Stjórn ríkisverksmiðjunnar hafa þessir verið tilnefndir:
Guðmundur Skarphéðinsson af hálfu Siglufjarðarbæjar, Þormóður Eyjólfsson af hálfu Einkasölunnar og að sögn Sveinn Benediktsson af hálfu landstjórnarinnar. Framkvæmdarstjóri mun óráðinn ennþá.
Frétt úr Siglfirðing, 22 febrúar 1930
Síldarbræðsla á sjó. "Norges Handels- og Sjöfartstidende" frá .6. jan. s.l. segja frá fljótandi síldarmjöls og síldarolíuverkasmiðju, sem A.s. Norsk Si1deindustri Oslo hefir látið byggja og er nú um það bil að vera fullgert.
Skip þetta eða verksmiðja heitir "Norskehavet", það getur unnið 4000 hl, síldar á dag, hefir geymslu fyrir 60 þúsund hl. af óunninni síld, 6 þúsund föt af olíu og 20 þúsund, sekki af síldarmjöli.
Það getur afgreitt 6 skip á sama tíma og á furðu skömm tíma. Verksmiðjan kostar um eina milljón krónur (norskar).
Segir blaðið að þetta verði fremsta nýtísku verksmiðja heimsins. Verksmiðja þessi starfar auðvitað við Noreg yfir síldartímann þar og er sérlega hentug til þess að fylgja eftir síldargöngum, því veiði er við Noreg á ýmsum stöðum eftir tíma.
En eftir því sem blaðinu segist frá, er þó verkefni, hennar fyrst af öllu það Að fylgja veiðiflota Norðmanna til Íslands
Frétt úr Siglfirðing, 15 mars 1930
Fyrir utan "Norskehavet" sem áður hefir verið skýrt frá að Norðmenn ætli að hafa hér við land i sumar til síldarbræðslu, ætla þeir að hafa 3 önnur skip í sama tilgangi.
Heitir eitt þeirra "Grosholm" og er 8 þúsund smálestir að stærð. Það er hvortveggja í senn síldarbræðsla og hvalveiðastöð og eiga 2 hvalveiðaskip að fylgja því.
Auglýsing úr Siglfirðing, 10 maí 1930
Tilkynning um síldarloforð til Síldaverksmiðju Ríkisins á Siglufirði Þeir, sem vilja lofa síld til vinnslu í Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði á þessu sumri, skulu innan 20. maí n. k, hafa sent stjórn verksmiðjunnar símleiðis eða skriflega tilkynninguna um það
Útgerðarmaður skal tilkynna hvaða skip hann ætlar að nota til veiðanna, eins hvort hann vill skuldbinda sig til þess að afhenda verksmiðjunni alla bræðslusíldarveiði skips síns eða skipa, eða aðeins hluta veiðinnar.
Þau skip, sem afhenda verksmiðjunni alla veiði - sína eða alla bræðslusíldarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipum um samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að athenda hluta af bræðslusíldarveiðinni eða hafa enga samninga gert fyrirfram.
Verði meira framboð á síld en verksmiðjustjórnin telur sýnilegt að verksmiðjan geti unnið úr, hefur stjórnin óbundnar hendur til að ákveða af hve mörgum skipum verksmiðjan taki síld til vinnslu.
Ef um framboð á síld til vinnslu er að ræða frá öðrum eigendum veiðiskips, skal sá sem býður síldina, láta skilríki fylgja fyrir því, að hann hafi umráðarétt á skipinu yfir síldveiðitímann.
Verksmiðjustjórnin tilkynnir fyrir 10. júní nk., þeim sem boðið hafa fram síld til vinnslu í verksmiðjuna, hvort hægt verði að veita síldinni móttöku og skulu þá allir þeir, sem lofað hafa síld til verksmiðjunnar og stjórnin hefir ákveðið að taka síld af, hafa innan 15. s. m., gert samning við verksmiðjustjórnina um afhendingu síldarinnar.
Að öðum kosti er verksmiðjunni ekki skylt að taka á móti lofaðri síld.
