
Steinn hrökk
undan bílhjóli
SIGLUFIRÐI 20.jan.
--- Rétt fyrir hádegi í dag gerðist það hér á Siglufirði að
hnullungur hrökk undan vörubílshjóli með þeim afleiðingum að hann
braut stæðar gat á stóran sýningarglugga Bókaverslunar Lárusar
Þ.J.Blöndal (afgreiðslu
morgunblaðsins). Einnig braut steinninn stórt nafnskilti verslunarinnar
er hékk á nælon þræði úti í glugga og urðu nokkrar skemmdir á
bókum er glerflísar stungust í þær. Engin slys urðu á mönnum, en
litlu munaði þó, því barnavagn hafði verið staðsettur rétt undir
þar sem gatið kom á gluggann. SK.
|