Í vöggu íslensks tunnuiðnaðar,
hafa 4
tunnuverksmiðjur brunnið til kaldra kola
Fréttaritari Morgunblaðsins
hafði tal af tveimur verkamönnum sem unnu við tunnuverksmiðjuna,
fullorðnum Siglfirðingi, Halldóri Þorleifssyni 55 ára, fyrirvinnu 7
manna fjölskyldu
Fjórða verksmiðjan fallin.
Halldór Þorleifsson
sagði að Siglufjörður væri vagga íslensks tunnuiðnaðar. Fyrstu
verksmiðjuna hefði reist norskur maður H. Söbstad, sennilega á
öðrum tug þessarar aldar, hefði hún staðið nokkru norðan við
frystihús Hrímnis, þar sem nú er Síbería (yfirbyggð síldarþró
SR) Hún brann í júlí 1919. Næstu tunnuverksmiðjur, sem hér var
starfrækt, átti Halldór Guðmundsson í Frón, sem fyrstur íslendinga
hóf slíkan rekstur, og var reyndar
brautryðjandi á fleirum sviðum, og lifir nú hér í virðulegri elli, eftir
annasaman og litríkan starfsdag. Hún
brann 1932. Þá þriðju byggðu komst brátt í
eigu Siglfirðinga, og var rekin með sameignar eða hlutdeildar
fyrirkomulagi, þannig að starfsmenn báru sameiginlega ábyrgð á
rekstrinum, og skiptu á milli sín súru og sætu, eftir því hver
rekstrar útkoman varð. Sú verksmiðja brann 1934, var endurbyggð
1937, síðan seld S.R. og eftir það notuð til annarra hluta en en
tunnusmíði. Fjórðu verksmiðjuna reistu svo Tunnuverksmiðjur
ríkisins. Eldur kom upp í henni fyrir fáum árum, en var slökktur, en
nú hefur hún hlotið sömu örlög og hinar fyrri, sem lesendum Mbl. er
kunnugt af fréttum í blaðinu.

Fjörutíu menn atvinnulausir.
Halldór
Þorleifsson hvað um 40 menn hafa starfað við verksmiðjuna, þar af 3 af
hverjum 4 fjölskyldufeður. Stæðu þeir
uppi atvinnulausir of ættu fárra kosta völ annarra en að leita vinnu
fjarri heimahögum, ættu þó ýmsir alls ekki heimangengt, sér í lagi unir
eldri verkamenn svo og aðrar heimilisástæður. Halldór sagði að hann myndi
sennilega fara vertíð suður, hann ætti að vísu illa heimangengt, en
hann ætti enga völ, þörfin vísaði veginn burt úr bænum. Hann sagði þá leið
heppilegasta, ef fær reyndist, til að mæta tekju og vinnuþörf
verkamanna T.R. hér, að tekin væri upp vaktavinna við
Akureyrarverksmiðjuna, og yrði önnur vaktin skipuð vönum mönnum frá
Siglufirði. Þetta mundi og hjálpa til að halda viðhorfinu með
innlenda tunnuframleiðslu. Þetta yrði að vísu vart framkvæmanlegt
nema verkamennirnir fengju frítt húsnæði á Akureyri, og greiddu
aðeins hálft fæði, til að þeir bæru þann hlut frá borði sem
nægja mundi til lágmarks- nauðþurfta meðal fjölskyldu. Kvaðst hann
ekki hika við að fara til það byðust betri kjör á allan máta.
Halldór sagði að það væri mikill styrkur síldarsöltun hér, að fá á sumrum
skólaða menn úr Tunnuverksmiðjunni, sem vel kynnu til verka, og hefði
verksmiðjan á að skipa hæfu starfsfólki, sem unnið hefði við sí batnandi
starfsskilyrði, eftir hingaðkomu hins nýja framkvæmdastjóra, Einars Hauks
Ásgrímssonar, en verra tunnuefni en áður hefði torveldað að ná æskilegum
árangri við tunnugerðina. Ætti verksmiðjan og síldariðnaðurinn vissum
skyldum að gegna við þetta starfsfólk, sem nú stæði uppi atvinnulaust en
kvaðst þó engan dóm vilja á það leggja, hvað hægt væri að gera né
hvað gera ætti.
Þýskur
Siglfirðingur.
Heiko Boetz,
.Þýski Siglfirðingurinn sem hér settist að þegar heimamenn
hleyptu heimdraganum ýmsir, fæddist ári ófriðar, 1941, réðist á
íslenskan togara 1961, vann í sláturhúsi í Kópavogi og fann sér
konu og heimili á Siglufirði og kann vel við fólk og bæ. Hann er
geðfeldur piltur. Hann
kvaðst hafa leitað sér vinnu eftir brunann en
tímakaupsmenn verið á biðlista hjá T.R. ,
ef þar losnaði starf. Hann vill helst af öllu vinna hér, til að geta
verið hjá konu og börnum, en sagðist þó myndi fara til Akureyrar, ef
þar yrði tekin upp tveggja vakta vinna í tunnuverksmiðjunni, til að
mæta vinnuþörf starfsfólks fyrirtækisins hér. Heiko talar
dágóða íslensku og hyggst sækja um íslenskan
ríkisborgararétt, og verða bæði Siglfirðingur og Íslendingur, enda
ætti hann hér að mæta vinsemd og kynni vel við sig. Hann lét í
ljós þá von, að hann og samverkamenn mættu finna lausn á vandanum,
vinnu til vors, sumrinu þyrfti engu að kvíða og ný fullkomnari
tunnuverksmiðja myndi rísa á ný á Siglufirði, þannig úr garði
gerð að eldur mætti ei granda.
Þannig létu þeir orð falla
hinn roskni verkamaður sem kunni sögu tunnuiðnaðar á Íslandi og
dæmigerður fulltrúi sjálfmentaðs alþýðumanns, og hinn þýski
Siglfirðingur, geðfeldur fulltrúi þeirrar æsku, sem ekki vill
yfirgefa Siglufjörð, þótt móti blási um sinn., vitandi að aftur
kemur vor í dal.
Fréttamaður Mbl. getur engu
spáð um atvinnu þessara verkamanna á komandi mánuðum. Reynist
tveggja vakta hugmyndin (í Akureyrarverksmiðjunni) óframkvæmanleg, eru
mestar líkur á að allir sem heimangengt eiga, leggi leið sína suður,
þangað sem Siglufjörður hefur tapað mörgum góðum dreng, en elstu
verkamennirnir og hinir, sem af ýmsa ástæðna vegna geta ekki
yfirgefið heimili sín, hafa mist atvinnu sína í eldinn. Það er illt
hlutskipt þeim, sem hefðu svo sannarlega átt annað betra skilið
St.

Rústir Tunnuverksmiðjunnar.

Hér sést
hvernig húsið hefur lagst saman í brunanum |