1917 | 1918 | 1919 | 1920 | 1921 | 1922 | 1923 | 1924 | 1925 | 1926 | 1927 | 1928 | 1929 | 1930 | 1931 | 1932 | 1933 | 1934 | 1935 | 1936 | 1937 | 1938 | 1939 | 1940 | 1941 | 1942 | 1943 | 1944 | 1945 | 1946 | 1947 | 1948 | 1949 | 1950

>>>>>>>>>>> 1918

 

Til forsíðu
Til baka
Framtíðin !




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjöl & lýsis-Saga

Fram, 3. ágúst 1918

Enska síldin.

Hitinn er afskaplegur. Tuttugu og tvö stig í forsælu. Enginn blær berst, sem gæti svalað og létt. Þess mun þó ekki lengi að bíða að hafgolan hrein og fjörgandi leiki um líkamann, þá léttist hitabyrðin og verkin ganga hraðar.

 

En því miður er það fleira en hitinn sem hafgolan þarf að vinna bug á hér í Siglufirði. Loftið er þrungið af ódaun og fýlu er leggur af síld Englendinga, þeirri er liggur hér alstaðar umhverfis, jafnvel fast upp að húsdyrum sumstaðar.

 

Ódaunn þessi eitrar loftið svo mjög að mönnum verður þungt um andardrátt, má gera sér í hugarlund hversu heilsusamlegt er  að anda að sér slíku ólyfjan, og er hrapalegt til þess að vita að vera neyddur til að þola þá spillingu er líkaminn hlýtur að verða fyrir, af áhrifum þessa eiturs.

 

Ég segi neyddur, það er ég og margir, en líklega ekki allir, því þeir sem hlaða síldinni hringinn í kring um hús sín, eru líklega frekar glaðir yfir henni, og yfir því að geta hirt aurana er þeir fá í grunnleigu. Það er annars nokkuð einkennilegt, að vera að hafa hér heilbrigðisnefnd, er á að hafa nákvæmt eftirlit með ýmsu, en sem annaðhvort gjörsamlega vanrækir að gjöra skyldu sína eða er valdlaus þegar mest liggur á.

 

Síðan síldarbræðsluverksmiðjurnar komu hér upp hafa ýmsir kvartað undan ólofti frá þeim, og heilbrigðisnefnd hefir stundum áminnt um óþrifnað við þær,  en þeir sömu sem einmitt hafa látið í ljósi við mig óánægju sína yfir lyktinni frá  verksmiðjunum hlaða nú hvað mest að húsum sínum, og lyktin og óþrifnaðurinn  frá verksmiðjunum kemst ekki í hálfkvisti við það af síldinni, má minna á úldnu leðjuna sem barst um göturnar í vor úr forarþollunum þar sem síldin lá.

 

Haldist sá hiti sem nú er lengi sumars, má búast við að hér komi upp pest, stafandi af rotnun síldarinnar og ef svo æri að hreppsnefnd og heilbrigðisnefnd gætu gert eitthvað til þess að síldin lægi ekki hér og úldnaði, þá ber þeim að láta koma til bráðra framkvæmda.

Hannes Jónasson.

Fram, 19. október 1918

 

Sören. Goos

hefir fengið leyfi hreppsnefndar til þess að mega reisa síldarbræðsluverksmiðju á lóð sinni í Hvanneyrarkrók. Óvíst mun þó vera að hún verði byggð fyrst um sinn.