Snjóþungi á Sigló | Tunnuverksmiðjubruni | Eldur í tunnuverksmiðju | Ferðasaga myndanna | Fréttaskýring | Erlingur Jónson | Tunuverksm.viðtöl | Þrjár fréttir frá Sigló | Áramótin 63/64 | Brotin rúða | Siglufjarðarskarð fært | Skotkeppni | Verkefnasýning | Skemmtileg skíðakeppni | Skarðsmótið 1964 | Göngukeppni | Draugur strandar | Nornen sækir Draug | Sjávarborg | Fyrsta síldarsöltunin | Sigvald tók niðri | Siglfirðingur SI 150 | Ufsinn í hættu | Falleg Síld á Sigló | Svipmyndir - Sigluf. | Lauginni lokað | Í snjó í Siglufjarðarskarði | Síld í september | Þrjár fréttir | Borgarísjaki | Fjórar fréttir

>>>>>>>>>>> Í snjó í Siglufjarðarskarði

 

Til forsíðu
Til baka




Ljósmyndasafn Steingríms
á netinu.

Steingrímur Kristinsson Siglufirði
G-892-1569
S-467-1569

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Morgunblaðið föstudagur 21. ágúst 1964

 

 

 

Í  hríð fyrir norðan
 

NÚ SNJÓAR á Norðurlandi. Siglufjarðarskarð er orðið erfitt bílum. Í gær var áætlunarbílnum hjálpað upp á skarðið og komst hann suður yfir. Fréttaritari blaðsins fylgdist í fyrrinótt með 5 bílum, sem lentu í mesta basli að komast yfir skarðið og tók þá  meðfylgjandi mynd
Verður nánar skýrt frá því ferðalagi í blaðinu á morgun, ásamt fleiri myndum.

 

 

Sumarferðalögin geta allt eins endað í snjó á Íslandi. Þessa mynd tók Steingrímur Kristinsson á veginum upp að Siglufjarðarskarði i fyrrinótt

 

Illfært um skarðið

SIGLUFIRÐI, 20. ágúst. - Ótíð hefur verið hér undanfarið með kulda og krapaéljum til fjalla. Fjögurra til fimm stiga hiti hef­ur verið í byggð. Siglufjarðar­akskarð var illfært og hefur þurft að hjálpa 4 áætlunarbílum yfir það.

Áætlunarbíllinn fór af stað kl. 7 í morgun, en það er beina ferðin til Reykjavikur. Í nótt hafði kyngt miður miklum snjó, svo að hann var ekki kominn upp í sjálft skarðið fyrr en kl. 12 á hádegi. Hjálpuðu sór trukkur og jarðýta honum upp. KL 2.30 var bíllinn að renna í hlað á Sleitustöðum og til Reykjavíkur kom hann kl. 1030 i gærkvöldi. Steingrímur. Kristinsson

Laugardagur 22. ágúst 1964
Í snjó í Siglufjarðarskarði

 

SUMARBLÆRINN     er horfinn. Snjór fyrir norðan, kuldi fyrir sunnan. Þetta gerðist svo snögglega að fólk sem er í sumarleyfi á bílum sínum með tjöld og svefnpoka er skyndilega farið að aka í snjó og kemst ekki heim fjallvegina. Þegar byrjaði að snjóa fór fréttamaður blaðsins á Siglufirði með nokkrum bílum sem voru að leggja á Siglufjarðarskarð.

 

Frásögn hans, sem gefur góða hugmynd um það basl sem oft er að komast yfir skarðið, þó það takist, fer hér á eftir.

Klukkan rúmlega 16 á miðvikudag lögðu 5 bílar héðan áleiðis yfir Siglufjarðarskarð: Landrover jeppi, Rússajeppi og Chevrolett fólksbifreið, allar frá Siglufirði og Wolgswagen og Saab bifreið frá Reykjavík.

Ég lagði af stað með rússajeppanum með Wolkswagen í eftirdragi og gekk ferðin vel til að byrja með, en brátt fór færð að þyngja, dráttartaugin virtist ekki nógu sterk og slitnaði því nokkrum sinnum. Landroverinn með Saabinn í eftirdragi smeygði sér fram hjá  en stöðvaðist fljótlega vegna snjóþyngslanna og brattar brekkur.  Landroverinn var aðeins með keðjur að framan og taldi að ef tveir fullorðnir settust framan á vélarhlífina, þá myndi “fatta” betur, eins og skíðamennirnir segja, og hann eiga léttara með að hafa sig upp. Bað hann mig að setjast upp á vélahlífina, ásamt öðrum manni. Sessunautur minn reyndist vera Þorleifur Thorlacius forsetaritari og var hann ásamt Þórði til laxveiða í Fljótá í Fljótum.

Strax og við vorum sestir gekk ferðin mun betur hjá Þórði, en þurfti þó oft að moka því Saabinn var svo lár að hann flaut á milli hjólfaranna, hjólin náðu ekki niður í hjólför Roversins, þess vegna þyngdist drátturinn og Roverinn fór að spóla.  Þórður losaði þá bílana og ók einn upp á fjallið til að þjappa veginn, en snéri svo við og tók Saabinn í tog.  

Rétt fyrir klukkan 19 náðum við þessum tveim bílum úr sjálfu skarðinu.

Hafði það tekið 2 ½ klukkustund leið sem hægt er að aka á 15-20 mínútum þegar vegur er snjólaus of sæmilegur.

