Tildrög þess að farið var út í þessa gagnasöfnun:
Það var seinnipart ársins 2002, sem ég undirritaður skrifaði Stjórnarformanni SR-MJÖL H.F. Finnboga Jónssyni bréf, þar sem ég gerði SR-MJÖL HF ákveðið tilboð varðandi söfnun þeirra upplýsinga úr gömlum Siglfirskum blöðum.
Þórði Jónssyni, verkfræðingi var falin, samningagerð og samvinna við undirritaðan, varðandi undirbúning verksins, sem leyst var með ágætum, - hóf ég síðan verkið - og afraksturinn sést hér á meðfylgjandi síðum.
Efnið varðar eingöngu mjöl og lýsis vinnslu og tilheyrandi. Sé einhversstaðar nefnd síldarbræðsla, síldarmjöl, síldarlýsi (og karfa) og eða síldarafli kominn á land mældur í málum eða hektolírum, - þá eru viðkomandi skrif sótt og komið hingað.
Það efni sem má finna hér á þessum síðum, er sótt að mestu, frá gömlum vikublöðum sem gefin hafa verið út á Siglufirði, frá árunum 1918 - 1950
Vikublöðin eru varðveitt á Bókasafni Siglufjarðar, en sum þeirra eru í mjög slæmt ástandi, svo tímabært þótti að sækja þangað þessar heimildir varðandi upphaf og þróun mjöl og lýsisvinnslu á Siglufirði, frá upphafi.
Efnið er fyrst ljósmyndað, síðan breitt með OCR hugbúnaði yfir í ritvænt form. Upphaflegi textinn kemur því hér að mestu "óbreyttur", að því undanskyldu að orð eins og td. "hjer" "hjerna" "jeg" - oft með "je" í stað "é" og Z breyti ég í S osfv. og ýmsum "gömlum" stafsetningarvenjum, er sett hér inn samkvæmt nútíma venju.
En mjög misjafn ritháttur kemur fram td. orðið "ég" er stundu skrifað eins og við skrifum það í dag - og stundum "jég" td. í Fram frá 1918. Það virðist hafa farið eftir, þeim mönnum sem skrifa efnið, prentsmiðjan virðist ekki hafa breytt handritum að neinu leiti.
Ýmsar málvenjur sem ekki þekkjast í dag, eru látnar halda sér.
Þær ljósmyndir sem settar eru inn á einstökum síðum, voru ekki birtar á sínum tíma í blöðunum sjálfum, enda sú tækni ekki komin, á bernskuárum blaðaútgáfu á Siglufirði. Myndirnar eru settar með til að lífga upp á og sýna mannvirki og annað frá svipuðum tíma og viðkomandi efni var til umræðu. Flestar af þeim fáu ljósmyndum sem hér birtast eru til hjá: Ljósmyndasafni Siglufjarðar Steingrímur Kristinsson |