Verður Rauðka stækkuð? | Blanda | Stjórnin svarar ekki | Fasteignaskattsmálið (1) | Hann fer að kula | Bæjarstjórnarfundur | Þormóður hótar | Mjölnis-molar | Leiðrétting .... | Annar borgarfundur | Umhyggja ! | Rauðka-Neisti | Borgarafundur (Neisti) | Rauðku-málið | Útvegsbankalánið | Mjölnir setur met í... | SR eða Rauðka? (1) | Óhróður Alþýðublaðsins | Hvar hviknar í næst? | Hverjir eiga að byggja | Eysteinn Jónsson "talar" | Borgarfundur (Einherji) | Reykjavíkurblöð um fundinn | Út af ummælum | 2 einkennilegir fundir ! | Hæstaréttardómur | Yfirlýsing-Rauðka | Rauðka-Siglfirðingur | Grein: Jón Gíslason | Tillaga minnihl. stj.SR

>>>>>>>>>>> Hann fer að kula

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir, 18. júlí 1939.

 

Rauðka.

 »Þetta fer að lagast-hann fer nú að  kula«.

 

Ríkisstjórnin svarar bæjarstjórninni engu ennþá og hefir nú leitað álits stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins.

 

Finnur Jónsson og Jón Þórðarson, beita sér fyrir að leyfið verði veitt, en gegn því hefur Þormóður með sér Svein Ben. og Þorstein M. Jónsson. En kjarkurinn hjá Þormóði og Co. var ekki meiri en það, að þeir óskuðu eftir að fresta afgreiðslu málsins, og lögðu til, að verksmiðjustjórnin færi til Reykjavikur og afgreiddi málið þar.

Löndunarbið um 1936

 

Daginn, sem mest barst að af síld og 30 skip biðu afgreiðslu hjá ríkisverksmiðjunum hitti undirritaður Þormóð Eyjólfsson á lóð ríkisverksmiðjanna, og sagði honum að verið væri að taka mynd af skipunum, sem biðu, en sú mynd ætti að sýna, hve mikil fjarstæða væri að halda því fram, að ekki þyrfti fleiri síldarverksmiðjur og var Þormóður spurður hvernig hann héldi að honum myndi ganga að fá fólk til að trúa sér, ef sama veiði héldist i 4-5 daga, því þá myndu sennilega 60-80 skip bíða. Þormóður svaraði og sagði of snemmt að hlakka yfir því og bætti svo við:

 

»Þetta fer að lagast - hann fer nú að kula«.

 

Þannig talaði stjórnarformaður ríkisverksmiðjanna. Varla er hægt að hugsa sér nokkur orð, sem lýsa svívirðilegri og spilltari hugsunarkætti en þessi, að gleðjast yfir því að veiðiveður versni.

 

Slík námenni ættu ekki að stjórna fyrirtækjum fyrir útgerðarmenn og sjómenn.

 

Hvað hugsar Framsóknarflokkurinn sér með þennan mann. Umboð sitt í bæjarstjórn hefir hann margsvikið og er nú allra hatramasti fjandmaður bæjarfélagsins og leggur ham alla krafta til að vinna gegn aðaláhugamáli bæjarbúa, endurbyggingu Rauðku.

 

Hann hefir og reynt að hafa réttmætar tekjur af bæjarsjóði, með því að láta ríkisverksmiðjurnar leggja út í málaferli til að reyna að komast undan greiðslu á fasteignaskatti.

 

Hann reyndi að koma á stað kaupdeilu við ríkisverksmiðjurnar s.l. vor, sem hefði skaðað bæinn, ef af hefði orðið.

 

Hann hefur með blekkingum og ósannindum reynt að koma sér undan að greiða sanngjarna húsaleigu fyrir vörugeymsluhús það, er hann leigir af Hafnarsjóði og þannig mætti lengi telja.

 

Getur Framsóknarflokkurinn haft þennan mann sem fulltrúa sinn í bæjarstjórn?

 

Heiðarlegur stjórnmálaflokkur getur ekki haft svona menn í trúnaðarstöðum.

 

Siglfirðingar hafa þó búið þannig að þessum manni, að hann hefir ekki undan að kvarta.

 

Honum hefir verið troðið i hverja trúnaðarstöðuna eltir aðra, en allstaðar hefir hann brugðist, enda er nú traustið a honum á þrotum, því öll hans störf hafa verið miðuð við að pota sjálfum sér áfram, ekkert áhugamál annað hefir hann átt, og þá sjaldan að hann hefir léð góðu máli fylgi, hefir það ekki verið málsins vegna, heldur af einhverjum persónulegum ástæðum, t.d. öfund (samanborið Goos eignakaupin).

 

Þormóður á enga pólitíska sannfæringu, en hefir talið sig geta haft mest upp úr, að látast fylgja Framsóknarflokknum. Samþykktir flokksins virðir hann að vettugi ef honum sýnist, eins og þegar hann kaus sjálfan sig sem formann ríkisverksmiðjustjórnar, þrátt fyrir samning Framsóknarflokksins við Alþýðuflokkinn.

 

En það verða Framsóknarmenn að skilja, að það er ekki nóg að þeir sverji Þormóð af sér i einkasamtölum við menn. Þeir verða að afneita honum opinberlega, ef vanvirða hans á ekki að skella á flokki þeirra.

 

Og eins og Þornróður er einn allra Siglfirðinga um að gleðjast yfir versnandi veiðiveðrið, eins er hann einn í hinni svívirðilegu afstöðu sinni í -Rauðku- málinu og einn í þessum bæ um að vera pólitískur svindlari, sem 99 % bæjarbúa fyrirlita.

 

Takist Þormóði að hindra endurbyggingu Rauðku, ættu Siglfirðingar allir, sem einn maður, að skora á hann að flytja burtu úr bænum, sem hann hefur verið að launa gott með illu.

P. G