Þeir, sem ætla sér að kaupa síldarmjöl til vetrarins, ættu að tryggja sér það NÚ ÞEGAR, vegna þess: 1. að í sumar verður framleiðslan ekki meiri en um 1000 pokar vegna hins háa verðs á kolum og salti. 2. nú eru skipaferðir betri og hentugri en búast má við að verði síðar.
Verðið á mínu ágæta gufupakkaða síldarmjöli, sem ég ábyrgist að sé heilnæm, hrein og góð vara er kr. 24,00 fyrir 1/2 poka hvern 50 kíló flutt frítt í skip á höfninni. Borgun sé samfara afhendingu. þeir sem ætla að kaupa síldarmjöl, er það sjálfum fyrir bestu, að senda pantanir sínar STRAX, skriflaga eða símleiðis, því verð á síldarmjöli pöntuðu eftir 10. ágúst verður kr 30,00 1/2 pokar 50 kg. hver.
SÖREN COOS.
Símnefni: Goos Siglufirði.
Fram, 31. júlí 1917
Hreppsnefndin,
hélt fund í gærkvöld. Var aðal umræðuefnið bæjarréttindin. Var öll hreppsnefndin einhuga um að málið mætti ekki stranda á samþykki sýslunefndar, heldur yrði að krefjast aukafundar, og það sem allra fyrst.
Umsókn H. Söbstaðs um að fá áfram afl frá rafstöðinni til verksmiðju sinnar var frestað. - Samþykkt að skrifa þeim Júlíus Havsten og Jakob Björnssyni áminningarbréf, um að vera hér sinn lögákveðna tíma allan, en ekki aðeins með annan fótinn eins og þeir virðast hafa gjört, eða að minnsta kosti Jakob. - Þá var rætt um kol og saltleysi og ýmis fleiri dýrtíðarvandræði.
Fram, 30. nóvember 1917
SÍLDARKÖKUR
Þurrkaðar og óþurrkaðar fást í verksmiðju S. Goos. Sömuleiðis fæst ennþá SÍLDARMJÖLIÐ ágæta, sem allir lofa er hafa notað. Um síldarkökurnar hafa tveir ágætir fjármenn gefið eftirfylgjandi vottorð:
Við undirritaðir, sem reynt höfum síldarkökur frá S. Goos, til fóðurs handa kúm og kindum, getum lýst yfir því, að skepnurnar eta kökurnar vel og verður gott af þeim.
Að svo stöddu getum við ekki dæmt að fullu um fóðurgildi þeirra, þó álítum við að þær standi ekki að baki síldarmjöli.