Snjóþungi á Sigló | Tunnuverksmiðjubruni | Eldur í tunnuverksmiðju | Ferðasaga myndanna | Fréttaskýring | Erlingur Jónson | Tunuverksm.viðtöl | Þrjár fréttir frá Sigló | Áramótin 63/64 | Brotin rúða | Siglufjarðarskarð fært | Skotkeppni | Verkefnasýning | Skemmtileg skíðakeppni | Skarðsmótið 1964 | Göngukeppni | Draugur strandar | Nornen sækir Draug | Sjávarborg | Fyrsta síldarsöltunin | Sigvald tók niðri | Siglfirðingur SI 150 | Ufsinn í hættu | Falleg Síld á Sigló | Svipmyndir - Sigluf. | Lauginni lokað | Í snjó í Siglufjarðarskarði | Síld í september | Þrjár fréttir | Borgarísjaki | Fjórar fréttir

>>>>>>>>>>> Sjávarborg

 

Til forsíðu
Til baka
Fleiri myndir




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðvikudagur 24. júní 1964. Ljósmyndir og texti: Steingrímur. 
Sjávarborg á Siglufirði

HÉR á Siglufirði tóku nokkrir vaskir drengir  sig saman fyrir skömmu og byggðu þar  félagsheimili á staurum úti á sjó það er  næstum fullbúið nú og hefur verið tekið í  notkun. Húsið er 4 herbergi og gangur niðri,  auk tveggja herbergja í risi Til flutninga til og  frá húsinu, sem drengirnir nefna Sjávarborg, hafa þeir litla kænu.

Ég er 80 kg að þyngd, en þeim óx  ekkert, í augum að ferja mig út í  Sjávarborg, þegar ég heimsótti þá á dögunum.

Strákarnir stofnuðu í byrjun með sér  félagsskap í þeim tilgangi að reisa hús  þetta, þar sem þeir gætu stytt sér stundir.  Lög félagsins voru ekki mjög flókin, enda aðeins í gildi meðan Sjávarborg var í byggingu.  Þau hljóða svo: Allir skulu vinna að  byggingunni meðan á verkinu stendur, en  mæti einhver félagsmanna ekki til vinnu,  skal hann greiða kr.2.00 í sjóð, sem nota  skal til að kaupa fyrir nagla og aðrar  byggingavörur. Árni, gjaldkeri, sagði mér á  ferjunni á Leiðinni út í Sjávarborg, að  nauðsynlegt hefði verið að meðlimirnir  fengju sér frí við og við, til þess að eitthvað  kæmi í sjóðinn.

Annars kvað hann mest af  byggingarefninu hafa fengist í fjörunni og af  öskuhaugunum, sem eru þarna í grenndinni.

Meðlimir félagsins hafa að sjálfsögðu með  sér verkaskiptingu. Kristján er forstjóri,  arkitekt, trésmíðameistari og uppfinningamaður, Árni gjaldkeri, Magnús  kokkur, Árni kyndari, Björn aðstoðarmaður,Kjartan hjálpar- kokkur, Þórður aðstoðarmaður, Björn  aðstoðarmaður og Guðbrandur vélsög.  Guðbrandur notar ekki vélsög við starfa  Sinn, heldur hefur verið skírður nafni þessu, þar sem vinnubrögð hans í höndum  þykja líkjast vélsög.

 S.K.

Sjávarborg með eigendurna á þaki. Talið frá vinstri: Magnús, Árni, Björn, Kjartan, Þórður, Björn, Guðbrandur, Árni og Kristján.