Snjóþungi á Sigló | Tunnuverksmiðjubruni | Eldur í tunnuverksmiðju | Ferðasaga myndanna | Fréttaskýring | Erlingur Jónson | Tunuverksm.viðtöl | Þrjár fréttir frá Sigló | Áramótin 63/64 | Brotin rúða | Siglufjarðarskarð fært | Skotkeppni | Verkefnasýning | Skemmtileg skíðakeppni | Skarðsmótið 1964 | Göngukeppni | Draugur strandar | Nornen sækir Draug | Sjávarborg | Fyrsta síldarsöltunin | Sigvald tók niðri | Siglfirðingur SI 150 | Ufsinn í hættu | Falleg Síld á Sigló | Svipmyndir - Sigluf. | Lauginni lokað | Í snjó í Siglufjarðarskarði | Síld í september | Þrjár fréttir | Borgarísjaki | Fjórar fréttir

>>>>>>>>>>> Tunnuverksmiðjubruni

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudagur 10 janúar: (forsíðan). Ljósmynd: Steingrímur. Textinn Mbl.

Athugið; myndasyrpa frá þessum bruna ,og fleiri brunum er  á "Brunasögur"

Tunnuverksmiðja ríkisins á Siglufirði brann til ösku:

Tjón á húsi, vélum og timbri um 13 miljónir kr. -   40 Siglfirðingar atvinnulausir.

Tunnuverksmiðja ríkisins á Siglufirði brennur og slökkviliðsmenn beita slöngum sínum á eldinn. Myndina tók Steingrímur Kristinsson ljósmyndari blaðsins á Siglufirði. Sjá fleiri myndir á bls.24

Í GÆR brann Tunnuverksmiðja ríkisins á Siglufirði til kaldra kola. Kviknaði í timburgólfi meðfram skorsteini og var eldur lengi falinn í timburstafla, áður en hann blossaði upp. Barðist slökkviliðið á Siglufirði í alla fyrrinótt og í gærdag við eldinn, lengi með súrefnisgrímur vegna reyks, en undir kvöld var búið að mestu nema hvað glóð var enn í timbrinu. Var þá allt brunnið sem brunnið gat í verksmiðjunni.

Gífurlegt tjón hefur orðið í bruna þessum. Giskaði Einar Haukur Ásgrímsson, tæknilegur framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, á það í símtali við blaðið í gær, að að tjón væri um 13 miljónir króna.  Þó var það lán í óláni að skip með 400 standara af tunnuefni til verksmiðjunnar , er á leiðinni og rétt ókomið til Siglufjarðar.

 

Haukur sagði, að miklir erfiðleikar yrðu líka af því að 40 menn sem unnið hafa í tunnuverksmiðjunni missa nú vinnuna, því lítil atvinna er á Siglufirði nú í vetur. Aftur á móti hefur bruninn ekki áhrif á síldarsöltun, því hægt væri að fá tunnur frá Noregi.

 

Húsið sem brann var 2000 ferm. að flatarmáli, 8-10 m. hátt hús, byggt um  1950. -- Á landinu eru tvær verksmiðjur, á Siglufirði og Akureyri og framleiðsla þeirra  70-80 þú. tunnur á ári, hvorrar um sig.
 

ELDUR Í TIMBURHLAÐA VIÐ SKORSTEININN

FRÉTTAMENN  blaðsins á Siglufirði símuðu eftirfarandi frásögn af brunanum, upptökum hans og baráttu slökkviliðsins við eldinn:

Um klukkan hálf tíu á miðvikudagskvöld var slökkviliðið kvatt út vegna elds í Tunnuverksmiðjunni. Sá eldur var í vélahúsi verksmiðjunnar, nánar til tekið við skorstein í húsinu. Skorsteinn þessi, sem er við ketil þar sem brennt er spónum og öðru, er hlaðinn úr múrsteini, múrhúðaður, og að auki er hann einangraður með vikurplötum. Talið er að kviknað hafi í út frá skorsteini þessum.

Eldurinn var umhverfis skorsteininn, en og þar var ekkert úrgangsefna, aðeins timbur á milli lofta, en Tunnuverksmiðjan er tvílyft, byggð inni í stóru járngrindarhúsi. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins við skorsteininn. Er enginn reykur var sjáanlegur lengur, hélt slökkviliðið af staðnum, en sex menn voru skildir eftir á brunavakt, og voru þeir á stöðugu varðbergi.

Á milli verksmiðjunnar sjálfrar og lagersins er 15 cm. þykkur vikurveggur, múrhúðaður beggja megin. Við þann vegg er umræddur skorsteinn, að innanverðu í verksmiðjunni, en hinum megin veggjar var mikill timburstafli af tunnubotnaefni. Þar á milli efnisstaflans og veggsins, er talið að eldurinn hafi blossað upp í annað sinn.

 

ELDURINN BLOSSAÐI UPP AFTUR

Um klukkan tvö í nótt, fimm mínútum áður en eldsins varð vart, gengju menn fram hjá þessum timburstafla og urðu einskis varir, hvorki elds né reyks. Á sama augnabliki og elds varð vart, hringdi Stefán Friðriksson lögregluþjónn til vaktmannanna í verksmiðjunni til að spyrja frétta. Fyrir svörum varð Björn Hafliðason brunavörður, og hvað hann ekkert vera að frétta, allt í stakasta lagi [síminn var staðsettur inni í verksmiðjunni; athugasemd. S.K. nú árið 2001]

En áður en samtali þeirra  Stefáns og Björns lauk var hrópað að eldur væri laus. Spratt eldurinn þá upp á augabragði, en vaktmönnum tókst að bæla mesta eldinn..

 

Framhald á næstu síðu...........

 

Athugasemd mín (S.K.) árið 2001"Standari" ; "Petrograd-Standard" (timbur) er sama og 165 cubic fet sem er það sama og 4,672 m³. (Heimild: Fjölvís vasabók 2001). 400 standara af tunnuefni er því sama og 1868 rúmmetrar"