Sveinn Ben skrifar (1) | Sveinn Ben skrifar (2) | Sveinn Ben Skrifar (3) | Síldveiði og síldin | Bjargráð | Jón Gunnarsson | Grein Þormóðs E. | Jarmaðu nú Móri minn | Yfirlýsing | Svargrein Þ.E. | Jón Sigurðsson | Lítilþægir félagar | Prentsmiðjupúki | Til Gunnlaugs Hjálmars | Aftur til Sveins Ben. | Eftirmáli "púka" | Sveinn Ben. hervæðist | Greinagerð "Þróttar" | Þáttur Jóns Sigurðssonar | Þáttur Þ.Eyjólfssonar | Undirskriftirnar ofl. | Allt fullgott | Málalyktir | Gísli Halldórsson | Þ.E. og fleiri / fleira | Sannleiksást J.G. | Til Jóns Gunnarssonar | Karfi og vinnsla | Karvavinnsla | Heilindi kommúnista

>>>>>>>>>>> Sveinn Ben Skrifar (3)

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglfirðingur, 20. júlí 1935

Þróun síldarverksmiðja ríkisins.

Þrír menn áttu drýgstan þátt í því að ríkið byggði fyrstu síldarverksmiðjuna:
Óskar Halldórsson, útgerðarmaður, sem um margra ára skeið skrifaði í dagblaðið Vísi hverja greinina á fætur annarri um nauðsyn þessa máls.

Magnús heitinn Kristjánsson, síðar ráðherra, sem Óskar vann til fylgis við málið.
         Magnús aflaði málinu fylgis meðal þingmanna, meira en nokkur maður annar. Jón Þorláksson, er rannsakaði fyrir ríkisstjórnina möguleika fyrir byggingu síldarverksmiðju, er ríkið léti reisa.

Hann sýndi fram á, að verksmiðjan mundi verða þarft og arðvænlegt fyrirtæki og lagði til að hún yrði reist á Siglufirði á þeim stall sem hún stendur nú.

Síðar féll Magnús Kristjánsson frá og eftirmaður hans fól öðrum að halda verki J. P. áfram.

Verksmiðjan var byggð, en byggingarkostnaður fór langt fram úr áætlun og nam stofnkostnaður verksmiðjunnar um 1,614 þúsund krónum.

Meðan unnið var að byggingu fyrstu síldarverksmiðju ríkisins árið 1929-30 skall heimskreppan á. Síldarlýsi féll niður í þriðjung verðs og síldarmjöl lækkaði þá og næstu ár um meira en þriðjung.

Þótt verðið á bræðslusíldinni væri lækkað á þessum árum úr ca. kr. 10,00 fyrir málið niður í kr. 3,00 urðu flestar verksmiðjur fyrir stórum töpum.

Árið 1932 var svo komið, að Sören Goos var hættur rekstri hér á Siglufirði og fyrst og fremst vegna tapa á síldarverksmiðjurekstri sínum og verksmiðja Dr. Paul var alls ekki starfrækt.

Eftir að kom fram í ágústmánuð 1932 fór að rætast nokkuð úr um sölu síldarverksmiðjuafurða. Afkoma ríkisverksmiðjunnar var sæmileg það ár, enda greiddi hún ekki nema kr. 3,00 fyrir málið.

 

Vorið 1933 gekkst Ólafur Þórðarson skipstjóri í Hafnarfirði fyrir því, að félag

S.R.P verksmiðjan, um 1933

 Sjálfstæðismanna í firðinum fengi þáverandi þingmann kjördæmisins, Bjarna Snæbjörnsson lækni til þess að flytja tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjórnina til að kaupa Dr. Pauls verksmiðjuna.

Tillagan náði fram að ganga og ríkið keypti verksmiðjuna 1933 og hefir starfrækt hana síðan. Kaupverð Dr.Pauls verksmiðju var kr. 310 þúsund og má telja það mjög sanngjarnt miðað við ástand verksmiðjunnar, legu og afköst.

Ágæt síldveiði var sumarið 1933. Verksmiðjurnar höfðu þá ekki neitt svipað því undan að vinna úr þeirri síld sem flotinn aflaði. Talið var að um 140 þúsund mál síldar hafi verið óveidd eða farið forgörðum það sumar á Siglufirði sökum tregrar afgreiðslu og skorts á nægilegum síldarverksmiðjum.

 

SR-30 og S.R.N. til hægri, mjölhús S.R.N. í forgrunni. - Ljósmynd: Gísli Halldórsson. 1935

Ólafur Þórðarson, Óskar Jónsson, undirritaður og fleiri, bentu á í blaðagreinum þá um haustið á hina brýnu þörf, sem væri fyrir nýja síldarverksmiðju.

Heimild til ríkisstjórnarinnar fyrir byggingu nýrrar verksmiðju á Norðurlandi fyrir allt að 1 miljón króna flaug í gegn á haustþinginu 1933.

Nú hefir sú verksmiðja verið reist hér á Siglufirði og er búist við að hún kosti um 1 miljón króna.

Enginn skriður komst á undirbúning að kaupum Raufarhafnar-verksmiðjunnar fyrr en árið 1934.

