Umhyggjusamur maður.
Sagt er að verkfæri Þormóðs, Jón Gunnarson, svokallaður framkvæmdastjóri ríkisverksmiðjanna, hafi miklar áhyggjur út af því að geta ekki skaffað verkamönnum verksmiðjanna atvinnu, til þess að þeim gefist kostur á að sjá fyrir sér og sínum, og er það vel farið.
Ennfremur mun hana vera önnum kafinn við að beita áhrifum sínum við ríkisstjórn og fleiri, að veitt verði byggingarleyfi til þess að endurhyggja Rauðu verksmiðjuna hér á staðnum.
Þó mun hann hafa mestar áhyggjur út af því að geta ekki greitt Siglufjarðarbæ þær 23 þúsund krónur, sem verksmiðjunum ber að greiða samkvæmt lögum um húsaskatt, en sem nú er til umsagnar í hæstarétti af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.
Oddur. |