Verður Rauðka stækkuð? | Blanda | Stjórnin svarar ekki | Fasteignaskattsmálið (1) | Hann fer að kula | Bæjarstjórnarfundur | Þormóður hótar | Mjölnis-molar | Leiðrétting .... | Annar borgarfundur | Umhyggja ! | Rauðka-Neisti | Borgarafundur (Neisti) | Rauðku-málið | Útvegsbankalánið | Mjölnir setur met í... | SR eða Rauðka? (1) | Óhróður Alþýðublaðsins | Hvar hviknar í næst? | Hverjir eiga að byggja | Eysteinn Jónsson "talar" | Borgarfundur (Einherji) | Reykjavíkurblöð um fundinn | Út af ummælum | 2 einkennilegir fundir ! | Hæstaréttardómur | Yfirlýsing-Rauðka | Rauðka-Siglfirðingur | Grein: Jón Gíslason | Tillaga minnihl. stj.SR

>>>>>>>>>>> Bæjarstjórnarfundur

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjölnir, 18. júlí 1939

Bæjarstjórnarfundurinn síðasti.

 

Á bæjarstjórnarfundi þeim, sem haldinn var 10. júlí s.l. var Rauðkumálið aðal umræðuefnið.

 

Allir bæjarfulltrúar, nema einn, tjáðu einhuga fylgi sitt við málið og samþykkti bæjarstjórn með öllum atkvæðum nema einu að senda enn einu sinni áskorun til landsstjórnar um að veita nú greið svör, um hvort umbeðið leyfi fengist eða ekki.

 

Þessi eini maður, sem sífellt var á móti, var Þormóður Eyjólfsson.

 

Allur málaflutningur hans var með  eindæmum, bæði rökin og tónninn.

 

Það var ekki umhyggja fyrir Siglufjarðarbæ eða bæjarbúum, sem skein út úr þeim málafylgju, heldur stjórnlaus heift út í þetta mál.

 

Hvað vildi líka bæjarstjórnarmeirihlutinn vera að tala um atvinnuaukningu - Hér var allt of mikil sumarvinna, jú, en ef þessir menn vildu taka sig til og auka vetrarvinnuna, þá skyldi hann, Þormóður Eyjólfsson, taka í hönd þeim.

 

Auk þess væri afkastageta núverandi verksmiðja meira en næg fyrir þann skipaflota, er fyrir hendi væri - nýjar verksmiðjur fengju engin skip. - Samt lýsti ræðumaður því yfir, að verksmiðjur ríkisins mundu byggja nýjar 5.000 mála verksmiðjur, bæði hér og á Raufarhöfn. - Þá var skipaflotinn ekki of lítill - og sumarvinnan ekki allt of hættulega mikil, þá hafði ekki verkafólkið allt of mikið að gera.

 

Bærinn mundi líka tapa hræðilega á sinni nýju verksmiðju, - en samt vildi hann, hinn "tapelskandi" Þormóður láta S.R. kaupa Rauðkulóðina, til að reisa á nýja verksmiðju, víst til að tapa á.

 

Í raun og veru ætti Þormóður að fá fyrstu verðlaun fyrir rökfastan málaflutning, auk alveg sérstakrar, "medalíu" fyrir sitt hrekklausa dúfuhjarta, sem á bak við slær.

 

Kannski láta líka Siglfirðingar verða af því um leið og þeir þakka honum velunnið !! bæjarfulltrúastarf - og veita honum lausn i náð.