Sveinn Ben skrifar (1) | Sveinn Ben skrifar (2) | Sveinn Ben Skrifar (3) | Síldveiði og síldin | Bjargráð | Jón Gunnarsson | Grein Þormóðs E. | Jarmaðu nú Móri minn | Yfirlýsing | Svargrein Þ.E. | Jón Sigurðsson | Lítilþægir félagar | Prentsmiðjupúki | Til Gunnlaugs Hjálmars | Aftur til Sveins Ben. | Eftirmáli "púka" | Sveinn Ben. hervæðist | Greinagerð "Þróttar" | Þáttur Jóns Sigurðssonar | Þáttur Þ.Eyjólfssonar | Undirskriftirnar ofl. | Allt fullgott | Málalyktir | Gísli Halldórsson | Þ.E. og fleiri / fleira | Sannleiksást J.G. | Til Jóns Gunnarssonar | Karfi og vinnsla | Karvavinnsla | Heilindi kommúnista

>>>>>>>>>>> Þ.E. og fleiri / fleira

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti, 4. desember 1935

"Á saurkasti þig ´eg  ata mig ekki.

Jeg aumkva þig, garmur, en hata þig ekki.

Og sæi 'eg þig hengdan - slíkt hendir, því miður.

Þá held 'eg, jafnvel, jeg skæri þig niður",

(Hannes Hafstein.) (stafsetning rétt eftir höfð, úr blaðinu. - SK)

 

Út af brottför Jóns Gunnarssonar úr framkvæmdastjórastöðu Síldarverksmiðja ríkisins, hafa nú undanfarið staðið yfir allharðar blaðadeilur, sem Þormóður Eyjólfsson á heiðurinn(!!) af að hafa hafið, og ekki nóg með það, heldur virðist hann leggja allt kapp á að halda þeim deilum áfram bæði með skrifum sjálfs sín og annarra návenslaðra samfélaga.

 

Mikið af þessum greinum Þormóðs & Co. er tileinkað Sveini Ben. og fer vel á því, að þeir rífast, því þar hittir fjandinn ömmu sína." - -

 

En nokkuð af greinum þeirra félaga, er lúalegt nöðrunýð um Siglfirska verkamenn, - einstaklinga og heildina, og svo alveg sérstaklega um fulltrúa alþýðunnar í Síldarverksmiðjustjórninni.

 

Öll skrif þeirra kumpána verða hér ekki krufin, því ekkert rúm er til slíks, en að nokkru mun verða tekið á lúalegustu greininni, er ennþá hefir frá þeim birst og á ég þar við skrif þau, sem birt eru í "Nýja Dagblaðinu" 22. nóvember. s,l. undir fyrirsögninni: "Gott var þú fékkst ekki flokkinn að sjá",

 

Grein þessi er birt nafnlaus, og Þar með á ábyrgð ritstjórans, enda mun hann hafa tekið upp þá hluta, er orðrétt eru birtir eftir Alþýðuflokksblöðunum frá árinu 1932, en kunnugir telja sig finna áþreifanleg merki betri helmings Þormóðs Eyjólfssonar á þeim hlutum greinarinnar er frumsamdir eru.

 

Hundadagakonungurinn.

 

Grein þessi er að nokkru lofsöngur um Jón Gunnarssón (sennilega fyrir þægð hans við Þ. E.) En þessi og annar lofsöngur Þ. E. um J. G. virðist aðeins hafa orðið til þess, að J. G. hefir áskotnast svohljóðandi orð skáldsins:

 

"Með oflofi teygður á eyrum var hann,

Svo öll við það sannindi rengdust,

en ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann,

Það voru aðeins eyrun sem lengdust."

 

Greinarhófundur "N Dbl." virðist vera það kappsmál að gera J.G. að Hundadagakonungi hér á Siglufirði.

 

Það er að vísu alveg rétt, að höfuðeinkenni eru þau sömu hjá J.G. og Jörundi Hundadagakonungi. - Báðir virða að engu lög og rétt og þykjast vera yfir allt og alla hafnir, en þess ber að minnast, að sagan getur þess  alls ekki um hinn raunverulega Hundadagakonung, að honum hafi verið otað af sér verri mönnum.

 

Teflt á tæpasta vaðið.

