BÆTT FRÉTTA
ÞJÓNUSTA
Ferðasaga
myndanna frá Siglufirði, sem í gær var sögð hér í blaðinu,
er enn eitt dæmið um hina bættu fréttaþjónustu, sem íslenskum
blaðalesendum er látin í té. Í fyrradag tókst Morgunblaðinu að ná
suður myndum af brunanum mikla á Siglufirði, þótt það kostaði að
vísu mikið erfiði. Blaðið taldi rétt að gera þessa tilraun, bæði
vegna þess að það á þjónustuhlutverki að gegna við lesendur sína
og ekki síður af hinu að gaman var að rjúfa einangrun Siglufjarðar.
Blaðalesendur gera
sér ekki ætíð grein fyrir því mikla og margþætta starfi, sem
liggur að baki útkomu hvers einasta tölublaði dagblaðs
Íslenskum
almenningi mundi áreiðanlega bregða í brún, ef nútíma
fréttaþjónusta legðist niður og yrði með því sniði sem hún var
fyrir fáum áratugum. Þótt menn skammi oft blöðin vilja þeir
fá blaðið sitt og mundi líka það illa, ef blaðamenn hættu að
einbeita kröftum sínum að því að afla frétta, þótt oft kosti
það mikið erfiði og útsjónasemi.
(Athugasemd
SK árið 2001; Aukakostnaður fram yfir "venjulegt",
vegna þessara umræddu myndbirtinga, mun hafa farið
yfir kr. 30.000,- sem var mjög mikið á þessum tíma)
Og í dag 2003, eru tímar breyttir, flutningur mynda í miklum gæðum, milli t.d. Siglufjarðar og Reykjavíkur, jafnvel Ástralíu, tekur nú aðeins örfár sekúndur, og kostar örfáar "krónur" |