Siglufjarðarskarð
fært bifreiðum
Óvenjulegt
svo snemma vors 
SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Vegamálastjórninni í gær, standa vonir til að Siglufjarðarskarð verði fært bílum eftir daginn í dag. Verður þá lokið við að moka skarðið, en hálfa aðra viku hefur verið unnið að því starfi
 |
Gengið upp "Skarðsveg" [Jens Gíslason] |
og síðustu dægrin allan sólarhringinn með skiptum vöktum. þetta mun vera fyrr en venjulega, að Siglufjarðarskarð verður fært bifreiðum. Þó sagði Snæbjörn Jónsson starfsmaður hjá Vegamálastjórn, að skarðið hefði verið opnað um svipað leyti í fyrra, en þá skall yfir páska bylurinn sem lokaði því aftur um mánaðartíma. Snæbjörn sagði, að hugsanlegt væri að reynt yrði að takmarka umferð um Skarðið fyrst eftir að það opnaðist en þó væri það allt óráðið. Síðastliðinn sunnudag gekk ljósmyndari Morgunblaðsins á Siglufirði, Steingrímur Kristinsson upp á Siglufjarðarskarð og tók þar meðfylgjandi myndir ásamt myndina á forsíðu. [stóra myndin] Steingrímur sagðist ekki muna eftir að hafi séð svo lítinn snjó jafn snemma vors og nú. Hefði snjórinn verið dýpstur 3-4 metrar, en oft hefði hann séð 9-12 metra djúp "snjógöng" á þessum slóðum. alveg snjólaust, en hins vegar hefði mikið af grjóthnullungum hrunið úr klettunum báðum megin við það. Siglufjarðarmegin sagði Steingrímur, að sér virtist heldur meiri snjór og þar aðeins séð móta fyrir vegarkantinum á stöku stað.
Siglufjarðarskarð er einhver snjóþyngsti fjallvegur hér á landi. Byrjað var á vegagerð yfir Skarðið í smáum stíl árið styrk til verksins. Næstu ár miðaði verkinu hægt áfram, en árið 1942 var hafist handa af fullum krafti. Haustið 1945 klöngraðist fyrsti bíllinn yfir Skarðið, en það var ekki fyrr en haustið 1948, að vegurinn var opnaður og bílferðir hófust reglulega yfir Skarðið að sumarlagi. [14 ára "vinnuferli"] Vegurinn er hæst 630 metrar yfir sjáfarmál. |