Snjóþungi á Sigló | Tunnuverksmiðjubruni | Eldur í tunnuverksmiðju | Ferðasaga myndanna | Fréttaskýring | Erlingur Jónson | Tunuverksm.viðtöl | Þrjár fréttir frá Sigló | Áramótin 63/64 | Brotin rúða | Siglufjarðarskarð fært | Skotkeppni | Verkefnasýning | Skemmtileg skíðakeppni | Skarðsmótið 1964 | Göngukeppni | Draugur strandar | Nornen sækir Draug | Sjávarborg | Fyrsta síldarsöltunin | Sigvald tók niðri | Siglfirðingur SI 150 | Ufsinn í hættu | Falleg Síld á Sigló | Svipmyndir - Sigluf. | Lauginni lokað | Í snjó í Siglufjarðarskarði | Síld í september | Þrjár fréttir | Borgarísjaki | Fjórar fréttir

>>>>>>>>>>> Borgarísjaki

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fimmtudagur 17. september.   Ljósmynd: Steingrímur, Texti: S.K. + Mbl.

Borgarísjaki út af Siglufirði

Mikil og tignarleg sjón

 

 

FRÉTTARITARI blaðsins á  Siglufirði, Steingrímur Kristinsson fór á m.b. Hjalta út að  borgarísjaka, sem var 7-8  sjómílur frá landi, og tók meðfylgjandi mynd af honum.  -

 

Það var mikil og tignarleg sjón að sjá þetta ferlíki  gnæfa 20-40 metra hátt yfir  sjávarmál og 100-150 m. á  breidd, þar sem jakinn er  breiðastur, segir Stein.grímur.  Og þó er þetta sennilega aðeins 1/9 hlutinn af jakanum,  hitt mun vera neðansjávar. 

 

Hann segir svo frá ferðinni:

 

S.l. laugardag sá ég fyrsta borgarísjakann á minni  30 ára ævi, en þá var jakinn  eins og smádepill úti við sjóndeildarhringinn. Á mánudag  var sami jaki staddur út af  Siglufirði, ásamt öðrum minni  1 2 sjómílur utar.

 

Hafði sá  stóri á sunnudag verið á  hraðri ferð austur með landinu, þrátt fyrir austan kalda og sjó, en á mánudag var farið  að hvessa meira og jakinn snú  inn við og hélt í vestur undan  veðrinu, ásamt minni jakanum. Sást vel til jakans bæði  á sunnudag og mánudag frá Siglufjarðarkaupstað. Bar  hann yfir Siglunesið eins og  stór snjóhvít eyja, glæsileg að  sjá. Utan af ströndinni sást  hann betur og var mikil umferð um veginn út eftir. Bílar  fóru með fólk með sjónauka,  sem vildi virða þessa tignarlegu og sjaldgæfu sjón fyrir  sér. Og nú fór ljósmyndari okkar af stað.

 

Hann leigði sér  mótorbátinn Hjalta SI 12.  Með hann eru svokallaðir Kambsbræður, Grímur og  Gunnar Helgasynir, sem fyrr  hafa dugað okkur vel, lentu  t.d. í sögulegu ferðalagi á sínum tíma í hvassviðri við að  koma til okkar myndum af  tunnuverksmiðjubrunanum. 

Steingrímur ljósmyndari tók  sem sagt sjóveikitöflu og lagði  í hann.

 

En 7--8 vindstig voru,  talsverður sjór og þar á ofan  kröpp vindbára, og rak veðrið  alla undir þiljur, áður en 20  mínútur voru liðnar,-  og ekki  var liðin klukkustund, þegar  Ægi var fórnað gómsætum  signum fiski ásamt nýjum  kartöflum. -

 

Eftir hálfs annars tíma siglingu í bansettum hamagangi, höggum og veltingi, miður þægilegum fyrir  höfuð, maga og hnjáliði, sló  vélstjórinn á Hjalta; Gunnar  Helgason, af og andaæfði, segir  Steingrímur.

 

Mikið var um smáísrek,  jakar höfðu brotnað úr borgarísnum og þurfti að vara sig  á þeim.

Ekki var hægt að  "stíga á land", bæði vegna  sjógangs og brattra hliða jakans. Taldi Grímur Helgason,  skipstjóri ekki ráðlegt að fara  mjög nærri, því ekki er gott  að átta sig á hvort brotið í  kring um jakann stafaði af sogi, sem myndast af grynningum jakans, t.d. ef sá hluti jakans  sem er neðansjávar, skagar  mikið út undan.

En árangur ferðarinnar. sést  á meðfylgjandi mynd, sem  Steingrímur tók af jakanum.

 Myndin er tekin 14.september 1964