Snjóþungi á Sigló | Tunnuverksmiðjubruni | Eldur í tunnuverksmiðju | Ferðasaga myndanna | Fréttaskýring | Erlingur Jónson | Tunuverksm.viðtöl | Þrjár fréttir frá Sigló | Áramótin 63/64 | Brotin rúða | Siglufjarðarskarð fært | Skotkeppni | Verkefnasýning | Skemmtileg skíðakeppni | Skarðsmótið 1964 | Göngukeppni | Draugur strandar | Nornen sækir Draug | Sjávarborg | Fyrsta síldarsöltunin | Sigvald tók niðri | Siglfirðingur SI 150 | Ufsinn í hættu | Falleg Síld á Sigló | Svipmyndir - Sigluf. | Lauginni lokað | Í snjó í Siglufjarðarskarði | Síld í september | Þrjár fréttir | Borgarísjaki | Fjórar fréttir

>>>>>>>>>>> Verkefnasýning

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðvikudagur 29. apríl 1964. Fleiri myndir frá þessari uppákomu, ef þú smellir á hnappinn "fleiri myndir"

Verkefnasýning í Æskulýðsheimili Siglufjarðar.

MEÐFYLGJANDI myndir eru frá sýningu á verkefnum unglinga sem sótt hafa Æskulýðsheimilið á Siglufirði. Voru það ýmiskonar bast- og tágamunir, teikningar ofl.

Myndir unglinganna: Ragnar Páll Einarsson listmálari sagði til um teiknun og meðferð lita.

 

Æskulýðsheimilið hóf starfsemi sína sl. haust. Er það rekið af Æskulýðsráði, sem 10 menningarfélög standa að. Síldarverksmiðjur ríkisins lögðu til húsnæði og bæjarsjóður hefur stutt starfsemina með fjárframlögum. Í upphafi voru skráðir 130 unglingar á aldrinum 12-17 ára í eftirfarandi tómstundagreinar: leiklist, föndur (bast og tágar), teiknun og meðferð lita, ljósmyndagerð og bridge.

Flestir voru skráðir  í leiklistina, eða  43. Kennarar við námskeiðin voru Júlíus Júlíusson, Margrét Hallsdóttir, Jóhannes Þórðarson og Ragnar Páll Einarsson.  Bridgefélag Siglufjarðar tók að sér að

Bastvinna, skermar ofl.

leiðbeina í bridge. Æskulýðsheimilið hefur verið opið daglega en auk námskeiða í fyrrgreindum tómstundagreinum.

Aðal starf heimilisins að halda uppi skemmtanalífi fyrir unglinga. Hafa verið haldnar kvöldvökur á laugardagsdagskvöldum, þar sem til skemmtunar hafa verið leikþættir, upplestur, söngur og dans ofl. og hafa unglingarnir sjálfir annast skemmtiatriðin. Einnig hefur séra Ragnar Fjalar Lárusson talað á þessum kvöldvökum og tekið þátt í undirbúningi  þeirra.

Kvikmyndasýningar hafa verið tíðar, bæði sýndar skemmti og  fræðslumyndir og einnig litskuggamyndir, ma.úr nágrenni Siglufjarðar. Mörg félög og klúbbar hafa aðsetur með starfsemi sína í  Æskulýðsheimilinu. Má þar með nefna skátafélög og tóbaksbindindisfélag, ljósmyndaklúbb, vélhjólaklúbb og frímerkja- klúbba.  

Á skemmtun, sem  Æskulýðsráð  hélt til ágóða fyrir starfsemi Æskulýðsheimilisins komu  fram 30-40 unglingar, nemendur á leiklistarnámskeiðinu, í leikþáttum, gamanvísnasöng og danssýningu. þá  má geta þess að 1. desember var minnst með hátíðlegri athöfn í heimilinu. Jólavaka var haldin 22. desember og áramótadansleikur haldinn á þess vegum í Sjómannaheimilinu. Umsjónamaður heimilisins hefur verið Júlíus Júlíusson.


Ljósmyndir og texti: Steingrímur