 

Í niðurlagi umræddrar greinar eru Siglfirsk verkalýðssamtök kölluð: "Samkunda hagsmunablindra hópsálna".

 

Það er vitaskuld varla við því að búast, að Þ.E. og aðrir álíkir íhaldsmenn, skilji hvað hagsmunir verkalýðsins eru og hvað það er að vera stéttvís verkamaður eða óstéttvís.

 

En það þarf meira en meðal illyrmi, til að valda því, að á sama tíma, sem það svíkur Siglfirskan verkalýð, um sjálfsagt fylgi við málsatað hans, að níða þau samtök, sem bera uppi málstað lítilmagnans.

 

Það var réttlætiskrafa Siglfirsks verkalýðs til Þ.E. að hann fylgdi hinum mjög hógværu kröfum verkalýðsins í kaupgjalds- og hagsmunamálunum, í haust við karfavinnsluna.

 

Í fyrsta lagi bar Þ.E. þetta sem Siglfirskum borgara, og í öðru lagi, varð að krefjast þess, af honum, sem yfirlýstum Framsóknarmanni og fulltrúa núverandi ríkisstjórnar í verksmiðjustjórninni.

 

En hér svíkur Þ. E. þessar mjög svo sjálfsögðu siðferðisskyldur sínar.

 

Og það er ekki aðeins, að hann hefir álpast af heimsku sinni og skammsýni, til að svíkjast um að fylgja verkalýðnum, eins og honum skilyrðislaust bar, heldur hefir hann beist hatramlega móti sjálfsögðustu kröfum verkafólks.

 

Þetta gerir fulltrúi bróðurstéttar okkar verkalýðsins í bæjunum, - fulltrúi bændastéttarinnar.

 

Hér er teflt á tæpasta vaðið, - og væri síst að undra þótt verkalýður sveita og bæja, tæki höndum saman, um að afmá slíka menn úr áhrifastöðum a. m. k.

 

Þegar svo þeir Jón Sigurðsson og Páll þorbjarnarson. fulltrúar verkalýðsins, leggja staka áherslu á að fá málum verkalýðsins framfylgt innan verksmiðjustjórnarinnar, þrátt fyrir svik svikarans, þá fyllist þessi drymbill íhaldsins vandlætingu og lætur skrifa og skrifar níð um þessa menn og ekki nóg með það heldur kallar skipulagðasta hluta verkalýðsins: "hagsmunablindar hópsálir".

 

Og drjúgmontinn leggur hann sig í mikla framkróka með að útmála það, að forystumenn verkalýðsins hafi haft samvinnu við íhaldsmenn, -já, fornan fjandmann meira að segja, - til þess að koma hagsmunamálum verkalýðsins fram.

 

Á sama tíma er fauskurinn skilningslaus um það, að verkalýðsfrömuðir eru reiðubúnir, hvenær sem er, að nota óvini verkalýðsins, ef tækifæri gefst, til að að koma fram hagsbótum verkalýðsheildarinnar.

 

Fáheyrð ósvífni.

 

Það þarf alveg fáheyrðan undirlægjuhátt til að taka orð hins alkunna mann- og dýravinar, Þorsteins Erlingssonar, hins viðurkennda falslausa og ótrauða brautryðjanda jafnaðarstefnunnar hér á landi, til þess að lítilsvirða verkamenn með þeim.

 

En þó tekur út yfir allan þjófabálk, þegar nafn Guðmundar heitins Skarphéðinssonar er notað sem vopn gegn verkalýðssamtökunum en óvinum verkalýðsins, ginnkeyptum þurrdrumbum og uglulegum eiginhagsmuna snuðrurum til framdráttar.

 

Og nú kem ég að því, sem mun vera aðal tilgangur "N Dbl." greinarinnar.

 

En það er: að nóta á hinn lævísasta hátt fagra minningu hins mæta manns til að hjálpa Þormóði Eyjólfssyni út úr þeim svívirðinga myrkraverkum, sem hann var að kafna í.

 

En bjartar og hugljúfar minningar, sem hinn ástsæli foringi og kona hans eftirláta okkur, Siglfirsku verkafólki, þær skýla lítilmagnanum, þær milda sviðann þegar engir aurar eru til fyrir mjólk, kolum eða öðru, og samtímis gefa þær dug og þrek, þær auka stéttvísina, þær skerpa og herða sóknina gegn andstæðingum fátæklinganna. -

 

En þegar rysjóttar tindabikkjur mammonsins hyggja að skýla sér með þessum sömu minningum, þá verður það aðeins til þess, að feyskinn og gauðrifinn gauðrifinn - gegnlýsist - - og allir sjá hans innri óþverra.

