Jón Sigurðsson, "erindreki",
stimplaður opinber ósannindamaður.
Þeim hefir þótt þurfa mikils með sálufélögunum, þeim Jóni Sigurðssyni, Sveini Benediktssyni og Páli Þorbjarnarsyni, er þeir voru að koma mér burt úr framkvæmdastjórastarfinu við Síldarverksmiðjur ríkisins.
Í rúmar þrjár vikur hafa þeir látið flokksblöð sín, Morgunblaðið, Alþýðublaðið og Vísir ausa daglega svívirðingum yfir mig og Þormóð Eyjólfsson, sem haldið hefir uppi drengilegri vörn fyrir mig, gegn ofsóknum og ósannindum þessara sér kennilegu "þrenningar".
Blaðsnefnan "Neisti" hér í bænum hefir heldur ekki af sínum veika mætti látið sitt eftir liggja í þessum ofsóknum.
Ég hefi ekki kært mig um að svara þessum árásum á mig, því að þær hafa allar verið af þeim toga spunnar, að ég hefi ekki virt þær svars.
En Siglfirðinga vegna vil ég víkja nokkrum orðum að grein í blaðinu "Neisti", sem út korn þann 9. þ. m., svo þeir geti séð hinn nýja leiðloga!!! verkamanna á Siglufirði, Jón Sigurðsson, í björtu ljósi.
Jón Sigurðsson er ritstjóri og ábyrgðarmaður "Neista", og í þessu blaði, sem út korn 9. þ. m., stendur meðal annars þetta:
"Svo kom karfavinnslan. Þá var það sem Jón Gíslason, 7. september, án þess fyrst að hafa borið það undir verksmiðjustjórnina, skrifar verkamannafélaginu Þróttur eftirfarandi bréf."
Svo kemur í "Neista" bréf mitt, dagsett 7. september, þar sem ég fyrir hönd verksmiðjustjórnarinnar geri fyrsta tilboð til Þróttar um kaupgreiðslu við karfavinnsluna.
Þetta bréf var skrifað af mér eftir beiðni þess hluta verksmiðju-stjórnarinnar, sem þá var staddur á Siglufirði, og var Jón Sigurðsson á fundi þegar ég var beðinn að skrifa bréfið og vissi hann glöggt, hvað í bréfinu átti að standa og gerði við það engar athugasemdir.
En eins og að framan er getið, heldur hann því fram i "Neista" 9. þ. m., að ég hafi skrifað bréfið á bak við verksmiðjustjórnina. Fyrir þetta stimpla ég hann sem opinberan ósannindamann.
Einnig heldur hann því fram i sama blaði "Neista", að ég hafi "jafnvel látið vekja verkamennina að nóttu til, til þess að reyna að fá þá til að samþykkja kauplækkun á bak við félagið."
Það var kvöld eitt, nokkru eftir að karfavinnslan byrjaði, en þá hafði samt ekki náðst samkomulag um kaupgjald við lifrartökuna, að kauptaxtanefnd "Þróttar" hélt fund, þar sem hún samþykkti að mætti vinna fyrir kr. 1,45, hvort sem var að nóttu eða degi, ef verkamenn væru því samþykkir.
En þar sem togari var að losa karfa við ríkisverksmiðjubryggjurnar þetta kvöld, og allir vildu gjarnan að hægt væri að vinna við hann, en aftur á móti ekki tími til að koma á almennum verkalýðsfundi þá um kvöldið, þá biður Jón Sigurðsson mig að senda mann meðal verkamanna verksmiðjanna um kveldið og vita hvort þeir vildu vinna fyrir þetta kaup, kr. 1,45 um tímann án eftirvinnu, þótt unnið væri að nóttunni.
Ég færðist undan þessu, því klukkan var um 8 um kvöldið.
Samt eftir ítrekaða beiðni J. S., sendi ég Guðmund Sigurðsson verkstjóra út í bæ meðal verkamanna, til að grennslast um, hvort þeir vildu vinna fyrir þetta kaup, og bað ég Guðmund að skila til verkamannanna, samkvæmt beiðni Jóns Sigurðssonar, að þetta væri geri með vitund kauptaxtanefndar "Þróttar".
Samt segir Jón Sigurðsson í Neista 9. þ. m., að ég hafi "jafnvel látið vekja verkamennina að nóttu til, til þess að reyna að fá þá til að samþykkja kauplækkun á bak við félagið".
Þetta kalla ég viðurstyggileg ósannindi og fyrir hetta stimpla ég, erindrekann' aftur sem opinberan ósannindamann.
Mörg fleiri dæmi svipuð þessu gæti ég tilgreint um J. S., en ég hirði ekki um það að svo stöddu.
Ég vildi aðeins geta þessara tveggja atriða, til að Siglfirðingar gætu áttað sig á því, hverskonar maður hefir sest að hér í bænum sem sjálfkjörinn verkalýðsleiðtogi.
Jón Gunnarsson.
|