Þormóður hótar ofbeldisverkum.
Þormóður Eyjólfsson hefur stefnt ábyrgðarmanni Mjölnis og krafist, að blaðið taki aftur þau ummæli sín, um að Þormóður væri landráðamaður við Siglufjarðarkaupstað og að hann væri smánarblettur á bænum.
Þessu var auðvitað neitað, því öll framkoma Þormóðs undanfarið i garð Siglufjarðar hefir verið svo fjandsamleg, sem mest má vera og fullkomin landráð við bæjarfélagið.
Þormóður þorir ekki að verja sig fyrir dómi almennings og óskar heldur að fá dóm Guðmundar bæjarfógeta um málið og er þá eins og málefni standa til.
Á sáttanefndarfundi lýsti Þormóður því yfir, að völdin skyldu verða tekin af núverandi bæjarstjórnarmeirihluta án kosninga. Það væri þegar ákveðið.
Ennfremur sagði Þormóður, að það væri ákveðið að senda fjölmenna ríkislögreglu til Siglufjarðar.
Ekki er vitað hvort Þormóður lýgur þessu upp eða að þjóðstjórnar-meirihlutinn hefir lofað honum að beita Siglfirðinga ofbeldisráðstöfunum. |