsnefnd Alþýðuhússins ákvað að hefja kvikmyndasýningar í húsinu, og
var þá þegar hafist handa um breytingar á húsinu. Var salurinn stækkaður,
útbúinn eldtraustur klefi fyrir sýningarvélarnar og ýmislegt fleira Keypt
voru ágæt, stoppuð sæti í húsið.
Verkalýðsfélögin eða húsnefnd
Alþýðuhússins fyrir þeirra hönd, sjá að öllu leyti um rekstur
Siglufjarðarbíós, og hefur hún ráðið Þórhall Björnsson, sem undanfarið
hefur verið umsjónarmaður hússins, til þess að veita rekstri þessum
forstöðu Þarf ekki að efa, að það starf verði rækt með prýði.
Salur Alþýðuhússins er
hlýlegur og smekklegur og fer vel um sýningargestina. Kvikmyndatækin eru
ágæt og vakti það athygli, hve vel,
(1) þau skiluðu söngnum og hljóðfæraleiknum
í músík myndinni sem sýnd var.
Siglufjarðarbíó mun fá
flestar sínar myndir frá Tjarnarbíó í Reykjavík, en sem kunnugt er er það
Háskólinn, sem rekur það og er þar fremur vandað til vals á myndum en í
öðrum kvikmyndahúsum.
Það fer vel á því, að
verkalýðsfélögin hefjast handa um kvikmyndahúsrekstur, því að
kvikmyndirnar eru nú eitt af mikilvirkustu uppeldistækjum um, til góðs eða
ills eftir því hvernig þeim er beitt. Við treystum aðstandendum
Siglufjarðarbíós fyllilega til að fara með þetta tæki og þótt hendur séu bundnar
að nokkru, því að myndaval er takmarkað, þá er ekki að efa að sýnd verður
full viðleitni til að reka þetta sem menningartæki.
(1) Athygli er vakin á annarri umsögn,
hér, á tveim stöðum á sömu síðu. |