Verður “Rauðka” stækkuð upp í 5000 mála afköst á sólarhring?
þegar sú ákvörðun var tekin s.l. vor, að bærinn skyldi reka “Rauðku,” var bæjarstjórnarmeirihlutanum það ljóst, að óbreytt yrði verksmiðjan ekki rekin nema i hæsta lagi tvö ár.
Eftir þann tíma var því um tvennt að velja, i fyrsta lagi að kaupa nýjan þurrkara og ýmsar aðrar vélar í verksmiðjuna og auka þá afköst hennar upp í 1.800 til 2.400 mál á sólarhring, eða f öðru lagi að rifa gömlu verksmiðjuna niður og byggja á lóðinni stóra nýtísku verksmiðja og nota i hana það, sem hægt er úr gömlu verksmiðjunni.
Um fyrri leiðina er það að segja, að sú aðgerð á verksmiðjunni myndi sennilega kosta 3 til 400 þúsund krónur og verksmiðjan yrði eftir sem áður gamaldags verksmiðja með dýru viðhaldi og alls ekki til frambúðar og þar að auki afkastalítil og möguleikar ekki fyrir hendi til að stækka hana.
Væri seinni leiðin farin og byggð 5.000 mála verksmiðja, með möguleikum til að auka afköst um 50 %. Síðar myndi það sennilega kosta 13 miljónir króna, en þá er fengin stór verksmiðja með nýtísku útbúnaði og litlum viðhaldskostnaði, verksmiðja sem verður til frambúðar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn var sammála um að hin síðari leið væri í alla staði heppilegri og byrjaði í kyrrþey að athuga möguleika fyrir að byggja slíka verksmiðju.
Margir töldu að erfiðast myndi verða að útvega lán og var því sú hlið málsins athuguð fyrst. Þó ekki hafi farið hátt, þá er töluvert starf búið að vinna í þessu máli og árangurinn er sá, að nú liggur fyrir tilboð um einnar miljón króna lán erlendis frá og er ekki krafist ríkisábyrgðar.
Um lánskjör er ekki vitað fyrir víst ennþá, en það sem til vantar að þessi miljón nægi fyrir byggingarkostnaði býðst Útvegsbanki Íslands til að lána með hagkvæmum kjörum.
Bæjarstjórnin hefur falið þeim Óla Hertervig, Erlendi Þorsteinssyni og bæjarstjóra samningaumleitanar við Útvegsbankann,- og eru þeir allir í Reykjavik í þeim erindagjörðum.
Ennfremur hefur bæjarstjórn sótt um leyfi ríkisstjórnarinnar til að byggja verksmiðjuna. Þetta mál er eitthvert stærsta velferðamál Siglufjarðar og Siglfirðingar þurfa að standa allir sem einn maður um að hrinda því í framkvæmd. Að svo komnu máli er varla hægt að segja meiri fréttir, en strax og eitthvað gerist mun það verða birt jafnharðan hér i blaðinu.
O. S.
|