 

Ég hafði ákveðið að verða eftir uppi í háskarði í kofa Slysavarnarfélagsins sem staðsettur er þar vegfarendum til öryggis í slæmum veðrum og ófærum, og bíða þar eftir bílunum þrem og síðan rútunni, sem von var á að sunnan um kvöldið.

 

Kofinn björg ef í nauðir rekur.

Kofi Slysavarnarfélagsins er að vísu engin höll, en getur þó orðið mikil björg ef í nauðir rekur. Umgengni þarna er all sæmileg, miðað við aðstæður, en þær eru   ekki mjög góðar.

Til dæmis gæti verið gott að hafa, þó ekki væri nema nokkra nagla í vegg, svo hægt væri að þurrka af sér blaut hlífðarföt og fleira.

Tveir Aladin ofnar eru þarna, að vísu var hvorugur þeirra í lagi, en ég gat lagfært annan þeirra svo hægt var að kveikja á honum, en þó þannig að hann ósar lítilsháttar.

Talstöð er þarna í góu lagi, smíðuð hjá Landssímanum fyrir Slysavarnarfélagið, en stöð þessi er bæði fyrirferðamikil og óhentug á þessum stað vegna gamaldags búnaðar sem skapar hávaða (handsnúinn rafall) og illmögulegt er fyrir einn mann að ná sambandi.

Er slíkur útbúnaður varla afsakanlegur nú á “transistoröldinni” Þetta var útúrdúr.

 

Ég var búinn að vera nær klukkustund einn í kofanum, án þess að sjá neitt til bílanna, en loks, klukkan að verða 20 heyrðist í Wolkswagen bílnum. – Chevrolettinn hafði bilað og orðið að snúa við í bæinn aftur og Rússinn sem aðeins var með keðjur að aftan, gekk illa að tolla í slóðinni, þar sem hann var breiðari og var hann því skilin eftir.

 

"Áhöfn” Rússans sem eingöngu hafði farið til að hjálpa Wolkwagen, ýtti og mokaði svo bílnum til baka upp skarðið. Þegar upp í háskarð var komið, var þar kastað mæðunni, skrifað í gestabók Slysavarnarfélagsins.

Síðan var kallað í Siglufjarðarradíó og fengin greið svör um rútuna sem var á leiðinni til Siglufjarðar.

Trukkurinn og rútan komu út úr hríðinni eins og tvö svört ferlíki. Farið var að bregða birtu og ekki mátti tæpara standa að myndin næðist

Stundum þarf að fara út og moka

Landroverinn þjappaði slóðina, og kom svo til baka og tók Saabinn í tog
________________________________

 

Hún hafði verið í Hofsós klukkan 19:30 Þá fór Wolkswagn bíllin á eigin spýtur niður í Skagafjörðinn  þegar sýnt þótti að allt væri í lagi.

 

Ég varð eftir í Skarðskofanum til að bíða eftir rútunni, sem ég hafði frétt hjá Siglufjarðarradíó að væri á  næstu grösum. Með aðstoðarbíl. Ég var einn í kofanum eins og fyrr segir, og beið Klukkan var farin að ganga 22:00 og farið að bregða birtu. Ég vonaði að ekki yrði orðið of dimmt til að taka eina mynd af rútunni og aðstoðarbílnum loks þegar þeir kæmu. 

Nú var farið að kula og aðeins að auka við hríðina sem haldist hafði allan seinni hluta dagsins. Sem betur fer þá var úrkomumagnið ekki mikið, því annars hefði mátt bíða lengur eftir rútunni.

Dæmi eru til um að skarðið hafi lokast algjörlega   á nokkrum mínútum. Nú fór ég að heyra í bílunum, en sá samt ekkert fyrir hríðinni. Alltaf færðist hljóðið nær, en ekkert sást, enda skyggni tæpast meir en 30-40 metrar. Loks kom að því að bílarnir birtust og komu út “úr hríðinni“ eins og tvö svört ferlíki sem vart var hægt að greina á lögun.

Þegar þeir komu nær, þá sást að á undan fór stór Volvotrukkur með  drifi á öllum hjólum og talstöðvarloftneti og með rútuna “í bandi”. Ekki mátti tæpara standa með að myndatakan tækist vegna birtuleysis.
 

Rúmar 5 klukkustundir tók að koma þessum litla bíl upp í Siglufjarðarskarð og var svo eftir að ganga til baka meir en helming leiðarinnar að bílnum sem skilinn hafði verið eftir  (Rússan) og brjótast síðan til bakka til Siglufjarðar.

 

Bílstjórar og farþegar ráku upp stór augu þegar ég þessi einmanna draugur birtist með myndavélina og bað um far í bæinn. Það var fljótlega opnað fyrir mér hjá rútunni og Gísli Sigurðsson bílstjóri og aðaleigandi Siglufjarðarleiðar var sjálfur með og rútan hálfull af farþegum.

Böndin voru leyst á milli bílanna og haldið niður brattann á leið til Siglufjarðar. Bílstjórarnir höfðu talstöðvarsamband og höfðu að orði að það þyrfti endilega að hefja snjómokstur strax um nóttina til að leiðin væri klar að morgni.  Klukkan 22:37 námu bílarnir staðar við Sérleyfisstöðina, eða tveim klukkutímum síðar en venjulega. S.K.