 

Frá vorinu 1932.

 

Öllum er í fersku minni kaupdeilan við ríkisverksmiðjurnar frá 1932.

 

Þá var það, sem þeir Sveinn Ben. og Þormóður Eyjólfsson, í fóstbræðralagi, fóru kaupkúgunarherferð gegn Siglfirskum verkalýð - slíka að engin hefir, fyrr né síðar, verið önnur eins farin.

 

Þeir "fóstbræður", S. B. og Þ. E., komu að sunnan rétt á undan Guðmundi Skarphéðinssyni

 

Og nú reið á að flýta sér. Þ. E. gekk á milli verkakarlanna til að fá þá til að skora á Kristján Sigurðsson, varformann verkamannafélagsins að halda fund.

 

Fundur er auglýstur og sama dag ganga "fóstbræðurnir" milli verkamanna ríkisverksmiðjanna, og reyna að fá þá, til að ganga inn á, að vinna fyrir kr. 1,25 gegnumsneytt, og stytta sunnudagshelgina úr 36 niður 1 24 tíma.

 

Þetta tóku karlarnir alls ekki í mál, en komu sér aftur á móti, æði margir, saman um tillögu til samkomulags, um að sunnudagshelgin yrði stytt niður i 24 tíma. Sú tillaga átti að leggjast fram á fundinum um kvöldið, og það vissu þeir "fóstbræður".

 

En þegar á fundinn kemur há fara þeir báðir, og biðja manninn. sem með tillöguna var í vasanum, að leggja hana ekki fram, - - og lét hann að vilja þeirra. - -

 

Nú hefst fundurinn, en honum er aðeins örstutt komið, þegar skip kemur að sunnan og með því Guðmundur Skarphéðinsson, formaður verkamannafélagsins.

 

Og nú skiptir það engum togum - eftir augnablik er hann kominn á fundinn - og þá léttust hugir allra verkalýðsinna. Enda snérist nú fundurinn svo á móti þeim "fóstbræðrum" að engum datt í hug að að minnast á miðlunartillögu, - það kom ekki til greina að gefa neitt eftir.

 

En eftir því sem harðnaði á dalnum, eftir því varð innilegri og órjúfanlegri sameining kaupkúgunar "fóstbræðranna".

 

Á þessum fundi er það, sem Þormóður gekk ekki skemmra en Sveinn Ben. móti verkalýðssamtókunum - og móti einlægustu hugsjónum Guðmundar Skarphéðinssonar.

 

Á þessum fundi er það. sem Þ.E. engu síður en Sveinn Benediktsson helsærir Guðmund Skarphéðinsson

 

Á þessum fundi er það, sem Þ. E. launar Guðmundi Skarphéðinssyni það, að hann (G. Sk.) vildi ekki taka sætið frá Þ. E, í ríkisverksmiðjustjórninni - (eins og hann þá gat um veturinn) - launar það með því, að traðka á viðkvæmustu drengskaparmálum hans - hagsmunamálum lítilmagnans. -

 

Slík var framkoma Þ. E. í garð þess fólks, sem oft hefir ekki nauðsynlegan klæðnað eða mat handa börnum sínum, og söm og jöfn og engu betri er framkoma hans enn í garð þess sama fólks.

 

Þó þessi fólskuverk þeirra "fóstbræðra" árið 1932 bitnuðu fyrst og fremst og eðlilega á Sveini Ben. þar sem hann persónulega hagaði sér svo þjösnalega og svívirðilega að einsdæmi eru, þá verður samt verulega drjúgur þáttur Þormóðs Eyjólfssonar.

 

Það virðist, að lokum sagt, rétt að benda á, að Þ. E. og Co. ættu að láta sér nægja að draga lifandi menn og málefni inn i blaðaskrif sín. - Þess vegna biðjum við þess ekki, heldur krefjumst þess skilyrðislaust, að látnir ástvinir okkar allra fái að hvíla i friði fyrir lúalegri áreitni trysjaðra og útþvældra drýsildjöfla - og bleyða.

Guðberg Kristinsson.