Yfirlýsing.
Við undirritaði starfsmenn ríkisverksmiðjanna á Siglufirði er stóðum að söfnun undirskrifta meðal verksmiðjumannanna með að lýsa óánægju út af gerðum tilraunum til að koma Jóni Gunnarssyni frá verksmiðjunum, mótmælum harðlega þeim fullyrðingum Sveins Benediktssonar í Morgunblaðinu um að undirskriftunum hafi verið safnað með "ósvífnum lygum", og staðhæfingum Jóns Sigurðssonar erindreka, um að undirskriftirnar hafi fengist með óheiðarlegum aðgerðum.
Teljum við slíkan áburð mjög meiðandi og ósæmilegan í garð okkar og annarra starfsmanna ríkisverksmiðjanna, er undirskrifuðu. Það gerðu allir af fúsum og frjálsum vilja.
Siglufirði, 15. nóvember 1935
Jón Kjartansson, Jóhann Garibaldarson, Sigurjón Sigurjónsson, Hallur Garibaldarson, E. V. Hermannsson, Páll Stefánsson, |