Siglufirði 30. apríl 1930.
Stjórn Síldarverksmiðja Ríkisins: Þormóður Eyjólfsson, Guðmundur Skarphéðinsson, Sveinn Benediktsson
(Þessi auglýsing kom einnig í Siglfirðing, óbreitt árið 1931- 1936 a.m.k., auk einnig í fleiri blöðum, ekki þó alltaf með sömu undirskriftum.)
Frétt úr Siglfirðing, 5 júlí 1930
Síld hefir veiðst í snurpunót síðari hluta vikunnar. Fékk "Björninn" frá Akureyri fyrstu síldina, rúmar 100 tunnur, og var hún seld á 50 kr. tunnan.
Síðan hafa fleiri skip fengið síld, alt uppí 400 tunnur Hefir eitthvað af síldinni þegar verið selt til bræðslu.
Frétt úr Siglfirðing, 19 júlí 1930
Ríkisverksmiðjan mun nú vera í þann veginn að taka til starfa, var tekið á móti fyrstu síldinni í nótt.
Er það nokkru síðar en þurft hefði að vera og búist var við
Frétt úr Siglfirðing, 26. júlí 1930
Síldveiðin.Í gær var - síldarafli þeirra skipa sem leggja upp á siglufirði, orðinn sem hér segir, bræðslusíld talin í málum en saltsíld í tunnur. Nokkur skip, sem lítinn afla hafa ertu ekki talin með.
Í salt.
Í bræðslu.
Ármann, Rvík
246
1333
Ásbjörn, Ísaf.
384
993
Atli. Norófirði
301
987
Auðbjörn Ísaf.
485
777
Bára. Akureyri
612
36V
Bjarki, Rvík
314
1058
Bjarnarey, Vestr.
326
348
Björgvin, Akranesi
862
760
Björninn, Akureyri
604
1797
Brís, Ak.
867
Brödrene. Sigluf.
232
1349
Draupnir, Rvík
217
Elín, Ísafirói
269
547
Eyjan, Hafnarf.
1053
1450
Erna, Akureyri
678
815
Fáfnir, Rvík
995
1198
Fjölnir, Rvík
917
528
Freyja, Ísafirði
406
396
Fróði, Rvík
730
Gestur, Akureyri
394
Grettir, Akureyri
669
236
Grímsey Hfn.
876
Gunnbjörn, Ísaf.
428
1143
Heimaey, Ve.
536
286
Herjólfur, Ve.
286
Hermóður, Akranesi
868
139a
Hilmir, Ve.
586
587
Hrefna, Akranesi
721
504
Hrönn, Akureyri
398
624
Hænir, Rvík
393
804
Höskuldur, Ak.
755
1395
Iho, Rvík
l32
110
Ísbjörn, Ísaf.
333
1834
Jakob, Ak.
243
936
Kári, Isaf.
709
401
Kj. Olafsson, Akr.
454
797
Kalbeinn ungi Ak.
841
983
Kristján, Ak.
441
Málmey, Hfnf.
594
309
Minnie, Ak.
805
1 817
Namdal. Rvik
267
433
Nonni, Ak.
227-
18.37
Noreg, Ak.
1198
Ólafur Bj., Akr.
703
2005
Óskar, aVe
846
1226
Papey. Hfn.
1004
734
Percy, Ísaf.
421
234
Pétursey, Rvík
532
1257
Pétursey- Hfn.
532
507
Regi nn, Ak.
911
Rifsnes. Rvik
614
716
Sigríður, --
849
Sindri, Siglf.
541
466
Sjöstjarnan Ak.
553
Snorri, Sigluf. .
592
350
Stella, Norðf.
294
728
Súlan, Ak.
279
Svalan Bolv.
841
831
Sæbjörn, Isaf.
741
976
Sæfari, Ve.
318
459
Sæfari- Eskif.
806
1088
Valbjörn Ísaf.
833
748
Valur, Ak.
66 1
376
Venus, Ve.
587
493
Vigri, Ísaf.
262
467
Vébjörn. Isaf.
221
Vonin, Ak.
