Sveinn Ben skrifar (1) | Sveinn Ben skrifar (2) | Sveinn Ben Skrifar (3) | Síldveiði og síldin | Bjargráð | Jón Gunnarsson | Grein Þormóðs E. | Jarmaðu nú Móri minn | Yfirlýsing | Svargrein Þ.E. | Jón Sigurðsson | Lítilþægir félagar | Prentsmiðjupúki | Til Gunnlaugs Hjálmars | Aftur til Sveins Ben. | Eftirmáli "púka" | Sveinn Ben. hervæðist | Greinagerð "Þróttar" | Þáttur Jóns Sigurðssonar | Þáttur Þ.Eyjólfssonar | Undirskriftirnar ofl. | Allt fullgott | Málalyktir | Gísli Halldórsson | Þ.E. og fleiri / fleira | Sannleiksást J.G. | Til Jóns Gunnarssonar | Karfi og vinnsla | Karvavinnsla | Heilindi kommúnista

>>>>>>>>>>> Þáttur Þ.Eyjólfssonar

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti, 9. nóvember 1935

þáttur Þormóðs Eyjólfssonar.

 

Það virðist vera ill kaldhæðni örlaganna, að á meðan andstæðingar Jóns G. gera sitt, til að létta honum burtförina, þá kemur Þormóður Eyjólfsson fram og eyðileggur viðleitni þeirri, en stórskaðar Jón Gunnarsson persónulega, með því að gera þetta að opinberu máli.

 

Fyrsta óheillaspor P. E, í því, máli, er þegar hann vélar nokkra verkamenn til þess að ganga sinna og Jóns Gunnarssonar erinda um bæinn, beinlínis til þess að svíkjast aftan að verkalýðssamtökunum. - Þung ábyrgð hlýtur að hvíla á þessum "smölum" Þ. E. þegar þeir vitandi vits láta hafa sig til þess, að ganga um bæinn og svíkja einn og einn stéttarbróður sinn, til að ganga gegn sínum eigin hagsmunum og samtökum, sem hann þó aldrei hefði gert að athuguðu máli.

 

En svo er lengi hægt að telja um fyrir hverjum einum, að hann skrifi nafn sitt á lista, sem er saklaus á meðan hann er í höndum stéttabróður hans, en sem breytist í vopn gegn honum sjálfum í höndum slíkra ódrengja og verkalýðsfénda, sem Þormóður Eyjólfsson er.

 

Og þegar nú P. E. segir í Nýja dagblaðinu, flesta verkamenn ríkis verksmiðjanna hafa óskað þess, að J. G. yrði áfram framkvæmdastjóri, þá fer hann þar vísvitandi með ósatt mál.

 

Bæði var það, að undirskriftanna var safnað á þann hátt, að þær geta aldrei orðið mælikvarði á slíkt. En svo var hitt, að í yfirskriftinni, sem út var borin, fólst engin ósk um það, að J.G. yrði framkvæmdastjóri áfram.

 

Þar sem Þ. E. ræðir um stefnufestu og áreiðnalegheit J. G., þá virðist hann hafa gleymt ýmsu, sem tilfinnanlega snertir hann sjálfan, raftauginni á Sólbakka, kolasölu hér o. fl., sem hægt er að rifja upp ef Þ, E. æskir.

 

Viljandi sneiðir mannauminginn hjá verkalýðsmálunum.