1917 | 1918 | 1919 | 1920 | 1921 | 1922 | 1923 | 1924 | 1925 | 1926 | 1927 | 1928 | 1929 | 1930 | 1931 | 1932 | 1933 | 1934 | 1935 | 1936 | 1937 | 1938 | 1939 | 1940 | 1941 | 1942 | 1943 | 1944 | 1945 | 1946 | 1947 | 1948 | 1949 | 1950

>>>>>>>>>>> 1931

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjöl & lýsis-Saga

Ýmsar fréttir

Frétt í Siglfirðing, 11 apríl 1931

Ríkisverksmiðjan.

Hefir hún tapað 800,000 kr,?

"Haugasunds Avis" skýrir frá því nýlega að hinn danski Andreas Codtfredsen, er Siglfirðingar þekkja að  nokkru, haft verið í Noregi að kaupa síldartunnur.

Það, að Godtfredsen kemur til Noregs, er eigi í frásögur færandi út af fyrir sig, en ýmislegt af því, sem hann lætur blöð þar hafa eftir sér um Ísland og Íslensk atvinnufyrirtæki, er þannig, að ekki er hægt að ganga þegjandi framhjá því.

Meðal annars sem þessi margfróði maður um málefni vor Íslendinga fullyrðir, er það, að Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði hafi tapað 800 þúsund krónum á fyrsta starfsári sínu.

Þessi fullyrðing er að sjálfsögðu tekin úr lausu lofti, því ekki er það kunnugt að reikningar verksmiðjunnar hafi verið birtir ennþá. það er að vísu ekki ósennilegt, að öllum ástæðum athuguðum, að Þessi verksmiðja sem aðrar hafi tapað einhverju, en hið mesta tap, sem kunnugt er að ein verksmiðja hafi haft, er kringum 200 þúsund krónur, og er þá nokkuð langt stökk upp í þá upphæð fjórfalda.

En þar eð verksmiðjan hefir nú selt svo að segja alla sína framleiðslu, ætti ekki að líða á löngu að hún birti rekstursreikning sinn, þó ekki væri til annars en að hrekja sögur eins og þær, sem Godtfredsen er að slá um sig með í öðrum löndum, auk þess sem útgerðarmenn þeir og sjómenn, sem lagt hafa verksmiðjunni til síld, eiga að sjálfsögðu fullan rétt á að fá skilagrein fyrir rekstrinum.

Það er því vonandi, að stjórn verksmiðjunnar láti  ekki lengi dragast að birta rekstursreikning sinn mun þá koma í dags ljósið hvort Godtfredsen hefir haft meiri ást á sannleikanum í þetta sinn, en oft endranær.

Auglýsing í Siglfirðing, 13 maí 1931

Kaupum alt árið með hæsta gangverði þorskhausa, hryggi og úrgangsfisk. Greiðsla við móttöku.

 Síldarverksmiðja Dr. Paul.

Auglýsing í Siglfirðing, 13 maí 1931

Kaupum hæsta verði, þurra og blauta þorskhausa og hryggi, alt árið.

Sören Goos.

Frétt í Siglfirðing, 6 júní 1931

Síldveiðin.

Stöðvast hún alveg?

Útvarpið færi okkur þær fregn­ir eigi alls fyrir löngu, að síldarbræðsluverksmiðjur Dr. Paul og S.Goos hér í bænum, mundu ekki verða starfræktar í sumar, og verksmiðjan í Krossanesi að mjög litlu leyti.

 

Um rekstur ríkisverksmiðjunnar var það sagt, að óvíst væri um það, að hve miklu leyti hún yrði starfrækt.

 

Stjórn hennar hefir komist að þeirri niðurstöðu, að ekki sé hægt að greiða meira en 3 kr. fyrir síldarmálið í mesta lagi.

 

Og eftir lögum verksmiðjunnar um 70 prc. útborgun áætlaðs afurðaverðs, yrði þá útborgun 2,10 á hvert mál síldar.

 

Hvort nokkurn tíma fæst meira, er að sjálfsögðu komið undir sölu afurðanna og reksturskostnaði. Hér er um alvarleg tíðindi að ræða.

 

Að vísu hafði áður heyrst, að óvíst væri um starfrækslu hjá Dr. Paul, en menn höfðu almennt vonað, að fram úr því mundi rætast.

 

Nú virðist sú von vera horfin með öllu. Þá er ríkisverksmiðjan, þessi bjargvættur útgerðarinnar. Hvað gerir hún? Hjálpar hún þegar mest á ríður?

 

Ef hún ekki gerir það, þá er til lítils barist. Þegar allir vilja kaupa bræðslusíld og borga vel fyrir, þá er hennar engin þörf. þegar kaupendum fækkar, þá fyrst reynir á gagnsemi hennar.

 

Og þá kemur hjálpræðið. Tvær krónur og tíu aura geta sjómenn fengið fyrir málið. Meira ekki, nema ef reksturskostnaður fer ekki fram úr áætlun og ef afurðaverðið fellur ekki meir. En hverjir geta veitt síld fyrir þetta verð? því er fljótsvarað.

 

Ef nokkur síldveiði á að verða, þá verður annaðhvort verð hennar að hækka, eða vinnu launin að lækka. -

 

Framsóknarstjórnin hefir unnið að þessum aðstæðum með óviturlegum ráðstöfunum. Hún hefir valdið verðfalli afurðanna að mestu leyti, og stuðlað að hækkun kaupgjalds. Hvorugt er hún fær um aðlaga aftur.

 

Afleiðingin verður því sú, að atvinnuvegirnir stöðvast, atvinnuleysið eykst og afkoma þjóðarinnar fer versnandi með ári hverju.

 

Munum þetta 12. júní.

Frétt í Siglfirðing, 18. júlí 1931

Síldveiðin

Klukkan 12 í gærkveldi var búið að salta hér á Siglufirði 8.901 tunnur, krydda og sérverka 3.412 tunnur og leggja upp í Ríkisverksmiðjunni um 23.000 mál