Yfirlýsing.
Út af athugasemd Jóhanns F. Guðmundssonar í "Neista" 26. nóvember, óska ég þess getið, að setningin úr vottorði hans:
"Seinna um kvöldið kl. 20-21 batnaði veðrið mikið".
Féll niður úr handritinu í ógáti í prentsmiðjunni og átti Þormóður Eyjólfsson enga sök á því.
Ég veitti þessu því miður ekki eftirtekt, fyrr en seinnipart þess dags er "Einherji" kom út.
Var afgreiðsla blaðsins strax látin vita, en þá mun útburði blaðsins hafa verið langt komin.
Sigurjón Sæmundsson.
Í sambandi við ofanritað vil ég taka fram, að ég, sem ritstjóri og prófarkalesari "Einherja", ber einnig ábyrgð á því, að niður féllu orð þau úr yfirlýsingu Jóhanns Guðmundssonar er að ofan um ræðir.
En fátt mun nú um varnir hjá Jóhanni Guðmundssyni, er hann hyggst að bæta málstað sinn með því að hengja hatt sinn á smávægileg mistók prentara og prófarkalesara og er það að vísu ekki undarlegt þótt dilkur Sveins Benediktssonar sé ráðlaus og rökþrota.
Munu og fáir eiga óþægilegri málstað í verksmiðjumálinu en hann, sé það mál krufið til mergjar.
Hannes Jónasson.
|