Sveinn Ben skrifar (1) | Sveinn Ben skrifar (2) | Sveinn Ben Skrifar (3) | Síldveiði og síldin | Bjargráð | Jón Gunnarsson | Grein Þormóðs E. | Jarmaðu nú Móri minn | Yfirlýsing | Svargrein Þ.E. | Jón Sigurðsson | Lítilþægir félagar | Prentsmiðjupúki | Til Gunnlaugs Hjálmars | Aftur til Sveins Ben. | Eftirmáli "púka" | Sveinn Ben. hervæðist | Greinagerð "Þróttar" | Þáttur Jóns Sigurðssonar | Þáttur Þ.Eyjólfssonar | Undirskriftirnar ofl. | Allt fullgott | Málalyktir | Gísli Halldórsson | Þ.E. og fleiri / fleira | Sannleiksást J.G. | Til Jóns Gunnarssonar | Karfi og vinnsla | Karvavinnsla | Heilindi kommúnista

>>>>>>>>>>> Undirskriftirnar ofl.

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neisti, 9. nóvember 1935

Undirskriftirnar o.fl.

Þ. E. virðist hafa einkarétt á því, að safna undirskriftum hér.  þegar það er gjört í illum tilgangi, og virðist fara vel á því, að einmitt hann hafi slíkan einkarétt.

 

Þess er því líka að gæta, að hann ber siðferðislega ábyrgð á slíkum "smölunum".  En slíkir "smámunir" hindra ekki Þ. E., og mun hann ekki hika við, að nota næsta tækifæri, sem býðst til sömu verka.

 

Því er hér með skorað á alla verkamenn, að láta "sendla", Þ.E. aldrei ganga hér eftir frá slíkum verkum með árangri, en minnast þess, að P. E. getur verkalýðurinn aldrei treyst.

 

Hér er rétt að geta þess, að fjölmargir þeirra manna, sem um daginn skrifuðu á lista Þ. E. og J. G. hafa nú lýst því yfir, að hefðu hefðu aldrei á listana skrifað, ef þeir hefðu geri sér ljóst, að nota ætti þá gegn verkalýðssamtökunum.

 

Sumir segjast hafa skrifað undir vegna þess, að þeir hafi kennt í brjóst um J. G. Þessir nenn ættu að athuga, hvort það muni hafa verið af meðaumkun með þeim, að J.G. barðist af alefli móti fimm aura hækkuninni, sem strax hefði leitt til samkomulags, og þá skapast meiri vinna.

 

Var það af meðaumkun með þeim, að hann síðar klípur af því litla kaupi, sem þeir eiga að fá?

 

Nei og ekki var það heldur af meðaumkun með verkafólki, að J. G. lét ekki vinna aðfaranótt 2. október, í ágætis veðri. Þar réði það, að nokkrum mönnum þurfti fleira vegna bílanna.