BINNA Í GRÖF
leiðist þorskurinn 
ÞESSI
fallega mynd er tekin af ljósmyndara Mbl. á Siglufirði Steingrími
Kristinssyni. Þarna er Erlingur Jónsson að gogga þann gula. Seinna
birtist svo sjóferðasaga Steingríms og fleiri myndir af sjónum.
Okkur
hérna finnst fiskurinn fallegur, en Binni í Gröf í Eyjum, sá
kunni aflakóngur sagði í viðtali um daginn, að hann væri orðinn
leiður á þorskinum.
Nú er Binni tekinn til við síldina. Satt
best að segja hefur samt sá guli í ýmsum myndum haldið lífinu í
okkur Íslendingum á öllum öldum, var meir að segja útflattur og
saltaður hafður í óformlegt skjaldarmerki okkar. Af mörgum hefur nú
verið reist stytta fyrir minna. (Athugasemd
SK; Það kom aldrei til frekari mynd birtinga frá þessari
sjóferð, sem farin var 13. desember 1963) |