Verður Rauðka stækkuð? | Blanda | Stjórnin svarar ekki | Fasteignaskattsmálið (1) | Hann fer að kula | Bæjarstjórnarfundur | Þormóður hótar | Mjölnis-molar | Leiðrétting .... | Annar borgarfundur | Umhyggja ! | Rauðka-Neisti | Borgarafundur (Neisti) | Rauðku-málið | Útvegsbankalánið | Mjölnir setur met í... | SR eða Rauðka? (1) | Óhróður Alþýðublaðsins | Hvar hviknar í næst? | Hverjir eiga að byggja | Eysteinn Jónsson "talar" | Borgarfundur (Einherji) | Reykjavíkurblöð um fundinn | Út af ummælum | 2 einkennilegir fundir ! | Hæstaréttardómur | Yfirlýsing-Rauðka | Rauðka-Siglfirðingur | Grein: Jón Gíslason | Tillaga minnihl. stj.SR

>>>>>>>>>>> Óhróður Alþýðublaðsins

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einherji, 26. ágúst 1939

Síldarverksmiðjumálin

Óhróður Alþýðublaðsins um bankaráð
Útvegsbanka
ns.

 

Alþýðublaðið birti í gær grein um síldarverksmiðjumálin og segir þar m.a. að Eysteinn Jónsson ráðherra hafi fengið fulltrúa í bankaráði Útvegsbankans til að bregðast gefnu loforði um stuðning við byggingu síldarverksmiðju, sem Siglufjarðarbær hafi ætlað að reisa.

 

Það er ekki venja að ákvarðanir bankanna um lánveitingar eða byrgðir séu ræddar opinberlega. Það er ekki gert nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi og þær eru ekki til staðar í þetta sinn. En fyrst umræður eru hafnar um þetta mál, þykir Tímanum rétt að taka fram eftirfarandi:

 

Það er vafalaust, að Útvegsbankinn hefir aldrei lofað Siglufjarðarbæ láni né ábyrgð til þessarar verksmiðjubyggingar, þótt hitt sé sennilega rétt, að einstakir menn innan bankans hafi veitt um það ádrátt fyrir löngu síðan, ef viss skilyrði væru fyrir hendi.
 

Það mun hafa verið sameiginlegt álit mikils meirihluta bankaráðsins, að eins og nú væru horfur um afkomu útgerðarinnar, og þar af leiðandi um skuldainnheimtu, væri algerlega ókleift, að bankinn tæki á sig þungar ábyrgðir og lofaði mörg þúsund króna láni í stofnkostnað nýrrar verksmiðju.
 

Mun enginn ábyrgur maður geta litið öðruvísi á, enda er það víst að fjárhagsleg rök, en ekkert annað, liggja til ókvarðana Útvegsbankans i þessu máli.
 

Það er því algerlega rangt og áslæðulaust, að vera að búa til einhverjar tröllasögur um, að bankaráð Útvegsbankans hafi byggt þessar ákvarðanir á fyrirskipunum frá hærri stöðum.
 

Hitt er annað mál - og Tíminn hefir ekki farið neitt dult mið það, - að forráðamenn Framsóknarflokksins eru þeirrar skoðunar, að hyggilegra sé að auka bræðslugetu ríkisverksmiðjanna á Siglufirði en byggja þar nýja verksmiðju.
 

Þessa skoðun sína byggja þeir m.a. á þeirri staðreynd, að stækkun ríkisverksmiðjanna er miklu ódýrari og hagkvæmari en bygging nýrra verksmiðju. Fleiri gild rök mætti nefna þótt það verði ekki gert að sinni.
 

Hinsvegar munu allir sammála um, að það sem nú sé mest aðkallandi í síldarverksmiðjumálunum, sé aukning ríkisverksmiðjunnar á Raufarhöfn og að sú framkvæmd eigi að ganga fyrir öðrum á þessu sviði.
 

Það má næsta furðulegt heita, að reynt sé að nota framangreinda ákvörðun Útvegsbankans sem sönnun þess, að einhverjir "vondir menn" vilji koma í veg fyrir aukningu síldarverksmiðlanna.
 

Í aðra röndina er þetta samt skiljanlegt, því vitanlegt er, að sjómenn og útgerðarmenn hafa áhuga fyrir þessum málum og því ekki óhugsanlegt, að þá megi blekkja með slíkum skrifum. Til þess mun líka leikur Alþýðublaðsins gerður.
 

En það getur blaðið átt jafnvist, að sjómenn og útgerðarmenn skilja, að þeim er engu minna hagsmunamál, að bræðslugetan sé aukin á sem ódýrastan og hagkvæmastan hátt, en það hefði vissulega ekki orðið, ef "Rauðka" hefði verið endurreist.
 

Alþýðublaðið telur sig kannski hafa fyrir því betri heimildir en Tíminn, að sjómönnum sé það sérstakt áhugamál, að frekar sé ráðist í dýrari framkvæmdina, sökum þess að hún er á vegum kommúnista, en ekki ríkisins.
 

Tíminn hefir ekki heyrt neitt frá sjómönnum, sem bendir í þessa átt og hann þarf áreiðanlega að fá betra vitni en Alþýðublaðið til að trúa því.

(Tíminn,19.ágúst1939.)