Ríkið hefir nú keypt síldarbræðsluverksmiðjuna á Raufarhöfn af firmanu Fdr. Gundersen í Bergen.
Kaupverð er 60 þúsundir krónur og ber seljanda að skila verksmiðjunni í rekstrarhæfu standi, svo hún geti unnið úr 800 síldarmálum á sólarhring.
Talið er að verðið sé viðunarlegt, enda þótt búist sé við, að miklu þurfi til að kosta, til þess að verksmiðjan verði starfhæf til frambúðar.
Siglfirðingur, 1.júní 1935
Ríkisverksmiðjurnar hafa nú auglýst móttöku síldar 20. þ. m. Munu nokkur síldarskip nú þegar vera farin að útbúa sig til veiða.
Verður bráðlega byrjað á að dýpka við sumar verksmiðjubryggjurnar þar sem togurum og stærri síldarskipum verða ætlaðir löndunarstaðir.
Siglfirðingur, 29. júní 1935
Síldveiðin gengur nú vel og eru mörg skipin þegar búin að fá mikla veiði á svona stuttum tíma. Mikil síld er þegar kominn í þrær verksmiðjanna og hófst bræðsla á fimmtudagskvöld.
Síldin er stór og tiltölulega feit um þennan tíma. Mikil áta er sögð í sjónum. Mestöll síldin veiðist frá Siglufirði til Skaga.
Allmargt skipa er enn ófarið á veiðar
Siglfirðingur 6. júlí 1935
Síldveiðin.
Næst síðustu viku mátti kalla að allgóð veiði væri og veður hagstætt til síldveiða. En nú síðustu daga hefir brugðið til norðaustanáttar með köldum vindstrekkingi og lítið sést til síldar.
Á fimmtudagskvöld höfðu verksmiðjurnar hér fengið rúm 53.000 mál í þrær.
Nýja verksmiðjan um 17 þúsund, eldri verksmiðjan um 20 og Pálsverksmiðjan rúm 15.
Höskuldur
2507
Erna
1073
Freyja
1107
Vísir
251
Huginn I.
993
Huginn II.
1445
Huginn III
430
Haraldur
535
Brúni
137
Bjarki
349
Garðar
209
Draupnir
157
Aftur á móti hafa hinar, ríkisbræðslurnar, á Raufarhöfn og Sólbakka mjög litla síld fengið.
Raufarhöfn um 3.000 mál og hin eitthvað meira, enda hefir síldveiðin verið því nær eingöngu frá Siglufirði til Skaga.
Fitumagn síldarinnar hefir nú verið mælt og reyndist 16,5 prc.
Reyndar hefir ekki enn farið fram nema ein rannsókn, en líklegt er, að fitumagnið sé að meðaltali mjög nálægt þessu. Síldin er talsvert átumikil.
Veiði skipanna fram á föstudagskvöld er þessi, talin í málum:
Skipin hér til hliðar hafa lagt upp í Gránu og Rauðuverksmiðjurnar
Í Ríkisverksmiðjurnar SR þessi: skip lagt upp:
Alden
1544
Atli
341
Ármann Rvk
1304
Ármann Bíldudal
833
Árni Arnason
666
Bára
406
Birkir
867
Bjarnarey
525
Björn
712
Eldborg
350
Fjölnir
1141
Fróði
1417
Geir Goði
298
Geysir
541
Grótta
1185
Hafaldan
232
Hilmir
1289
Hrefna
416
Hrönn
1226
Hvítingur
120
Huginn
1408
Jakob
482
Kári
411
Kjartan Ólalsson
627
Kolbeinn ungi
567
Kolbrún
238
Málmey
1151
Minnie
'273
Már
1510
Nanna
1425
Olav
467
Ólafur Bjarnason
1764
Pétursey
1562
Rifsnes
744
Sigríður
1262
Sindri
332
Sjöfn
821
Skagfirðingur
689
Sleipnir
132
Snorri
105
Stella
702
Súlan
810
Svanur
,211
Sæborg
709
Sæhrímnir
1507
Valur
73
Venus
978
Þorgeir goði
Þór
251
1289
Þorsteinn
506
Þór
1694
Þórir
98
Örn
1196
Gunnbjörn
1458
Ísbjörn
1222
Valbjörn
1097
Vébjörn
1934
Ásbjörn
1763
Auðbjörn
1230
Sæbjörn
848
Siglfirðingur, 13. júlí 1935
Síldveiðin.
Hér skal talin veiði skipanna og miðast þá við það er bókfært hafði verið á skrifslofum verksmiðjanna á föstudagskvöld.
En þá lágu hér og biðu afferminga milli 20 og 30 skip. Hjá Ríkisverksmiðjunum var veiðin þessi:
Hjá Hjaltalín og Snorra hafa þessi skip lagt upp sem hér segir:
Höskuldur 4413, Erna 3407, Víðir 351, Höfrungur 408, Huginn I 3275, Huginn II 3300, Huginn III 2706, Hermóður 1633, Percy 330, Haraldur 1747, Brúni 137, Bjarki 1141, Garðar 1179, Harpa 1053, Svalan 896, Þór 249, Freyja 5228, Draupnir og Búni 1251, Kári Bragi og Gullfoss 1211, Einar Skúli og Þorkell Máni 1069, Villi og Erlingur 834, Magni 25.
Ríkisverksmiðjurnar hafa alls tekið móti 143.622 málum.
Gránuverksmiðjan 9.155.
Rauðka 26.500.
Siglfirðingur, 27. júlí 1935
Síldarsöltunin hefir gengið treglega að þessu, og eru margir hræddir um að síldveiðin mundi verða með minna móti í ár.
Er þó næsta lítið mark takandi á slíkum spám, því svo er enn um síldina eins og kreppuna og vindinn, að enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer.
Nú mun hafa verið saltað hér á Siglufirði um hálft 5 þúsund tunnur, mest venjuleg saltsíld, og fer fyrsta síldarsendingin út með Gullfossi í kvöld
Neisti, 12. september 1935
Karfaveiðin gengur ágætlega. Hingað hafa komið togararnir Skallagrímur með 34 tonn, Snorri goði með ca. 160 tonn og Sindri með 130-140 tonn.
Tryggvi gamli og Hávarður Ísfirðingur fóru á veiðar í fyrrakvöld og eiga þeir að koma með aflann hingað.
Neisti, 18. september 1935
Karfaveiðin hefur vegna óveðurs gengið frekar illa. Togararnir hafa flestir legið inni á Önundarfirði.
Til bræðslu í verksmiðjurnar hér og á Sólbakka hafa komið um 2.700 tonn eða um 20 þúsund mál.
Neisti, 25. september 1935
Karfaveiðar.
Um helgina komu þeir hingað togararnir, Skallagrímur með 172 tonn og Tryggvi gamli með 143 tonn.
Karfan veiddu þeir á Hala miðum. - Til Sólbakka komu þeir Snorri goði með 186 tonn, Gulltoppur með 213 og Sindri með 134 tonn.
Skallagrímur kom hingað í morgun með um 30 tonn. Leitaði hann víða hér fyrir norður landi en fékk hvergi neitt að ráði.