Skarðsmótið 1964

Skíðafólkið,
sumt léttklætt, á efri hluta mótsvæðisins. Örin bendir á sjálft
Siglufjarðarskarðið
Siglufirði 18.
maí:--- HIÐ ÁRLEGA skíðamót, Skarðsmótið,
hófst s.l. laugardag 16. þ.m. kl. 16. Sólskyn og hlítt veður
var og góð aðstaða til skíðamóts. Aldrei áður hefur verið jafn
fjölmennt af keppendum á Skarðsmóti og nú., eða 28 keppendur frá
Siglufirði, 19 frá Reykjavík, 11 frá Akureyri, 7 frá Ólafsfirði, 5
frá Ísafirði og 2 frá Seyðisfirði, en það er í fyrsta skipti sem
Seyðfirðingar sækja þetta mót. Samtals 71 þátttakandi.
Mótstjóri var
Sverrir Sveinsson og setti hann mótið og bauð meðal annars
Seyðfirðingana sérstaklega velkomna og sagðist vona að þeir og að
allir aðrir bæir og íþróttafélög héldu áfram að senda fulltrúa
sína á þetta skemmtilega skíðamót. Keppnin sjálf hófst,
milli unglinga 12-14 ára í svigi. Þessi keppni var bæði skemmtileg og
spennandi, 9 drengir sýndu þarna hvað þeir kátu, en mest bar þó á
tveim drengjum frá Reykjavík, þeim Eyþóri Haraldssyni og Tómasi
Jónssyni, enda kom engum á óvart, þegar þeir sigruðu glæsilega,
-
Eyþór
Haraldsson á 55,5 sek.
-
Tómas
Jónsson á 56,1 sek.
-
Kristján
Bjarnason, ??
Kristján er frændi
Tómasar, en allir eiga þessir ungu menn það sameiginlegt að
Siglfirskt blóð rennur í æðum þeirra.
 |
Sigríður Júlíusdóttir, Siglufirði, 15 ára gömul sigraði
í svigi og stórsvigi kvenna og sameiginlegt í
alpatvíkeppni,. - Hún mátti ekki taka þátt í
síðasta landsmóti vegna of lágs aldurs, en nú vann
hún Íslandsmeistarann |
Næst var keppt í
svigi kvenna. þar tóku þátt í þrjár stúlkur frá Siglufirði og
ein frá Reykjavík, Karólína Guðmundsdóttir, sem Siglfirðingar eru
orðnir hrifnir af, fyrir að því er virðist vaxandi áhuga hennar á
skíðaíþróttinni -- og ein stúlka frá Akureyri. Aðeins tvær
stúlkur luku þessari keppni, en það voru:
1. Sigríður
Júlíusdóttir nr. á 86,5 sek. 2. Kristín Þorgeirsdóttir á 126,5 sek.
Báðar frá
Siglufirði. Af keppni stúlkna lokinni hófst keppni í svigi
karla. Alls tóku 56 keppendur þátt í henni og má segja allir
bestu svigmenn landsins. Að vísu urðu úrslit önnur en búist
var við, því hinir þrír "stóru", sem Siglfirðingar hafa
flokkað; Jóhann, Kristinn og Svanberg, fengu allir slæmar byltur og
töpuðu því nokkrum dýrmætum sek., en tími 5 fyrstu keppanda var:
-
Samúel
Gústafsson, Ísafirði, samanlagt: 113,5 sek.
-
Reynir
Brynjólfsson, Ak. samanlagt: 113,6 sek.
-
Ásgrímur
Ingólfsson Sigl. samanlagt: 115,1 sek.
-
Ívar
Sigmundsson Ak. samanlagt: 121,7 sek.
-
Jóhann
Vilbergsson Sigl. samanlagt: 124,7 sek.
|
Daginn eftir,
hvítasunnudag kl. 11 f.hádegi var mótinu haldið áfram, en þá hófst
stórsvig kvenna og karla. Stórsvig kvenna var hafið ofarlega úr
hlíðum Illviðrishnjúks, og
voru sem fyrr 5 keppendur. Úrslit urðu:
-
Sigríður
Júlíusdóttir, Sigl., á 76,4 sek.
 |
Jóhann
Vilbergsson
sigurvegari
í
stórsvigi
og
tvíkeppni |
-
Árdís
Þórðardóttir Sigl. Skíðadrottning frá síðasta Íslandsmóti,
á 78,5 sek.
-
Karólína
Guðmundsdóttir frá Reykjavík á 78,8 sek
Stórsvig karla var
hafið frá "topp hlíð" Illviðrishnjúks og voru 58 keppendur
skráðir til leiks. Þetta var löng og mikil braut, en skemmtileg,
en rásstaður var í um 700 m. hæð yfir sjávarmáli og sást vítt
yfir, bæði í Siglufjörð og Skagafjörð, sumir töldu jafnvel að
rásmarkið væri í Skagafjarðarsýslu, en lokið og komið í mark í
Siglufirði. Mótinu lauk með sigri Jóhanns Vilbergssonar, Úrslitin:
-
Jóhann
Vilbergsson Sigl. 88,3 sek.
-
Kristinn
Benediktsson Ísaf. 90,4 sek.
 |
Tveir
ungir garpar með Siglfirskt blóð í æðum, kepptu fyrir Reykjavík og
vöktu athygli. Þeir eru Tómas Jónsson og Eyþór Haraldsson. |
-
Svanberg
Þórðarson Ólafsf. 96,4 sek.
-
Hafsteinn
Sigurðsson Ísaf. 96,5 sek.
-
Hjálmar
Stefánsson Sigl. 96,6 sek.
Sigurvegari í Alpa
tvíkeppni kvenna varð
-
Sigríður
Júlíusdóttir Sigl. með 0,00 stig
-
Kristín
Þorgeirsdóttir Sigl. með 40,4 stig
Alpa-tvíkeppni
karla:
- Jóhann Vilbergsson Sigl. 6,01
stig.
- Kristinn Benediktsson Ísaf.
9,69 stig.
 |
Samúel
Gústafsson sigurvegari í svigi karla. |
- Reynir Brynjólfsson Akur.
19,36 stig.
Að loknu skíðamótinu var
háð knattspyrnukappleikur á milli Siglfirsku skíðamanna og aðkomu
skíðamanna. Lið aðkomumanna var skipað 2 Ólafsfirðingum,
4 Akureyringum og 5 Reykvíkingum. Leiknum lauk með sigri
aðkomumanna , fjögur mörk gegn einu.
Klukkan 21 um kvöldið var
skíðamönnum haldið kaffisamsæti, þar fór fram verðlauna afhending,
kvikmyndasýning frá Ólympíumótinu í Innsbruck, sem Valdimar
Örnólfsson hafði tekið. Og á miðnætti var stigin dans til klukkan 4
um morguninn
|