Hæstaréttardómurinn í verksmiðjumálinu.
Síðustu vikurnar hefir verið nokkurt umtal hér í bænum um deilu og málaferli milli bæjarsjóðsins og ríkisverksmiðjanna út at fasteignagjaldi til bæjarins hér fyrir árið 1938. - "Mjölnir", flutti grein 22. f.m. og hældist mjög yfir hinum glæsilega sigri, sem bærinn hefði unnið í þessu múli. "Einherji" flytur svo svargrein 8.þ.m. og birtir lögtaksferðina frá 7. september í fyrra og hæstaréttardóminn frá 7. júní með forsendum.
Telur "Einherji" að ríkisverksmiðjurnar hafi unnið málið. Þetta mál má því kalla alveg einslakt í sinni röð, ef bæði blöðin hafa rétt fyrir sér um málsúrslitin. "Mjölnir" svarar svo "Einherja" 10. þ.m. og heldur fast við sitt.
"Siglfirðingur" hefði alls ekki látið þetta mat skipta sig neinu, ef það væri ekki þannig vaxið, að það hefði talsverða þýðingu fyrir bæjarfélagið, bæði að því er það snertir, að með nefndum hæstaréttardómi er því slegið föstu, hve hátt hundraðsgjald að ríkisverksmiðjunum ber að greiða í bæjarsjóð, af fasteignum sínum hér, og að eigi er holt né hyggilegt fyrir bæinn, að krefja gjaldendurna um meira en honum ber að lögum.
"Siglfirðingur" mun láta deilu þeirra Mjölnis og Einherja atskiptalausa, en_ af því að bæði þessi blöð eru fremur litið lesin af Sjálfstæðismönnum og af fæstum þeirra trúað, og þá síst þegar eins mikið ber á milli og hér, þá þykir rétt að kynna málið nokkuð, lesendum Siglfirðings, og láta þá svo sjálfa um það, að skera úr því, hver aðiljanna er hinn sigrandi og hver hinn sigraði.
Siglufjarðarbær krafði ríkisverksmiðjurnar í fyrra sumar um fasteignagjald samkvæmt lögum nr. 69. 1937, og reglugerð nr. 27, 1938, samtals kr. 23.302.00, og taldi stjórn verksmiðjanna að þetta gjald væri of hátt, eða að reikningurinn væri rangur.
Var svo framkvæmt lögtak fyrir gjaldi þessu 7. september 1938, í fasteignum og fylgifé verksmiðjanna. Verksmiðjustjórinn mótmælti lögtakinu og reikningi bæjarins "sem röngum" - Mat á fasteignum Síldafverksmiðja ríkisins og reglugerð um fasteignaskatt til Siglufjarðarkaupstaðar, sýna það augljóst, að reikningurinn er rangur, segir hann í réttinum.
Jón Gunnarsson áfrýjaði svo lögtaksgjörðinni til hæstaréttar. Fyrir hæstarétti sótti Jón Ásbjörnsson málið fyrir ríkisverksmiðjurnar, en Pétur Magnússon varði það fyrir hönd Siglufjarðarbæjar. Dómur hæstaréttar féll sem að ofan getur 7. júní.
Krafa ríkisverksmiðjanna var, að þeim yrði gert aðeins að greiða kr. 17.151.00, en til vara kr. 19.399.00 og tildæmdur málskostnaður. - Krafa bæjarins, að ríkisverksin. yrðu dæmdar til að greiða ekki alla upphæðina kr. 23,302,00, heldur kr. 22.255,00, en til vara, kr. 19.1399.00, sem er sama upphæð og varakrafa ríkisverksmiðjanna svo og málskostnað. og að togtakið verði staðfest.
Samkvæmt reglugerðinni nr. 27, 1938, ber ríkisverksmiðjunum að greiða til bæjarins 1% af fasteignamati húsa og mannvirkja, og 2% af fasteignamati lóða sinna.
Fasteignamat ríkisverksmiðjanna hér var samtals kr. 1.204.900. Af því eru bryggjur og pallar kr. 285,480, - en lóðarréttindi kr. 224.820. - Á þessum tölum byggist svo dómur hæstaréttar, sem hljóðar svo:
Því dæmist rétt vera:
Hinn áfríaði úrskurður og lögtaksgerð eiga að vera óröskuð að því et varðar kr.19.399.00, en eru að öðru leyti úr gildi felld. - Stefndi, bæjarstjóri Siglufjarðar, f.h. bæjarsjóðs, greiði áfrýjanda, Jóni Gunnarssyni f.h. Síldarverksmiðja ríkisins, Siglufirði, kr. 300.00 í málskostnað fyrir hæstarétti.
Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum.
Hæstiréttur minnist ekki á dráttarvexti af upphæðinni. né heldur kostnaðinn við lögtakið.
Siglfirðing er hinsvegar kunnugt um, að bæjarstjóri hefur krafið ríkisverksmiðjurnar um dráttarvextina, en þeirri kröfu verið neitað, og virðist stjórn verksmiðjanna alráðin í því, að meta dóm Mjölnis í því efni að engu, en Mjölnir "dæmdi" bænum dráttarvextina hiklaust 22. fyrra mánaðar. - Hitt mun nú sanni nær, að hæstiréttur hafi með vilja gengið fram hjá dráttarvöxtunum í dómi sínum, svo sem í hegningarskini fyrir það, að bærinn krafði ríkisverksmiðjurnar um hærri upphæð, en hann hafði rétt til að lögum.
Aðiljarnir mætast í varakröfunum svo nákvæmlega, að engu skeikar og hæstiréttur telur að þeir hafi mæst á réttum stað. Þar um hljóðar dómur hans.
Það er Langt frá því, að Siglfirðingur vitji telja bæjarsjóð of haldinn af því, þótt hana hefði fengið alla kröfu sína dæmda sér.
Ríkisverksmiðjurnar hafa notið hér og njóta enn, svo margvíslegra hlunninda af hálfu bæjarins, að þær mættu gjarnan greiða meira til hans en þær gera. en fyrir þeim greiðslum þurfa að vera lagaheimildir.
|