| Molar
Mjölnir skýrði frá því fyrir skömmu, að ríkisverksmiðjurnar hefðu tekið sig til og farið að gína yfir vinnslu þeirri á hausum og síldarúrgangi, sem Grána hefir haft undanfarið.
En ekki virðist græðgin hafa gefið hér þann ágóða, er til var ætlast, því að ríkisverksmiðjurnar kunnu, þegar til átti að taka, ekki með þessa vinnslu að fara og ganga sögur um, að þær hafi þegar eyðilagt mjöl fyrir 20-30 þúsund krónur.
=======================
Það þykir nú auðsætt, að ríkisstjórnin hafi með framkomu sinni girt fyrir það, að nokkur aukning verði á síldarverksmiðjum fyrir næsta ár og er þá tilgangi hennar að sjálfsögðu náð.
Hafa Síldarverksmiðjur ríkisins varið tugum þúsunda króna til manna-sendinga til að eyðileggja endurbyggingu Rauðku með þessum árangri, að engin aukning verður framkvæmd á síldarverksmiðjum fyrir næstu vertíð og ef til vill ekki um ófyrirsjáanlegan tíma.
Hversu óverjandi þessi framkoma er, má m. a. draga af því, að í smá veiðihrotu nú alveg nýlega, varð svo fullt á Raufarhöfn, að hlaða varð upp með þrónni og rann lýsið í stríðum straumum í sjóinn.
Hér í SR á Siglufirði hafðist ekki við að taka á móti og biðu 20-30 skip eftir afgreiðslu.
Ríkisstjórnin sér ekki fært að veita Rauðku leyfið, en hún hefir efni á að kasta verðmætum þannig f sjóinn.
=======================
Þegar Jón Gunnarsson lét í haf til að komast yfir lánstilboð Rauðku þar ytra, gerðist Sveinn Ben. ærið umsvifamikill i stjórn ríkisverksmiðjanna.
Ráðskaði hann nú í öllu einn og hugsaði sér að vera framkvæmdarstjóri í fjarvistum Jóns.
En ekki reyndist hin nýja vinátta Þormóðs með öllu græskulaus. Kallaði hann saman stjórnarfund og lét Þorstein M. bera fram tillögu um, að Magnús Blöndal skyldi vera framkvæmdarstjóri, meðan Jón væri í burtu.
Var tillaga þessi samþykkt gegn atkvæði Sveins. Er sagt, að Sveini hafi orðið svo mikið um, að hann hafi misst matarlystina þann daginn. |