Siglfirðingur 9. ágúst 1939
Tillögur Jóns Þórðarsonar og Finns Jónssonar í verksmiðjumálinu.
Við undirritaðir leggjum til að verksmiðjustjórnin mæli með við ríkisstjórnina:
Að Siglufjarðarkaupstað verði leyft að stækka síldarverksmiðjuna -Rauðku. þannig, að hún vinni úr 5000 málum á sólarhring.
Að afköst S. R. 30 verksmiðjunnar á Siglufirði verði aukin um 2500 mál á sólarhring. Verði sú stækkun framkvæmd fyrir næstu síldarvertíð.
Jón L. Þórðarson (sign). Finnur Jónsson (sign).
Að gefnu tilefni viljum við undirritaðir taka það skýrt fram, að við höfum frá því fyrsta, verið því ákveðið fylgjandi, að byggð verði, svo fljótt sem auðið er, 5.000 mála verksmiðja á Raufarhöfn, enda hefir þetta oft og mörgum sinnum komið fram í umræðum og bókunum í verksmiðjustjórninni þegar mál þetta hefir verið rætt, sem og einnig í áskorunum til ríkisstjórnarinnar.
Leggjum við mikla áherslu á, að þessu verði hrundið í framkvæmd eins fljótt og hægt er og að verksmiðjustjórnin skori enn á ný á ríkisstjórnina að útvega þegar lán til þessara framkvæmda.
Jón L. Þórðarson (sign.) Finnur Jónsson (sign.) |