349
Þormóður Akr.
661
1211
Ölver, Rvík
577
122
Örninn, Ak.
473
203
Samtals er búið krydda og salta 36 þúsund tunnur, og setja í bræðslu 55 þúsund mál.
Frétt úr Siglfirðing, 30 ágúst 1930
Bæjarfréttir,
Ríkisverksmiðjan verður vígð föstudaginn 5. n. m. Hefst vígslan með útisamkomu við verksmiðjuna kl. 2 og fer þá fram afhending verksmiðjunnar frá hendi stjórnarinnar.
Er þess vænst að bæjarbúar fjölmenni við athöfn þessa.
Búast má við að einn eða tveir af ráðherrunum verði viðstaddir. -
Klukkan 5, e. m. hefst svo samsæti í Bíó fyrir starfsmenn verksmiðjunnar og ýmsa boðsgesti.
Frétt úr Siglfirðing, 30 ágúst 1930
Síldveiðin hefir gengið illa þessa viku og eru mörg skip þegar hætt. Má búast við að veiðin sé þegar á enda nema þá að einhverju leyti í reknet.
Frétt úr Siglfirðing, 4 október 1930
Síldveiðin 1930.
Á þessu ári hefir síldveiðin orðið nokkru meiri en í fyrra. Þá var veiðin um 133 þúsund tunnur, en nú um 185 þúsund tunnur.
Í ár skiptist síldarverkunin þannig á milli söltunarstaðanna:
Söltunarstaðir
Saltsíld
Sérverkuð síld
Akureyri
Jötunheimar
Svalbarseyri
Hrísey
Siglufjörður
Ísafjörður
Seyðisfjörður
Norðfjöður
Reyðarfjörður
Eskifjörður
Fáskrúðsfjörður
Samtals:
25,479 tunnur
8,255 tunnur
8,314 tunnur
5,903 tunnur
65,665 tunnur
4,179 tunnur
2,266 tunnur
1,171 tunnur
2,512 tunnur
3,249 tunnur
830 tunnur
126,652 tunnur
9.888 tunnur
744 tunnur
5,716 tunnur
40,251 tunnur
21 tunnur
1,651 tunnur
58.942 tunnur
Auk þessa hafa 607 tunnur af millisíld verið saltaðar á Austfjörðum.
Meðalverð á nýrri síld í fyrra varð kr. 13,60 fyrir hverja tunnu, þá varð sölukostnaður Einkasölunnar kr. 1,62 á tunnu.
Nú er búist við að kostnaður Einkasölunnar verði eitthvað lægri á tunnu, af því fleiri tunnur verða seldar. En þó er ekki gert ráð fyrir að meðalverð síldarinnar verði meira en 9-10 krónur.
Ástæðan fyrir þessu miklu lægra verði, er þó ekki sú að gangverð síldarinnar erlendis haft verið svo mikið lægra, heldur mun ástæðan aðallega vera salan til Rússlands, sem lækkar meðalverðið svona afskaplega.
Hefði engin síld veri seld til Rússlands, má búast við að meðal síldarverð í ár hefði verið hærra en í fyrra, eða 14-15 kr. tunnan.
Af bræðslusíld veiddist í fyrra 515,934 hl. en í ár 526,804 hektólítrar
Skiptist sú veiði þannig niður milli verksmiðjanna:
Sólbakkaverksmiðjan
89,841 hl.
Hesteyrarverksmiðjan
88,665 hl.
Krossanesverksmiðjan
100,500 hl.
Ríkisverksmiðjan
99,900 hl.
Sören Goos
66,249 hl.
Dr. Paul
70,686 hl.
Raufarhafnarverksmiðjan
10,965 hl.
Verð á bræðslusíld var nokkru lægra en í fyrra, en upp á móti því jafnast að nokkru, að nú voru málin reiknuð á 135 kg. hvert, en í fyrra á 150 kg.
Auk þessarar síldveiði hafa allmörg þúsund tunnur verið frystar til beitu, en um þá síldveiði eru engar skýrslur fyrirliggjandi.