Verður Rauðka stækkuð? | Blanda | Stjórnin svarar ekki | Fasteignaskattsmálið (1) | Hann fer að kula | Bæjarstjórnarfundur | Þormóður hótar | Mjölnis-molar | Leiðrétting .... | Annar borgarfundur | Umhyggja ! | Rauðka-Neisti | Borgarafundur (Neisti) | Rauðku-málið | Útvegsbankalánið | Mjölnir setur met í... | SR eða Rauðka? (1) | Óhróður Alþýðublaðsins | Hvar hviknar í næst? | Hverjir eiga að byggja | Eysteinn Jónsson "talar" | Borgarfundur (Einherji) | Reykjavíkurblöð um fundinn | Út af ummælum | 2 einkennilegir fundir ! | Hæstaréttardómur | Yfirlýsing-Rauðka | Rauðka-Siglfirðingur | Grein: Jón Gíslason | Tillaga minnihl. stj.SR

>>>>>>>>>>> Út af ummælum

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 1. september 1939

Út af ummælum Þorsteins M. Jónssonar í síðasta tölublaði Einherja sendi ég yður hér með staðfestan útdrátt úr reikningum Síldarverksmiðju Siglufjarðarkaupstaðar Rauðku, og bið yður að birta i næsta blaði yðar.

Virðingarfyllst.
Siglufirði, 5. september 1939
Snorri Stefánsson verksmiðjustjóri (sign)

 

ÚTDRÁTTUR

úr reikningum Síldarverksmiðju Siglufjarðarkaupstaðar »Rauðku» fyrir árið 1938 dags. 20. jan.1939.

 

I. Nettóhagnaður kr. 11.476.51

II. Gjöld:

1. Greitt fyrir hráefni kr. 45.111.11

2. Greitt fyrir viðhald kr. 14.621.51

17. Vörugjald af útfluttum vörum, til hafnarsjóðs kr. 2.628.75

18. Vatnsskattur til bæjarsjóðs kr. 1.177.60

19. Greidd leiga til Siglufjarðarkaupstaðar kr. 25.032.77

20. Útsvar til bæjarsjóðs kr. 1.957.25

 

Réttan tölulegan útdrátt úr reikningum Síldarverksmiðju Siglufjarðar-kaupstaðar RAUÐKA fyrir árið 1938, dags. Siglufirði 20. jan. 1939, með endurskoðunaráritun Ó.G.Baldvinsson og K.Dúason, mér sýndum í dag staðfestist hér með.Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 5/9 1939

Hjörleifur Magnússon (sign) settur.

(Stimpill)

Gjald:Staðfesting  kr. 1.40

Stimpilgjald kr. 0.65

Samtals        kr.2.05

Tvær krónur 5/100

 

Verksmiðjustjóri "Rauðku" hefir sent Einherja þennan einkennilega gerða úrdrátt úr reikningum Rauðku árið 1938. Einherji birtir hann fúslega, og einkum ef reikningurinn hefði verið í heilu lagi, svo hægt hefði verið að bera hann saman við reikninga bæjarins og mynda sér um hann rökstudda skoðun.

 

Þorsteinn M. Jónsson er sem stendur ekki hér í bænum, en mun gera grein fyrir sínu máli síðar hér í blaðinu, en til bráðabirgða óskar Einherji eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

  1. Hve miklu hærri upphæð var varið til aðgerða og endurbóta á "Rauðku" 1938 en þeim kr. 14.621,51 sem tilfærðar eru í útdrættinum?

  2. Hversu mikið greiddi "Rauðka" í  vexti og afborganir 1938?

  3. Hve mikið afskrifaði "Rauðka"1938 eða lagði í fyrningarsjóð?