Magnús Guðmundsson þáverandi atvinnumálaráðherra skipaði þá um vorið síldarverksmiðjunefnd, sem gera skyldi tillögur um stað fyrir verksmiðjuna, sem heimilt var að byggja samkvæmt lögum frá þinginu 1933 - og um fleira viðvíkjandi aukningu síldarverksmiðja.

Þrír nefndarmanna sömdu ítarlegt og rökstutt álit um Raufar-hafnarverksmiðjuna og lögðu ákveðið til við ríkisstjórnina, að hún þá þegar (vorið 1934) leitaði heimildar þingflokkanna til kaupa á verksmiðjunni.

þar sem kosningar stóðu fyrir dyrum þótti ríkisstjórninni ekki rétt að afgreiða þetta mál, nema samþykki þingsins kæmi til.

Heimild til kaupanna var svo samþykki á haustþingi 1934, er þáverandi stjórn síldarverksmiðja ríkisins hafði mjög eindregið látið það álit sitt eindregið í ljósi, að rétt væri að kaupa verksmiðjuna.

 

Í vor vann núverandi verksmiðjustjórn óskipt og ákveðið að því, að fá ríkisstjórnina til þess að kaupa verksmiðjuna. Samningar tókust um kaup á verksmiðjunni fyrir norskar kr. 60 þúsund sem má telja sanngjarnt verð.

Í fyrra reyndust bankastjórar Útvegsbankans í Reykjavik ófáanlegir til þess að leigja verksmiðjuna á Sólbakka við Önundarfjörð áfram til h.f. Kveldúlfs í Reykjavik, sem haft hafði verksmiðjuna á leigu undanfarin ár, nema fyrir stórhækkaða leigu, sem varð til þess að Kveldúlfur dró sig í hlé.

Til þess að reyna að bjarga rekstri verksmiðjunnar í fyrra fékk Magnús Guðmundsson gefin út bráðabirgðalög um leigunám á verksmiðjunni.

Lögin komu til framkvæmda þegar í fyrra sumar og stjórn S.R. tók við rekstri verksmiðjunnar. En vegna þess að þá var komið fram á síldartíma og of seint að gera ráðstafanir til þess að fá nægilegan skipaflota til að veiða handa verksmiðjunni og einnig vegna þess að síldveiði var frekar treg, fékk verksmiðjan langsamlega of lítið af síld til að vinna úr.

Ásgeir Ásgeirsson, þingmaður Vestur-Ísfirðinga hafði á þinginu 1933 fengið samþykkta heimild handa ríkisstjórninni til þess að kaupa verksmiðjuna.

Mjög erfiðlega gekk að komast að samkomulagi um kaupverðið á verksmiðjunni. Í miðjum mánuði s.l. náðist þó að lokum samkomulag um að ríkið keypti verksmiðjuna fyrir kr. 350 þúsund krónur og var leigan á verksmiðjunni síðastliðið sumar innifalinn í kaupverðinu.

Fyrir tíu árum síðan voru allar síldarverksmiðjurnar, er þá störfuðu hér á landi, nema ein, eign útlendinga. Nú eru allar verksmiðjurnar, nema ein, eign Íslendinga.

Fyrir tíu árum var afkastageta verksmiðjanna um 4 þúsund mál á sólarhring. Nú er afkastageta verksmiðjanna um 17,500 mál á sólarhring.

Verksmiðjureksturinn á þó enn fyrir sér að aukast að mjög miklum mun, haldist síldveiði í svipuðu horfi og sé vel á málum haldið.


Sveinn Benediktsson.

Siglfirðingur, 10. ágúst 1935

 

Stutt athugasemd.

Í heiðruðu blaði yðar frá 20. júlí þ.á ritar herra Sveinn Benediktsson grein, er hann nefnir "Þróun Síldarverksmiðja ríkisins".

Þar er meðal annars minnst á, hvern þátt Hafnfirðingar áttu á sínum tíma í því, að ríkisstjórnin keypti Dr. Pauls verksmiðjuna, en þar er ekki allskostar rétt skýrt frá hjá greinarhöfundi.

Sá sem kom fram með tillöguna og reifaði málið í félagi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði var herra Beinteinn Bjarnason útgerðarmaður, Fékk málið síðan góða lausn á Alþingi, sem þá stóð yfir, eins og í greininni getur.

Afkoma Hafnfirðinga er að miklu leyti, eins og annarra landsmanna, komin undir góðri lausn síldarmálanna og margir hafa verið þar áhugasamir um lausn á þeim málum.

Má þar nefna, auk Beinteins Bjarnasonar, Ólaf Þórðarson, skipstjóra, Loft Bjarnason og Björn Þorsteinsson, útgerðarmenn. og Óskar Jónsson, framkvæmdastjóra o.fl., og síðast en ekki síst syni Einars heitins Þorgilssonar, sem ásamt h. f. Alliance hefir reist myndarlega síldarverksmiðja við Reykjarfjörð.

 

Með þökk fyrir birtinguna. P. t. Hnífsdal 2. ágúst 1935. Bjarni Snæbjörnsson.