Bíó-Saga Siglufjarðar:
Bæjarpósturinn og M.Í.R auglýsingar
Úr Vikublaðinu
1953-1956
Mjölnir 11. nóvember 1953
Góð kvikmynd.
Um síðustu helgi var frumsynd hér kvikmyndin Sadko, rússnesk
ævintýramynd í litum, sem fræg hefur orðið um allan heim.
Ber að fagna því, þá sjaldan, að hér eru sýndar góðar
kvikmyndir, en megnið af þeim kvikmyndum, sem hér hafa verið syndar marga
undanfarna mánuði, hefur verið aumasta rusl. --
Barnasýningarnar á sunnudögum eru efni í alveg sérstakan
kapítula, og má vera að hann verði saminn og birtur hér fljótlega.
Það er mikið talað um afturförina í kvikmyndagerðinni í Ameríku
og henni kennt um það, hve lélegar flestar þær kvikmyndir eru, sem sýndar eru
hér og víðar. það mun vera rétt, að amerískar kvikmyndir séu nú lélegri en
nokkurn tíma áður, enda sýpur ameríski kvikmyndaiðnaðurinn nú af því seyðið.
Myndir hans ganga ekki út, (nema á Íslandi), framleiðslan hefur
dregist stórlega saman og mörg- kvikmyndafélög orðið gjaldþrota. En hitt er
aumasta vitleysa, að ekki sé hægt að sýna góðar myndir, þótt megnið af
amerískum kvikmyndum sé rusl.
Það er sem sé framleitt meira nú en nokkru sinni áður af góðum
kvikmyndum í heiminum, svo mikið, að það ætti að vera auðvelt að hafa eingöngu
góðar myndir til sýningar á öllum kvikmyndahúsum landsins allt árið um kring, og
oftast úrvals myndir.
Og það er eingöngu að kenna kæruleysi og vesaldómi þeirra, sem
sjá um kvikmyndainnflutninginn, að það er ekki gert.
Mjölnir 9. desember
Kvöldvaka MÍR.
MÍR-deildlin hér í bænum hélt kvöldvöku í Suðurgötu 10 s.l.
föstudagskvöld í tilefni af 36 ára afmæli rússnesku verkalýðsbyltingarinnar.
Voru þar sýndar kvikmyndir frá Sovétríkjunum og Jón Hj.
Gunnlaugsson hélt ræðu. MÍR mun innan skamms halda aðra kvöldvöku og sýna þá
kvikmyndir, sem deildin hefur nýlega fengið.
Mjölnir 9. desember 1953 (auglýsing)
MÍR
heldur kynningar og útbreiðslufund
í Suðurgötu 10,
fimmtudaginn 10. desember. kl. 9.
Kvikmynd: Austur-Þýskaland litmynd með ensku tali
Frásögn: Heimsókn á hvíldarheimili.
Aðgangur kr. 2,00.
Barnasýning Kvikmyndasýning fyrir börn félags-manna verður í
Suðurgötu 10, laugardaginn 12. des, kl. 5. Saga úr skóginum: Litmynd um
lif skógardýra.
Aðgangur kr. 2,00.
Mjölnir
18. mars 1954 (auglýsing)
MÍR - Rússneska stórmyndin - MÍR
Árið ógleymanlega
1919 verður sýnd í Suðurgötu 10 n.k. sunnudagskvöld kl. 9.
SIGLUFJARÐARDEILD
MÍR
Mjölnir 23. desember 1953
Spennandi kvikmynd.
MÍR hefur nú fengið hina frægu og eftirspurðu kvikmynd
OFURHUGARNIR, og verður hún að líkindum sýnd milli jóla og nýárs. Verður
sýningin áður auglýst á götunum. Myndin er í Agfa litum og með enskum texta.
Mjölnir
18. mars 1954 (frétt)
Rússneska stórmyndin:
Árið ógleymanlega 1919
Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu í dag, sýnir MÍR
á sunnudaginn nýja stórmyndi frá Ráðstjórnarríkjunum, er nefnist "Árið
ógleymanlega 1919."
Atburðir þeir, sem myndin sýnir, eru vörn innsiglingarinnar til
Pétursborgar, þegar bresk flotadeild sótti að og tilvera Ráðstjórnarlýðveldanna
var undir vörn innsiglingarinnar og þar með borgarinnar, komið.
Höfundur myndarinnar, Mikhail Chiaureli, sá hinn sami, er
stjórnaði töku myndarinnar "Fall Berlínar", segir að verkefnið hafi verið að
gera sanna, sögulega og nákvæma mynd af þessum þýðingarmiklu atburðum.
Efni myndarinnar eða atburða verður annars ekki rakið hér frekar,
en óhætt er að fullyrða, að þessi mynd er í tölu þeirra mynda, er bestar hafa
verið sýndar hérlendis.
Meðal sögulegra persóna, er sjást í myndinni, eru Leníu, Stalín,
Churchill, Clemanceau, Wilson, Lloyd George og margir fleiri.
Mjölnir
1. apríl 1954
Kvikmyndir.
