Nornen sækir Draug Siglufirði, 23.
júní. -- Síðdegis í dag
kom hingað norskt varðskip til að draga Draug, sem strandaði í minni
Siglufjarðar á sunnudag. Þetta er eitt af nýjustu varðskipum
Norðmanna og heitir Nornen og er um 1000 lestir að stærð og gengur um
17 mílur á klst. Það var tæpa 52 tíma á leiðinni frá Noregi. Bar
brottför þess brátt að og var gleðskapur þar um borð, þar sem
helmingur áhafnar var að fara í sumarleyfi. Varð að slíta hófinu
án þess að menn vissu hvað til
stóð og var haldið á haf út á fullri ferð. 
Á leiðinni hittu þeir
annað Norskt varðskip og fengu lánaða þar fimmtán menn til að sigla
til íslands. Ráðgert er að, að varðskipið fari af stað með Draug
áleiðis til Noregs á morgun og áætlar að vera 4-5 sólarhringa á
heimleiðinni. Um borð í varðskipinu eru fjórar aflvélar, en ein
skrúfa. - Áhöfnin á Draug mun ekki gefa skýrslu um strandið fyrr en
í Noregi. S.K.
Norski varðbáturinn Nornen
sem mun draga herskipið
Draug, út til Noregs.
Þessar myndir eru
teknar Nornen við bryggju á Siglufirði. Á myndinni hér til vinstri
má sjá efst á brúnni teikningar af tveim togurum, annar mun vera
enskur en hinn franskur, en það táknar að varðskipsmenn hafa tekið
tvo togara í Norskri landhelgi.

|