Sveinn Ben skrifar (1) | Sveinn Ben skrifar (2) | Sveinn Ben Skrifar (3) | Síldveiði og síldin | Bjargráð | Jón Gunnarsson | Grein Þormóðs E. | Jarmaðu nú Móri minn | Yfirlýsing | Svargrein Þ.E. | Jón Sigurðsson | Lítilþægir félagar | Prentsmiðjupúki | Til Gunnlaugs Hjálmars | Aftur til Sveins Ben. | Eftirmáli "púka" | Sveinn Ben. hervæðist | Greinagerð "Þróttar" | Þáttur Jóns Sigurðssonar | Þáttur Þ.Eyjólfssonar | Undirskriftirnar ofl. | Allt fullgott | Málalyktir | Gísli Halldórsson | Þ.E. og fleiri / fleira | Sannleiksást J.G. | Til Jóns Gunnarssonar | Karfi og vinnsla | Karvavinnsla | Heilindi kommúnista

>>>>>>>>>>> Grein Þormóðs E.

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 22. nóvember 1935

Lævísleg ósannindi Alþýðublaðsins um Jón Gunnarsson framkvæmdastjóra.

 

Alþýðublaðið skýrir frá því 7. þ. m., að framkvæmdastjóri verksmiðjanna, Jón Gunnarsson, hafi brotið samninga verksmiðjustjórnarinnar við verkamennina á Siglufirði.

 

Þetta eru lævísleg ósannindi hjá blaðinu.

 

Í þessu máli liggur þannig, að þrír úr stjórninni, ég, Jón Þórðarson og Jón Sigurðsson, gerðum samning við verkarnannafélagið "Þrótt" um kaupgjald við lifrartöku úr karfa, sem verksmiðjurnar keyptu til vinnslu á Siglufirði, en í samningnum stóð ekkert um að verksmiðjurnar væru skyldar að láta vinna, hvernig sem á stæði.

 

Þann 1. október síðastliðinn urðu togararnir Gulltoppur og Snorri Goði að fara frá bryggjum verksmiðjanna vegna óveðurs. Var þá tekið það ráð, að aka karfanum á bílum frá Hafnarbryggjunni í þrær verksmiðjanna.

 

Á þessu var byrjað um kl. 5 síðdegis. En þá var að dómi verkstjóra verksmiðjanna, sem sá um lifrartökuna, óvinnufært veður, og einnig að dómi framkvæmdastjóra.

 

Því til sönnunar er hér yfirlýsing verkstjórans, svohljóðandi:

 

"Samkvæmt ósk hr. Jóns Gunnarssonar framkvæmdastjóra vil ég taka fram eftirfararandi:

 

Hinn 1. þ. m, urðu togararnir Gulltoppur og Snorri Goði að fara frá bryggjum ríkisverksmiðjanna vegna storms og ölduróts.

 

Þegar sú ákvörðun var tekin, um kl. 17, að losa togarana, frá hafnarbryggjunni á bílum, var að mínu áliti ekki vinnufært veður við lifrartöku.

Siglufirði, 21. október 1935

Jóhann F. Guðmundsson.

verkstjóri S. R verksmiðjanna".

----------------------------

 

Alþýðublaðið vildi halda fram, að framkvæmdastjórinn hafi brotið samninga verksmiðjustjórnar við verkamannafélagið, af því að hann neitaði að láta vinna í óvinnufæru veðri. Þótt veður batnaði er á kvöldið leið, var ekki hægt að fara að byrja vinnu, því að bæði spáði veðurstofan versnandi veðri, enda reyndist svo, að veður versnaði aftur um kl. 11 um kvöldið.

 

Það eina skynsamlega  sem framkvæmdastjóri gat gert, var að láta ekki vinna þessa nótt.

 

Að meirihluti verksmiðjustjórnarinnar samþykkir að greiða skaðabætur til verkafólksins, af því að fólkið var ekki látið vinna í óvinnufæru veðri, er auðvitað hlægileg fjarstæða og auglýsir best þá óstjórn sem meirihluti verksmiðju-stjórnarinnar er að innleiða í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins.

 Þormóður Eyjólfsson.