Bíó auglýsingar | Grein um bíórekstur | Nýja Bíó,útib.Ólafsfirði | Frumvarp um bíórekstur | Bíómynda fréttir | Kuldi í Nýja Bíó | Nýtt kvikmyndahús | Siglufjarðarbíó | Kvikmyndakynning | Börnin og bíó | Kvöld í bíó ! | Bæjarpósturinn og bíó | Bíó umfjöllun | Til skammar | Bæjarpósturinn | Kjartan Ó Bjarnason | Björgunarafrekið | Slæm umsögn | M.Í.R. ofl. | Nýja Bíó lagfært | MÍR og bíó | Bíó-fréttir

>>>>>>>>>>> Nýtt kvikmyndahús

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bíó-Saga Siglufjarðar:  Nýtt kvikmyndahús

Úr Vikublaðinu

1. mars 1944

 

Nýtt kvikmyndahús.

Hússtjórn Alþýðuhússins hefur ákveðið að hefja  kvikmyndasýningar í húsinu, og hefur fengið leyfi bæjarstjórnar til þessa reksturs.

 

Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag var rætt um umsókn formanna verkalýðsfélaganna um  leyfi til bíóreksturs í Alþýðuhúsinu. Út af þessu máli sneri  Mjölnir sér til Gunnars Jóhanns  sonar, formanns Þróttar og  spurðist nánar fyrir um þetta  mál.

 

- Svo þið eruð að hugsa um  að breyta Alþýðuhúsinu í kvikmyndahús ?

 

- Já, við getum nú náð í fullkomnar (1) nýtísku vélar í húsið  og höfum ákveðið að hefja þar  kvikmyndasýningar. Bæjarstjórn hefur nú veitt leyfi til  þessa. .

 

-   Hvernig voru undirtektir  bæjarfulltrúanna undir þetta? 

 

- Um það mætti að vísu margt segja, en þó eru aðalatriðin þessi : Málið var rætt á tveim fundum. Á fyrri fundinum kom það reyndar fram, að 5 bæjarfulltrúar, Sósíalistaflokksins, Alþýðuflokksins og  D-listans voru því fylgjandi, en  vegna ákveðinnar andstöðu Framsóknar- og Sjálfstæðismanna  var málinu þó frestað.

Andstaða  þessara fulltrúa mæltist ákaflega illa fyrir í bænum, einkum  meðal meðlima verkalýðsfélaganna og höfðu því þessir fjórir  snúist til fylgis við málið, þegar  á seinni fundinn kom og var  leyfið samþykkt þar með öllum  atkvæðum.

 

- Með hvaða skilyrðum var  leyfið veitt?

 

- Í fyrsta lagi fellur leyfið  niður ef bærinn tekur að sér kvikmyndahúsrekstur. Í öðru lagi  greiði Alþýðuhúsið af þessum  rekstri skatta og skyldur eins  og hliðstæður rekstur hér í bænum greiðir, þar með talið  sætagjald, ef það verður lagt á. Í þriðja lagi fellur leyfið úr  gildi, verði það eigi notað næstu  þrjú ár.

 

- Hvenær verður hafist  handa um undirbúning að þessum rekstri ?

 

- Nú þegar hefur verið hafist handa. Jóhann Jóhannesson  rafvirki er farinn til Reykjavíkur til að taka á móti vélunum og sjá um flutning á  þeim norður. Einnig hefur verið  byrjað á breytingum þeim, sem  gera þarf á húsinu.

 

- Hvaða sambönd mun þetta  nýja bíó aðallega hafa um útvegun mynda?

 

Það mun fá einkaleyfi til að sýna myndir frá Tjarnarbíó  í Reykjavík hér á Siglufirði,  Hafa eigendur hússins fullan  hug á, að vanda svo til myndavals sem frekast verður kostur

Mjölnir óskar .verkalýðsfélögunum til hamingju með þessar fyrirætlanir sínar og vonar  að þær verði bæði félögunum og  almenningi til heilla.

 

(1)  Athygli er vakin á annarri umsögn,  hér,  á tveim stöðum á sömu síðu.