Í vikunni sem leið var sýnd hér kvikmyndin "Árið
ógleymanlega 1919 á vegum félagsins MÍR.
Þetta er mjög stórbrotin mynd, byggð á sögulegum atburðum og
afbragðs vel leikin.
Bæjarpósturinn vill eindregið hvetja fólk til að sjá þessa
mynd, en hún verður sennilega sýnd aftur einhvern næstu daga.
Nýja Bíó sýndi nú í vikunni Synduga konan. Er það þýsk mynd og
hefur hún hlotið mikið lof hvarvetna, þar sem hún hefur verið sýnd og reyndar
líka mikla andúð, því sumum trúarflokkum hefur þótt hún ráðast gegn ýmsum
siðgæðahugmyndum sínum.
Óneitanlega er myndin allfrábrugðin þeim myndum, sem fólk á hér
að venjast, amerísku glæpa-, kúrekafíflalátamyndunum, sem ekkert innhald hafa,
nema þá kannski morð og gangster mennsku.
Hingað koma svo að segja aldrei þær fáu amerísku sem
viðurkenningu hafa hlotið og hending ef evrópskar myndir sjást hér.
M.a.o., hvenær fáum við að sjá Sviðljós Chaplins hér, eða
Sumardansinn þeirra Svíanna eða Lokaðir gluggar, eða Tópaz hinn franska, eða
óperumyndina Ítölsku Ástardrykkurinn, eða amerísku verðlaunamyndina 12 á hádegi.
Og þannig mætti lengi telja. Það væri eflaust mjög vel þegið af
bæjarbúum, ef forráðamenn Nýja Bíós leggðu meiri áherslu á útvegun góðra mynda
hingað en nú er gert, enda verður að gera þá kröfu til þessa eina kvikmyndahúss
bæjarins, að það sýni örlitla menningarviðleitni í starfsemi sinni, en taki
ekki hvaða rusl, sem býðst til sýningar.
Mjölnir
1. apríl 1955 Bæjarpósturinn
Frá starfsemi MÍR.
Siglufjarðardeild MÍR minntist 5 ára afmælis félagsins með fundi
þann 24. mars s.l.
Flutt var ávarp um 5 ára starfið og síðan sýnd kvikmyndin Taras
Sévtsénkó.
Fundurinn var vel sóttur.S.1. þriðjudagskvöld hélt MÍR annan
fund og bauð iðnaðarmönnum bæjarins á hann..
Var þar flutt erindi Ebergs Elefsen um iðnfræðslu í
Sovétríkjunum og sýnd kvikmyndin Iðnskólanemar.
Einnig sá fundur var sæmilega vel sóttur
Mjölnir 10. október 1956 (auglýsing)
KVIKMYNDASÝNING
Þriðjudaginn 16. október kl. 9 e.h. verða sýndar tvær kvikmyndir
vegum MÍR í Nýja Bíó.
Söngvar átthaganna. - Er þetta dans og söngvamynd, þar sem
frægir dansflokkar sýna þjóðdansa hinna ýmsu Ráðstjórnarlýðvelda, ásamt kórum
og hljómsveitum, er flytja þjóðlög.
Íslandskvikmynd, gerð af rússneskum kvikmyndatökumanni, sem
ferðaðist um landið sumaríð 1955. Myndirnar eru báðar AGFA litmynd.
AÐGÖNGUMIÐAR VIÐ INNGANGINN
MÍR
Mjölnir
10. október 1956 (frétt)
Fallegar kvikmyndir.
Siglufjarðardeild MÍR gengst fyrir kvikmyndasýningu n.k.
þriðjudag í Nýja Bíói. Verða þar sýndar tvær mjög fallegar myndir, önnur, sem
sýnir okkur þjóðdansa og þá um 1eið hina litfögru og sérkennilegu þjóðbúninga
hinna ýmsu þjóflokka, sem byggja Ráðstjórnarríkin.
Einnig eru leikin og sungin þjóðlög. Er þetta ákaflega falleg
mynd, auk þess sem listafólkið, sem sýnir, er af betra taginu.
Hin myndin er frá Íslandi og sýnir okkur hvað hinum erlenda
myndatökumanni hefur þótt athyglisverðast við land og þjóð. Því miður er myndin
ekki með íslensku tali, enda er hún gerð fyrst og fremst með það fyrir augum
að vera til sýningar fyrir rússneska áhorfendur og til kynningar Íslandi þar
eystra.
Í myndinni er þáttur frá Siglufirði, síldarsöltun á plani KFS og
sjást þar nokkrir Siglfirðingar, t.d. Páll Ásgrímsson, Jón Kristjánsson og Anna
Sigmundsdóttir, Geirlaug Egilsdóttir, Hilmar Steinólfsson og fleiri. Þá er
farið í veiðiferð með m.b. Svan og síldveiðar sýndar.
Þó mynd þessi sé í styttra lagi, sýnir hún marga fegurstu staði
landsins og einnig ágætar myndir frá Reykjavík og Akureyri.
Þar sem myndin verður ekki sýnd aftur hér, er fólki ráðlagt að
nota þetta tækifæri.