Snjóþungi á Sigló | Tunnuverksmiðjubruni | Eldur í tunnuverksmiðju | Ferðasaga myndanna | Fréttaskýring | Erlingur Jónson | Tunuverksm.viðtöl | Þrjár fréttir frá Sigló | Áramótin 63/64 | Brotin rúða | Siglufjarðarskarð fært | Skotkeppni | Verkefnasýning | Skemmtileg skíðakeppni | Skarðsmótið 1964 | Göngukeppni | Draugur strandar | Nornen sækir Draug | Sjávarborg | Fyrsta síldarsöltunin | Sigvald tók niðri | Siglfirðingur SI 150 | Ufsinn í hættu | Falleg Síld á Sigló | Svipmyndir - Sigluf. | Lauginni lokað | Í snjó í Siglufjarðarskarði | Síld í september | Þrjár fréttir | Borgarísjaki | Fjórar fréttir

>>>>>>>>>>> Ferðasaga myndanna

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Föstudagurinn 10. janúar 1964 (baksíða) Ljósmynd: Ingvar Björnsson.
Ferðasaga myndanna frá Siglufirði

MYNDIR þær af bruna Tunnuverksmiðjunnar á Siglufirði, sem birtist í dag eiga sér sögu --- raunar  ferðasögu. Okkur hér á Morgunblaðinu þótti hún skemmtileg og látum hana fylgja myndunum til gamans.

 

Steingrímur Kristinsson ljósmyndari á Siglufirði var á ferli á brunastaðnum í gærmorgun og aðfaranótt miðvikudags (skemmdi reyndar 5000 kr. myndavél, er ól slitnaði þegar hann var staddur uppi á olíutanki). --  Hann sendi svo myndirnar í  snarheitum með mótorbát til Haganesvíkur, þar sem Björn í Bæ, fréttaritari blaðsins á Höfðaströndinni ætlaði að taka þær og aka með til Sauðárkróks, en fréttaritarinn þar, Guðjón Sigurðsson, að flytja þær með hraði í Varmahlíð í veg fyrir Akureyrarbíl. Þetta var sem sé skipulagt og átti að duga. En ekki var reiknað með höfuð skepnunum.

 

Björn í Bæ sagði svo frá er hann kom til Sauðárkróks:

Við fórum af stað kl.1,30 áleiðis til Haganesvíkur, til að ná í filmurnar, það var sunnan rok og munaði litlu að bíllinn fyki á leiðinni út af veginum. Þegar báturinn kom til Haganesvíkur var ófært, með filmurnar til Sauðárkróks og Guðjóns í Varmahlíð. 

Þar beið vörubíll frá Stefni á Akureyri, sem var á leið suður og fréttaritarinn á Akureyri Sverrir Pálsson hafði beðið liðsinnis. Og loks óku tveir blaðamenn á léttum bíl norður í Hvalfjörð á móti filmunum, því þá var hver mínúta dýmæt orðin.

Ólafur K Magnússon, ljósmyndari framkallaði og myndamótamenn biðu til að taka myndmót og hér birtast þær í blaðinu í dag.

 

 

(Athugasend S.K. árið 2001;  þessi mynd er tekin af Ingvari Björnssyni rafvirkja. Myndin er skönnuð

beint úr Mbl. þar sem viðkomandi fima/mynd er ekki í minni vörslu.)