Kviknaði í
dreng á Siglufirði
er hann kveikti
í saltpéturs og sykurblöndu
FRÉTTARITARI Morgunblaðsins
símaði til blaðsins í gærmorgun og sagði frá því, að 3 strákar,
10-12 ára að aldri hefðu verið að grúska í rústum
tunnuverksmiðjunnar, og fundið þar saltpétur og sykur, eins og notað
er við síldarsöltun.
Einn drengurinn fór með slatta
heim til sín og þurrkaði draslið. Setti hann síðan kaffibolla
af þessum saman við tvo hnefa af saltpétri, fór með þessa blöndu
út á pappaspjald og breiddi segldúk yfir og bar eld að.
Afleiðingarnar: Það
kviknaði snarlega í þessu með miklum látum og læsti þetta sig í föt
drengsins, brann gat á peysu hans - og buxur hans brunnu til kaldra kola,
en það bjargaði líkama drengsins, að hann var klæddur í svellþykkar
"föðurlands" prjónabuxur úr íslenskri ull innanundir.
Fréttaritarinn átti viðtal
við drengina síðar og sagðist einn 12 ára hafa lært það af
fullorðnum mönnum í síldarsöltun að hægt væri að fá mikinn
blossa og jafnvel sprengingu, ef kveikt væri í blöndu af þessu tvennu og
má af þessu sjá að það læra börn af því sem fyrir þeim er haft.
Því má bæta bið sagði fréttaritarinn, að
Morgunblaðið með myndum af bruna Tunnuverksmiðjunnar, seldist upp á
korteri, þegar það kom þangað á sunnudag.
Magnús Eggertsson
rannsóknarlögreglumaður úr Reykjavík, kom til Siglufjarðar í
fyrradag og hefur rannsakað brunarústirnar ásamt Einari Ingimundarsyni.
Réttarhöld hefjast í dag. --- Steingrímur. |